Blakferð til Hvammstanga

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 13.-14.okt s.l. héldu 8 stúlkur úr 2.og 3. flokki Blakdeildar Aftureldingar til Hvammstanga þar sem þær kepptu í blaki í  fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 4.deild.  Mótið er spilað í þremur helgarmótum yfir blaktímabilið 2018-2019.  Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarin ár skráð 1 stúlknalið til þátttöku í þessa deildarkeppni hjá konunum.  Þetta er mikil og góð reynsla fyrir stúlkurnar, auk …

Íslandsmót í blaki á Neskaupstað hjá 4. og 5. flokk.

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 27.-28. október síðastliðinn fór fram Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki á Neskaupstað. Á mótinu var Afturelding með eitt kvennalið í 4. flokki og tvö blönduð lið í 5. flokki. Þessi frábæri hópur stóð sig afar vel bæði utan vallar sem innan og lenti 4. flokkur í 4. sæti og 5. flokkur lenti í 5. og 7. sæti. …

Norður-Evrópumót í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding átti fimm fulltrúa í U19 landsliði Íslands sem tók þátt í móti Northern European Volleyball Zonal Association (NEVZA). Það verður haldið í Kettering á Englandi dagana 28.-30.október. Aðrar þjóðir sem þar taka þátt eru Danmörk, Noregur, England, Svíþjóð og Færeyjar. Það eru bæði kvenna- og karlalið sem fara til leiks. Þeir sem fara frá Aftureldingu eru: Kristín Fríða Sigurborgardóttir, …

Telma Rut Íslandsmeistari í kumite

Ungmennafélagið AftureldingKarate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite var haldið um helgina. Telma Rut Frímannsdóttir var eini keppandi Aftureldingar á mótinu, en hún hefur ekki tekið þátt í æfingum eða keppni í rúmlega tvö ár vegna anna við nám. Telma sýndi og sannaði að hún hafði engu gleymt og gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk, +61 kg örugglega. Hún tapaði svo naumlega í undanúrslitum …

Guðmundur Ágúst kosinn Íþróttamaður Aftureldingar og Íþróttamaður Mosfellsbæjar 2017

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Guðmundur Ágúst Thoroddsen Aftureldingu, hefur verið að uppskera mikið undan farið, eftir mikinn dugnað. Hann hefur verið einungis verið að æfa frjálsar í 5 ár og hefur orðið íslandsmeistari í a.m.k.  5 hlaupagreinum en besti tími hans 60m inni er 7,07 sekúndur frá því á Stórmóti ÍR þann 20. janúar sl. Núna í janúar 2018, hlaut Guðmundur þann heiður að vera kosinn …

Samstarfssamningur við Mosfellsbæ undirritaður

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á fundi bæjarráðs þann 11. október var bæjarstjóra heimilað að undirrita samstarfssamning Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar vegna áranna 2018-2022. Meginmarkmið samningsaðila er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf í Mosfellsbæ, bjóða börnum og unglingum upp á skipulagt íþróttastarf og hlúa að keppnis- og afreksíþróttafólki. Skrifað var undir samninginn á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar þann 15. október. „Það er mjög mikilvægt að nú liggi …

Kvennakvöldi Aftureldingar frestað

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Kvennakvöldi Aftureldingar, sem fara átti fram laugardaginn 27. október næstkomandi, hefur verið frestað í óákveðinn tíma. Því miður var miðasalan ekki í takt við það sem stefnt var að. Kvennanefnd Aftureldingar er hins vegar ekki af baki dottin og mun reyna aftur síðar í vetur. Ný tímasetning á Kvennakvöldi Aftureldingar verður tilkynnt síðar. Þeir aðilar sem hafa nú þegar keypt …

Formannspistill: „Forvarnargildi íþróttastarfs ótvírætt“

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Veturinn fer gríðarlega vel af stað hjá okkur í Aftureldingu og gaman að fylgjast með okkar öfluga fólki koma öllu í stand. Það eru ansi mörg handtök við að koma starfinu af stað í íþróttafélagi eins og okkar með 11 deildir starfandi. Raða saman stundaskrá svo að allir séu sáttir, manna allar þjálfarastöður fyrir 1.500 iðkendur en það eru ca. …

Alverk reisir knatthús að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Verktakafyrirtækið Alverk mun reisa nýtt knatthús sem ráðgert er að tekið verði í noktun haustið 2019. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa …

Herrakvöld Aftureldingar á föstudag

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Herrakvöld Aftureldingar verður haldið í Harðarbóli föstudaginn 26. október. Leikmenn í meistaraflokkum í handbolta, fótbolta og blaki eru að selja miða á viðburðinn og hópar geta pantað á netfangið: herrakvoldumfa@gmail.com. Einnig er hægt að nálgast miða í afgreiðslunni að Varmá. Takmarkað sætaframboð. Verð: 6.900 kr Borðhald hefst kl 19:30 Veislustjóri: Þorsteinn Hallgrímsson Golf-snillingur Ræðumaður: Örvar Þór Uppistandari: Dóri DNA Tónlistaratriði …