Dagskrá Aftureldingar í bæjarhátíðinni – Í Túninu heima

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 30. ágúst – 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra.

Afturelding tekur virkan þátt í bæjarhátíðinni eins og undanfarin ár. Afturelding þjófstartar bæjarhátíðinni í dag með því að Perla með Krafti. Er þar um að ræða skemmtilegan fjölskylduviðburð fyrir alla fjölskylduna og góð leið til að láta gott af sér leiða.

Dagskrá fyrir viðburði Aftureldingar má sjá hér að neðan. Heildardagskrá hátíðarinnar er að finna í nýjast tölublaði Mosfellings eða á heimasíðu blaðsins!

ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST

17:00-20:00 PERLAÐ MEÐ KRAFTI
Kraftur kemur í Hlégarð og perlar armbönd með Aftureldingu og Mosfellingum. Kraftur er stuðnings­félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið að láta gott af sér leiða.

FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST

19:00 FELLAHRINGURINN – FJALLAHJÓLAKEPPNI
Hjólakeppni um stíga Mosfellsbæjar. Keppnin hefst við íþróttahúsið að Varmá. Tvær vegalengdir í boði, 15 km og 29 km. Sjá nánar á netskraning.is/fellahringurinn

FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST

18:00 HVÍTI RIDDARINN – BJÖRNINN
Knattspyrnulið Hvíta Riddarans leikur fyrsta leik í úrslitakeppni 4. deildar að Varmá.

LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST

9:00-17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

9:00-16:00 TINDAHLAUP MOSFELLSBÆJAR
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst kl. 9:00 og kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Nánari upplýsingar á www.mos.is/tindahlaup og www.hlaup.is.

12:00-14:00 KYNNING Á VETRARSTARFI UMFA
Deildir Aftureldingar koma saman í íþróttahúsinu að Varmá í sal 3. Hægt verður að prófa hinar ýmsu íþróttir sem boðið verður upp á í vetur, fá aðstoð við skráningu og upplýsingar um æfingatíma og frístundaávísun.

14:00 VARMÁRVÖLLUR – AFTURELDING – NJARÐVÍK
Knattspyrnulið Aftureldingar tekur á móti Njarðvík í 19. umferð Inkasso-deildar karla. Frítt inn í boði KFC. Páll Óskar verður heiðursgestur og Steindi Jr. vallarþulur.

23:30-04:00 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PÁLI ÓSKARI
Hinn eini sanni Páll Óskar mætir í íþróttahúsið að Varmá. Miðverð á Pallaball aðeins 2.500 kr. í forsölu og 3.500 kr. við inngang. Forsala á www.afturelding.is.

SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER

9:00-17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

14:00-15:30 AFMÆLISHÁTÍÐ FIMLEIKADEILDAR
Fimleikadeild Aftureldingar býður alla velkomna í 20 ára afmæli í fimleikasalnum að Varmá. Opið hús.