Hvað er betra en að tilheyra góðum hóp eins og Aftureldingu, vera uppalinn í félaginu, vera fyrirmynd fyrir yngri iðkendur og finna það alls staðar í samfélaginu þegar vel gengur. Ég hitti nokkra menn mér fróðari í þessum málum á fótboltavellinum á dögunum og við fórum að ræða saman um það af hverju ungu leikmennirnir okkar yfirgefa okkur eins og …
Ingvar nýr þjálfari í Hjóladeild Aftureldingar
Hjóladeild Aftureldingar hefur náð samkomulagi við Ingvar Ómarsson sem mun ganga liðs við deildina. Ingvar mun hann sjá um þjálfum á okkar fólki á næsta ári og mun hann hefja störf eftir áramót. Tímasetningar á æfingum munu liggja fyrir von bráðar en stefnt er að einni inni æfingu í WC á viku og æfinga program með fleiri æfingum, fyrir þá …
Grand Prix meistarar
Um helgina fór fram uppskeruhátíð Karatesambands Íslands þar sem verðlaunahafar í samanlagðri Grand Prix mótaröðinni eru verðlaunaðir. Grand Prix mótin eru þrjú yfir árið, og er keppt í aldursflokkum í kata og kumite. Gefin eru 10 stig fyrir 1. sæti, 8 stig fyrir 2. sæti og 6 stig fyrir 3. sæti. Landsliðsfólkið okkar, Oddný og Þórður gerðu sér lítið fyrir …
Elfa Sif og Kristín Gyða semja við Aftureldingu
Þær Kristín Gyða Davíðsdóttir og Elfa Sif Hlynsdóttir skrifuðu á dögunum undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk kvenna til loka árs 2021. Kristín Gyða er fædd árið 2003 og kom við sögu í tveimur leikjum í Inkasso deild kvenna síðastliðið sumar, þá hefur hún verið í æfinga- og leikmannahóp félagsins frá byrjun þessa árs. Elfa Sif er fædd árið 2004 …
Ósigraðar í 1.deild kvenna
Blaksamband Íslands ákvað að þau félög sem væru með lið í úrvalsdeildum væri heimilt að senda B lið til keppni í 1.deildum karla og kvenna, Þau lið eru því skipuð ungum leikmönnum sem ekki eru að spila alla leiki í úrvalsdeildum sinna félaga og hugsunin að þau fái þarna leikreynslu. Afturelding er með B-lið bæði í 1.deild karla og kvenna …
Þrír leikir og þrír sigrar hjá Blakdeildinni
Þrjú Aftureldingarlið áttu leik á miðvikudagskvöldið. Afturelding B í 1.deild karla fékk topplið deildarinnar , HK B í heimsók og unnu þá sannfærandi 3-0 að Varmá. Strax á eftir spilaði Afturelding X í 1.deild kvenna við Álftanes 2 og þar urðu úrslitin þau sömu. Sannfærandi 3-0 sigur. Í Mizunodeild kvenna spilaði Afturelding við Þrótt Reykjavík í Laugardalshöll og unnu þær …
Glæsilegur árangur á Haustmóti
Síðast liðnar tvær helgar fór fram Haustmót í Teamgym og stóðu liðin sig frábærlega! Lið frá Aftureldingu eru í sætum meðal bestu liðanna á landinu og erum við gríðarlega stolt af iðkendum og þjálfurum og óskum þeim innilega til hamingju. Við sendum frá okkur 5 lið 4 Flokk 1 3 Flokk 1 og 2 2 Flokk KK yngri, Í …
Þóra María frá keppni út tímabilið vegna meiðsla
Þóra María Sigurjónsdóttir, lykilmaður í meistaraflokksliði Aftureldingar í handbolta, mun ekki leika meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla. Þóra María sleit krossband í vinstra hné á æfingu fyrir skömmu. Þóra er 18 ára gömul og hefur leikið alla leiki Aftureldingar á tímabilinu í stöðu leikstjórnenda eða vinstri skyttu. Hún hafði skorað 34 mörk og gefið 11 stoðsendingar í deildinni. …
Silfurleikar ÍR 2019
Silfurleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 23. Nóvember s.l. í 24. sinn. Þetta er eitt stærsta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem haldið er ár hvert. Mótið fór fram í Laugardalshöll. Mótið er haldið í minningu afreks Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum árið 1956 en hann varð annar og hlaut þar með silfurverðlaun. Afturelding átti 10 keppendur þetta árið og stóðu …
Gísli Martin til liðs við Aftureldingu
Bakvörðurinn Gísli Martin Sigurðsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Aftureldingu. Gísli er 21 árs og er uppalinn hjá Breiðablik. Hann lék með Njarðvík í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og ÍR tímabilið 2018. Gísli Martin er kraftmikill bakvörður, sókndjarfur með mikla hlaupagetu og mun passa vel inn í leikmannahóp Aftureldingar. Gísli lék í æfingaleik með Aftureldingu sl. föstudag …