Íþróttastarf hefst aftur 15 apríl.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nýjustu tilslakanir opna á íþróttastarfið.  Á vef stjórnaráðs segir :

  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Fjöldtakmörkun nemenda í hólfi er 50 einstaklingar.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla okkar iðkendur. Við biðjum forráðamenn og iðkendur að vera í góðum samskiptum við þjálfara varðandi æfingarnar. Hjá Aftureldingu eru hópar sem telja fleiri en 50 iðkendur og þarf að skipta þeim hópum eitthvað upp, sú vinna er hafin.

Foreldrar geta því miður ekki horft á æfingar og til að takmarka hópamyndanir biðjum við foreldra að bíða ekki inni í húsum þegar æfingum lýkur. Þjálfarar taka á móti yngstu iðkendunum í andyri.

Við hlökkum mikið til að fylla húsin, sundlaugina og Fellið af lífi.