Afturelding tapaði fyrir Fylki á gerfigrasinu að Varmá í Lengjubikar kvenna á laugardag 1-2
Leikið í Lengjubikar og Borgunarbikar um helgina
Nú er knattspyrnusumarið að fara í gang, keppni í Lengjubikarnum að ljúka og Borgunarbikarinn að hefjast.
Búningasamningur við Errea framlengdur.
Búningasamningur Aftureldingar við Errea hefur verið framlengdur um fjögur ár. Í núverandi samningi við Errea sem gildir til haustsins er ákvæði um framlengingu hans ef báðir aðilar vildu skoða slíkt. Búninganefnd félagsins mælti með áframhaldandi samstarfi við Errea eftir að hafa skoðað hvað það táknaði fyrir félagið og var nýr samningur lagður fyrir formannafund og aðalstjórn félagssins sem staðfestu framlengingu …
Fjórar Aftureldingarstelpur í landsliðshóp
Capriotti landsliðsþjálfari kvenna í blaki hefur tilkynnt 24 kvenna hóp fyrir komandi verkefni í júní þegar Smáþjóðariðill EM verður haldinn í Laugardalshöllinni.
Afturelding á fjóra leikmenn í þessum hópi.
Þær eru Auður Anna Jónsdóttir, Miglena Apostolova, Kristina Apostolova og Thelma Dögg Grétarsdóttir.
Íslandsmeistarar 2014 – B
4 flokkur kvenna Eldri Íslandsmeistarar 2014 – B Þær spiluðu tvo leiki í dag og byrjuðu á því að vinna Selfoss 20 – 15. Seinni leikurinn var við Hauka og sigruðu 25 -12. Frábærir leikir og stelpurnar spiluðu allar sem ein frábærlega, gaman að geta þess að stelpurnar spiluðu í 2.deild í vetur en Selfoss og Haukar í 1.deild og …
Jafntefli í Lengjubikarnum
Afturelding gerði 2-2 jafntefli við Þrótt í Laugardalnum á föstudag í Lengjubikar kvenna.
ÍSLANDSMEISTARAR 2014
Afturelding landaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna í kvöld að Varmá fyrir fullu húsi. Takk fyrir frábæran stuðning í kvöld.
Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í kvöld
Fjölmennum og styðjum blakstelpurnar í kvöld. Leikurinn hefst 19:30 að Varmá.
Staðan í einvígi Aftureldingar og Þróttar Nes er 2:2 og sigurvegari leiksins í kvöld mun hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Fjölmennum rauðklædd á leikinn og hvetjum stelpurnar. Við viljum bikarinn í Mosó.
B úrslit fara fram um helgina.
Það verður nóg að gera hjá Aftureldingu um helgina. Við höldum B úrslit hjá 3 flokki kvenna og 4 flokki kvenna eldra sem og leikur í 8 liða úrslitum hjá 2 flokki karla. Hérna eru tímasetningarnar.Föstudagur 25.apríl16.15 B úrslit 3.kv N1 höllin KA/Þór – Fylkir 216.15 B úrslit 3.kv N1 höllin FH – Valur17.30 B úrslit 3.kv N1 höllin HK …
8 liða úrslit
2 flokkur karla spilar við Fram í 8 liða úrslitum í kvöld kl 19:30 í N1 höllinni að Varmá, hvetjum alla Mosfellinga til að mæta í rauðu og hvetja strákana áfram, stór hluti af strákunum í 2 flokki spila lykilhlutverki með meistaraflokki sem urðu deildarmeistarar um daginn. Það má búast við hörkuleik í kvöld. Áfram Afturelding.