Förum öflug saman inn í nýtt handbolta-ár Það hefur verið nóg að gera hjá barna- og unglingaráði handboltans síðustu daga. Þann 20. nóvember var mót hjá 7.fl. kvenna, Cheerios-mótið og mættu rúmlega 300 stelpur á mótið. Sunnudaginn 27. nóvember var svo mót hjá 8.fl. karla og kvenna, Gifflar-mótið og mættu yfir 500 krakkar á mótið. Mótin gengu mjög vel …
Opnum fundi frestað
Opnum fundi um aðstöðumál Aftureldingar sem vera átti á morgun, miðvikudag 23. nóvember hefur verið frestað. Í kjölfar fundar formanna Aftureldingar með fulltrúum meirihlutans í Mosfellsbæ í gær samþykktu formenn félagsins að fresta íbúafundinum fram í febrúar. Það er gert til að veita meirihlutanum aukið svigrúm til að fullmóta og leggja fram ásættanlega tillögu að brýnum úrbótum í aðstöðumálum Aftureldingar …
Sigurður Rúnar sæmdur
Á afsmælishátíð UMSK var Sigurður Rúnar gjaldkeri Aftureldingar sæmdur gullmerki ÍSÍ. Á heimasíðu ÍSÍ segir um gullmerkið ‘Gullmerki ÍSÍ má veita þeim einstaklingum, sem innt hafa af höndum skipulags-, stjórnar- eða þjónustustörf fyrir íþróttasamtökin um lengri tíma’. Sigurður Rúnar Magnússon er einn mikilvægasti hlekkurinn í starfsemi Aftureldingar. Siggi eins og hann er öllu jafna kallaður hefur komið víða við í …
Haustmót yngri flokka
Helgina 12. og 13. nóvember fór fram Haustmót hjá yngri flokkum á vegum Fimleikasamband Íslands. Markmið mótsins er að skipta öllum liðum landsins í deildir fyrir keppnistímabilið á komandi vorönn. Fimleikadeild Afturelding sendi frá sér 4 stúlknalið og 3 drengjalið. Deildin okkar hefur mikið verið að bæta þjónustu og þjálfun á síðustu árum sem hefur leitt til meiri ánægju og …
Íslandsmeistarar
Íslandsmeistaramót Taekwondo Laugardaginn 5.nóvember fór fram Íslandsmót í poomsae (formum). Sex keppendur frá Aftureldingu tóku þátt og stóðu sig mjög vel. Aþena Kolbeins varð Íslandsmeistari í einstakling og para poomsae, þá fékk hún silfur í hópapoomsae. Ásta Kristbjörnsdóttir fékk silfur í einstaklingspoomsae og hópapoomsae Hilmar Birgir Lárusson fékk silfur í einstaklingspoomsae Justina Kiskeviciute varð Íslandsmeistari í einstaklingspoomsae, þá fékk hún …
Kveðja frá Aftureldingu
Þann 31. október lést Mundína Ásdís Kristinsdóttir. Munda hefur fylgt blakdeild Aftureldingar frá stofnun hennar. Hún var sjálf leikmaður, síðar sjálfboðaliði, alltaf vinkona og einstök félagskona, auk þess að sinna svo ótal mörgum hlutverkum fyrir félagið. Munda vann afskaplega óeigingjarnt starf fyrir blakíþróttina, bæði hér í Mosfellsbæ, en hún fór einnig í fjölmargar ferðir fyrir hönd Blaksambands Íslands, sem sjúkraþjálfari …
Smámót Aftureldingar
Á föstudaginn sl. fór fram smámót Aftureldingar í Lágafellslaug. Mótið er haldið fyrir yngri flokka deildarinnar og er hugsað sem byrjendamót. Hátt í 30 keppendur tóku á aldrinum 6 til 10 ára tóku þátt á mótinu og stóðu þau sig með prýði. Mikil fjölgun hefur átt sér stað í yngri flokkum deildarinnar síðustu ár og gaman að sjá krakkana stækka …
JAKO – Rýmingarasala
Jako undirbýr flutninga með lagersölu. Við hvetjum ykkur til að kíkja.
U19 landslið kvenna á NEVZA í Finnlandi
Kvennalið Íslands í U19 hélt til Finnlands á fimmtudagsmorguninn til að keppa á NEVZA mótinu í blaki. Afturelding á 3 fulltrúa í liðinu auk þjálfarans og fararstjóra liðsins. Leikmenn liðsins eru: Lejla Sara Hadziredezepovic, Rut Ragnarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir en þær tóku allar einnig þátt í verkefnum A landsliðsins s.l. sumar. Þjálfari liðsins er þjálfari mfl kk og kvk …
Árskort til sölu
Við minnum á árskort handboltadeildarinnar. Hægt er að nálgast kortin á Stubb, sem er miðasöluapp. Hægt er að ganga frá greiðslu þar í gegn og sækja miða á alla heimaleiki í deild bæði hjá karla- og kvennaliðinu. Hægt er að nálgast Stubbs appið HÉR