Áskorun dagsins

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Þó svo að skipulagt íþróttastarf hafi tímabundið verið lagt niður, þá getum við flest haldið áfram að hreyfa okkur og hafa gaman. Á næstu dögum munum við setja inn áskoranir dagsins sem við hvetjum alla fjölskyldumeðlimi til að vera með í. Við hvetjum ykkur svo til þess að deila gleðinni með okkur. Instagram @umfafturelding  og merkiði deildina ykkar líka! #heimaæfingAfturelding 24. …

Sala á árskortum knattspyrnudeildar hafin

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur hafið sölu á árskortum á heimaleiki karla- og kvennaliðs Aftureldingar en bæði lið leika í 1. deildinni í sumar. Kortin gilda á heimaleiki beggja liða og er það von félagsins að fjölmennt verði á heimaleiki félagsins í sumar. Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að styðja við meistaraflokka Aftureldingar og í ár þegar mikil óvissa er í samfélaginu …

Heimaæfingar

TaekwondoTaekwondo

Það eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa núna. Við þurfum að takast á við það að geta ekki haft æfingar með hefðbundnu sniði. En við þurfum að halda iðkendum okkar við efnið, svo alla virka daga setjum við inn æfingu dagsins á iðkendasíðu Taekwondodeildarinar á Facebook. Æfingarnar standa saman af upphitun, styrk, þol og teygjum. Iðkendur setja svo …

Skipulagt íþróttastarf fellur niður næstu daga

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar: „…að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram …

Valgeir Árni framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Valgeir Árni Svansson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu út tímabilið 2021. Valgeir er uppalinn hjá félaginu og leikið 26 keppnisleiki með Aftureldingu á síðustu þremur árum og skorað í þeim tvö mörk. Valgeir er á 22. aldursári og leikur í stöðu bakvarðar eða vængmanns. Hann lék 12 leiki með Aftureldingu í deild og bikar á síðustu leiktíð en missti …

Unnið að viðmiðum fyrir íþróttastarfið

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Stjórnvöld vinna hörðum höndum að leiðbeinandi viðmiðum um íþrótta- og æskulýðsstarf í skugga samkomubanns og tilheyrandi takmarkana sem í þeim felst. Forsvarsfólk ÍSÍ, UMFÍ og fleiri félagasamtaka fundaði um mótun viðmiðanna í gær með þeim Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Páli Magnússyni ráðuneytisstjóra, Óskari Þór Ármannssyni, sérfræðingi og starfsfólki ráðuneytisins. Íþróttahreyfingin leggst á eitt við að koma vangaveltum og …

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Kæru félagar, Í ljósi aðstæðna sem eru komnar upp í samfélaginu okkar, neyðumst við til að fresta fyrirhuguðri opinni drengja æfingu sem sem átti að fara fram 4. apríl í Aftureldingu.

Aðalfundum Aftureldingar frestað

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalstjórn Afturelding hefur ákveðið að fresta öllum aðalfundum deilda félagsins á meðan samkomubann ríkir á Íslandi í kjölfar COVID-19. Þær deildir sem eiga eftir að halda sína aðalfundi munu gera það á tímabilinu 15. -29. apríl næstkomandi ef aðstæður leyfa. Nýr fundartími aðalfunda verður kynntur síðar. Aðalfundur Aftureldingar, sem átti að fara fram 16. apríl er frestað til 30. apríl …

Upplýsingar frá UMFÍ vegna samkomubanns

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Áhrif samkomubanns á íþrótta- og æskulýðsstarf Stjórnvöld virkju í dag heimildir sóttvarnarlaga til að takmarka samkomur á Íslandi. Í þeim felst sú fordæmalausa aðgerð að takmarkanir eru settar á allar skipulagðar samkomur vegna farsóttar, þ.e. samkomubann sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld til næstu fjögurra vikna. Um tvenns konar bann er að ræða. Annars vegar samkomubann sem gildir frá …