Þrjú gull á Grand Prix móti

Karatedeild AftureldingarKarate

Þriðja og síðasta Grand Prix mótið var haldið 9. nóvember, en samanlagður árangur mótanna þriggja ákvarðar bikarmeistara greinarinnar í unglingaflokki. Fjórir keppendur frá Aftureldingu tóku þátt, Dóra Þórarinsdóttir í kata 12 ára, Oddný Þórarinsdóttir í kata 14-15 ára, Þorgeir Björgvinsson í kata 14-15 ára og Þórður Jökull Henrysson í kata 16-17 ára. Dóra, Oddný og Þórður  unnu öll sína flokka …

Íslandsmeistari í kumite 14-15 ára pilta

Karatedeild AftureldingarKarate

Þorgeir Björgvinsson varð Íslandsmeistari í -63 kg flokki 14-15 ára pilta á íslandsmeistaramóti unglinga í kumite þann 12. október. Að þessu sinni voru aðeins tveir keppendur frá Aftureldingu, þeir Þorgeir og Hugi Tór Haraldsson og kepptu þeir í sama aldurs- og þyngdarflokki. Báðir unnu þeir allar viðureignir sínar nokkuð örugglega og því mættust þeir í úrslitum þar sem Þorgeir vann með …

Íslandsmeistari í kumite

Karatedeild AftureldingarKarate

Telma Rut Frímannsdóttir varð íslandsmeistari í flokki +61 kg og lenti í 3. sæti í opnum flokki á íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite þann 12. október. Glæsilegur árangur hjá þessari mögnuðu íþróttakonu. Þetta var 20. titill Telmu frá því hóf að keppa í karate. Karatedeildin gæti ekki verið stoltari af henni!  

Liverpool skólinn haldinn tíunda árið í röð 2020

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi 2020. Knattspyrnuskóli Liverpool verður á Íslandi í sumar, tíunda árið í röð, og eins og síðustu ár í samstarfi við Þór á Akureyri. Haldin verða tvö námskeið. Fyrra námskeiðið verður á Hamri á Akureyri dagana 6. – 8. júní (laugardagur til mánudags) og hið síðara á …

Gott gengi Aftureldingar á Eyjablikkmóti 5. flokks

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Eyjablikksmótið í umsjón ÍBV var haldið í Vestmannaeyjum 1.-3. nóvember. Afturelding átti þrjú eldra árs lið á mótinu, tvö drengjalið og eitt stúlknalið skipuð 25 iðkendum, sem öll stóðu sig mjög vel. Afturelding 1 sigraði í 1. deild með fullt hús stiga. Afturelding 2 varð í öðru sæti í 3. deild B og stúlknaliðið hafnaði einnig í öðru sæti í …

Aftuelding fær Álftanes í heimsókn í Mizunodeild kvenna

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar í Mizunodeild kvenna fá lið Álftaness í heimsókn að Varmá í kvöld, miðvikudag og hefst leikurinn kl 19:00  Okkar stúlkur eru ósigraðar hingað til og stefna hátt í vetur. Strax að leik loknum þá hefst leikur í 1.deild kvenna þegar Afturelding tekur á móti Þrótti R B

Blakveisla um helgina að Varmá

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Bæði karla-og kvennaliðin okkar taka á móti Þrótti Nes um helgina. Karlaliðið spilar sinn fyrsta heimaleik á laugardaginn kl 13:15 og stelpurnar fylgja á eftir og spila kl 15:15. Á sunnudaginn spila karlaliðin aftur og hefst sá leikur kl 13:00 Sjáum vonandi stúkuna rauða en bein útsending verður frá öllum leikjunum.

U19 landslið Íslands á NEVZA

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Fulltrúar Aftureldingar í U19 ára landsliði Íslands sem taka þátt í NEVZA (Norður Evrópumót) í blaki sem fram fer þessa dagana í Finnlandi  eru: Sigvaldi Örn Óskarsson, Daníela Grétarsdóttir, Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Hilmir Berg Halldórsson og Birta Rós Þrastardóttir. Bæði stúlkna og drengjaliðin spila um 5-7 sætið á mótinu.  

Smámót UMFA og ÍA í Lágafellslaug

Sunddeild AftureldingarSund

Þriðjudaginn 22. október, s.l. fór fram fyrsta smámót sunddeilda UMFA og ÍA í Lágafellslaug. Mótið var ætlað 10 ára og yngri og hugsað fyrir byrjendur sem eru að taka sín fyrstu sundtök í íþróttinni. Það var margt um manninn í lauginni en 45 keppendur voru skráðir til leiks að þessu sinni. Keppt var í skrið- og bringusundi og syntu krakkarnir …

Fjölnota knatthús vígt að Varmá þann 9. nóvember

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Frjálsar, Knattspyrna

Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 14 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. Boðið verður upp á knattspyrnu- …