Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 25. janúar næstkomandi í íþróttahúsinu að Varmá. Í ár verður hægt að kaupa miða í forsölu á dansleikinn sem hefst kl. 23.30. Miðaverð í forsölu: 2.500 kr. Miðaverð við hurð: 3.000 kr. Forsölu á dansleikinn lýkur á miðnætti föstudaginn 24. janúar. Keyptu miða í forsölu hér! Miðasala á Þorrablótið í heild sinni hefst föstudaginn 17. …
Skráning á vorönn
Skráning iðkenda á vorönn hjá Aftureldingu er í fullum gangi. Hægt er að skrá iðkendur í hinar ýmsu íþróttagreinar hjá Aftureldingu rafrænt í gegnum afturelding.felog.is. Hægt er að skoða tímatöflu hjá öllum deildum á heimasíðu Aftureldingar. Við hvetjum forráðamenn sem að skrá iðkendur sem allra fyrst. Við minnum á að hægt er að nýta frístundaávísun frá Mosfellsbæ til að niðurgreiða …
Ísak Atli gengur til liðs við Aftureldingu
Afturelding hefur samið við varnarmanninn Ísak Atla Kristjánsson sem gengur til liðs við Aftureldingu úr uppeldisfélagi sínu Fjölni. Ísak er tvítugur að aldri og getur bæði leyst stöðu miðvarðar og bakvarðar. Ísak hefur þrátt fyrir ungan aldur góða reynslu úr Inkasso-deildinni og á að baki 33 leiki í deild og bikar. Hann var á láni hjá Leikni R. tímabilið 2017 …
Taekwondo – æfingar fyrir alla
Taekwondo – æfingar fyrir alla Agi Sjálfstraust Sjálfsvörn Þrek Liðleiki Samhæfing Góður félagsskapur Frábærir þjálfarar Æfingar á vorönn byrja 8. janúar, sjá stundatöflu hér. Hægt að prófa æfingar frítt í tvær vikur
Dansfimleikaþjálfari óskast
Fimleikadeild Aftureldingar óskar eftir þjálfara til að hefja störf sem fyrst. Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi til að þjálfa dans fyrir stúlkur í 4. og 5. flokki (fædd 2009 og 2010). Viðkomandi þarf að hafa ástríðu fyrir fimleikum og ánægju af því að vinna með börnum og ungu fólki. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá eða fyrirspurnir á fimleikar@afturelding.is. Nánari …
Thelma Dögg með 50 landsleiki og silfurmerki BLI á NOVOTEL CUP
Um helgina fór fram NOVOTEL CUP mótið í Luxembor og sendi Ísland bæði karla- og kvennaliðin sín á mótið. Bæði liðin náðu bronsverðlaunum á mótinu. Thelma Dögg Grétarsdóttir fékk afhent silfurmerki Blaksambands Íslands þar sem hún spilaði sinn 50.leik fyrir Íslands hönd á mótinu. Níu nýliðar spiluðu sinn fyrsta A landsleik og fengu þau öll afhent bronsmerki sambandsins. Af þeim …
Nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar
Selma Birna Úlfarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri fimleikadeildar Aftureldingar. Hún hefur starfað í tæp 20 ár sem þjálfari og unnið að ýmsu tengdu þjálfun, kennslu og stjórnun. Hún hefur lokið BSc í íþróttafræði og er í MBA námi (master í viðskiptum og stjórnun) við Háskólann í Reykjavík „Það er mér mikill heiður að koma aftur til starfa hjá Fimleikadeild …
Logi Már semur við Aftureldingu
Logi Már Magnússon hefur gert sinn fyrsta meistaraflokks samning og semur við Aftureldingu til næstu tveggja ára. Logi er 19 ára gamall og var á dögunum formlega tekinn inn í leikmannahóp meistaraflokksins. Logi er efnilegur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á miðjunni. Hann lék með 2. flokk félagsins síðasta sumar og lék einnig 13 leiki með Hvíta …
Anna María er Vinnuþjarkur Aftureldingar 2019
Á uppskeruhátíð Aftureldingar þann 27. desember sl. voru ýmis verðlaun veitt til íþróttafólks en einnig til sjálfboðaliða. Meðal verðlauna sem veitt voru að þessu sinni voru verðlaunin Vinnuþjarkur ársins 2019 og hlut Anna María Þórðardóttir þau verðlaun að þessu sinni. Anna María hefur starfað mikið fyrir karatedeildina og er alltaf boðin og búin að taka þátt í starfi deildarinnar. Hún …
Umsóknarfrestur í afreks- og styrktarsjóð rennur út 5. janúar
Umsóknarfrestur í afreks- og styrktarsjóð Aftureldingar rennur út þann 5. janúar næstkomandi. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar ári og að þessu sinni er úthlutað vegna verkefna sem fram fara á tímabilinu 1. júlí 2019 til 31. desember 2019. Tilgangur sjóðsins er að styðja við afreksíþróttafólk í félaginu auk þess að styrkja þjálfara til endurmenntunar. Úthlutunarupphæð hvert ár byggir á samstarfssamningi …