Aðalfundur fimleikadeildar 6. maí

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 6. maí næstkomandi kl.20.00 í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera …

Varmárvöllur verður Fagverksvöllur

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar og Verktakafyrirtækið Fagverk hafa gert með sér samkomulag um að Fagverk kaupi nafnarétt knattspyrnuvallarins að Varmá. Völlurinn mun því kallast Fagverksvöllurinn að Varmá næstu tvö árin. Fagverk hefur verið styrktaraðili knattspyrnudeildar Aftureldingar undanfarin ár en eykur nú samstarf sitt við félagið. Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding selur nafnaréttinn að Varmá og er það gleðiefni að öflugt …

Hvað er samkomubann?

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

UMFÍ hefur tekið saman mjög góðar upplýsingar í tengslum við áhrif samkomubanns á íþróttir og íþróttamannvirki. Mikilvægt er að hafa í huga að sömu reglur gilda um íþróttaiðkun bæði inni og úti þ.e.a.s að allt skipulagt íþróttastarf fellur niður á meðan samkomubann er í gildi. Við hvetjum forráðamenn og iðkendur til þess lesa viðbrögð UMFÍ við COVID, þau má finna …

Kristrún nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Kristrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í stað Jóns Júlíusar Karlssonar sem hverfur til sambærilegra starfa fyrir Ungmennafélagið í Grindavík. Kristrún kemur til starfa frá Deloitte þar sem hún var verkefnastjóri í fjármálaráðgjöf en áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá Kauphöll Íslands. Hún hefur lokið MBA gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum og BSc prófi í hagfræði auk prófs …

Happdrætti Blakdeildar hleypt af stokkunum í dag !!!

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Hið árlega happdrætti blakdeildarinnar var hleypt af stokkunum í dag og hafa iðkendur deildarinnar byrjað að selja miða.  Happdrættið er mikilvægur þáttur í fjármögnun  deildarinnar og taka allir iðkendur þátt í fjáröfluninni. Hver iðkandi fær hlutdeild af andvirði miðans og er því  verið að styrkja deildina sem og iðkandann sjálfan með kaupum á miða.  Í ár mun miðasalan fara mest …

Pistill frá formanni: Ótrúleg samstaða!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Góðan og blessaðan daginn kæru vinir í Aftureldingu nær og fjær. Þetta eru aldeilis einstakir tímar sem við erum að upplifa núna og við eigum eflaust öll eftir að muna þennan tíma svo lengi sem við lifum. Ég er ótrúlega stolt af félaginu okkar hvernig við höfum brugðist við, þjálfarar margir hverjir eru gríðarlega metnaðarfullir og hvetjandi að senda iðkendum …

Áskorun dagsins

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Þó svo að skipulagt íþróttastarf hafi tímabundið verið lagt niður, þá getum við flest haldið áfram að hreyfa okkur og hafa gaman. Á næstu dögum munum við setja inn áskoranir dagsins sem við hvetjum alla fjölskyldumeðlimi til að vera með í. Við hvetjum ykkur svo til þess að deila gleðinni með okkur. Instagram @umfafturelding  og merkiði deildina ykkar líka! #heimaæfingAfturelding 24. …

Sala á árskortum knattspyrnudeildar hafin

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur hafið sölu á árskortum á heimaleiki karla- og kvennaliðs Aftureldingar en bæði lið leika í 1. deildinni í sumar. Kortin gilda á heimaleiki beggja liða og er það von félagsins að fjölmennt verði á heimaleiki félagsins í sumar. Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að styðja við meistaraflokka Aftureldingar og í ár þegar mikil óvissa er í samfélaginu …

Heimaæfingar

TaekwondoTaekwondo

Það eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa núna. Við þurfum að takast á við það að geta ekki haft æfingar með hefðbundnu sniði. En við þurfum að halda iðkendum okkar við efnið, svo alla virka daga setjum við inn æfingu dagsins á iðkendasíðu Taekwondodeildarinar á Facebook. Æfingarnar standa saman af upphitun, styrk, þol og teygjum. Iðkendur setja svo …

Skipulagt íþróttastarf fellur niður næstu daga

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar: „…að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram …