Blakveisla um helgina að Varmá

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Bæði karla-og kvennaliðin okkar taka á móti Þrótti Nes um helgina. Karlaliðið spilar sinn fyrsta heimaleik á laugardaginn kl 13:15 og stelpurnar fylgja á eftir og spila kl 15:15. Á sunnudaginn spila karlaliðin aftur og hefst sá leikur kl 13:00 Sjáum vonandi stúkuna rauða en bein útsending verður frá öllum leikjunum.

U19 landslið Íslands á NEVZA

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Fulltrúar Aftureldingar í U19 ára landsliði Íslands sem taka þátt í NEVZA (Norður Evrópumót) í blaki sem fram fer þessa dagana í Finnlandi  eru: Sigvaldi Örn Óskarsson, Daníela Grétarsdóttir, Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Hilmir Berg Halldórsson og Birta Rós Þrastardóttir. Bæði stúlkna og drengjaliðin spila um 5-7 sætið á mótinu.  

Smámót UMFA og ÍA í Lágafellslaug

Sunddeild AftureldingarSund

Þriðjudaginn 22. október, s.l. fór fram fyrsta smámót sunddeilda UMFA og ÍA í Lágafellslaug. Mótið var ætlað 10 ára og yngri og hugsað fyrir byrjendur sem eru að taka sín fyrstu sundtök í íþróttinni. Það var margt um manninn í lauginni en 45 keppendur voru skráðir til leiks að þessu sinni. Keppt var í skrið- og bringusundi og syntu krakkarnir …

Fjölnota knatthús vígt að Varmá þann 9. nóvember

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Frjálsar, Knattspyrna

Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 14 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. Boðið verður upp á knattspyrnu- …

Sex úr Aftureldingu í Hæfileikamótun HSÍ

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram um helgina í TM-höllinni í Garðabæ. Þar æfðu strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn nýráðinna þjálfara, en það eru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir. Hæfileikamótunin er mikilvæg bæði HSÍ og krökkunum sem þar æfa en þarna fá þau að kynnast umhverfi yngri landsliðanna. Þá hélt Bjarni Fritzson fyrirlestur fyrir …

Tvöfaldir Íslandsmeistarar í Taekwondo

TaekwondoTaekwondo

Helgina 19-20 október var haldið Íslandsmót í Taekwondo og fór Taekwondodeild Aftureldingar með sigur að hólmi og hlaut því tvöfaldan Íslandsmeistartitil. Á laugardeginum fór fram Íslandsmót í Poomsae (formum/tækni) og á sunnudeginum Íslandsmót í Kyorugi (bardaga). Á Íslandsmóti taka þátt iðkendur sem verða 12 ára á árinu og eldri. Þetta er frábær árangur og sýnir hvað þetta góða starf deildarinar …

Valdís og Sigvaldi í U17 landslið BLÍ

Blakdeild AftureldingarBlak, Óflokkað

Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar spiluðu með  U-17 landsliðum Íslands í blaki nú í vikunni. Liðin tóku þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2019 og var haldið í Ikast í Danmörku.  Strákarnir lentu í 4 sæti á mótinu og stelpurnar í 5. sæti. Þjálfarar U17 landsliðs kvenna eru Borja Vicente þjálfari mfl kvk hjá …

Arnar lætur af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Arnar Hallsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Arnar tók við liðinu haustið 2017 og stýrði liðinu í tvö tímabili. Á fyrsta tímabili stýrði Arnar Aftureldingu til sigurs í 2. deild karla. Í ár hafnaði Afturelding í 8. sæti í Inkasso-deildinni með 23 stig. Afturelding vill koma á framfæri þökkum til Arnars fyrir sín …

Brons á Heimsmeistaramóti

TaekwondoTaekwondo

Þann 11. október 2019 keppti María Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Heimsmeistaramóti í strandformum Poomsae (World Taekwondo Beach Championships 2019) sem fram fór í Egyptalandi. Hún fékk bronsverðlaun sem er ótrúlega flottur árangur. María keppti í flokki eldri en 30 ára og er þetta í fyrsta skipti sem íslendingar komast á pall í þeim flokki. Við óskum Maríu innilega til hamingju með …

Starfsdagur Aftureldingar fer fram í dag

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Árlegur starfsdagur þjálfara Aftureldingar verður haldinn í Lágafellskóla þann 10. október. Athugið að allar æfingar eftir 18.00 falla niður og við gerum ráð fyrir því að allir þjálfarar mæti. Stjórnarfólk og áhugafólk um íþróttir er velkomið líka! Eins og undanfarin ár þá komum við öll saman, hlustum á fyrirlestra, fræðslu og skemmtun í eina kvöldstund. Starfsdagurinn hefst kl 18.00-21.00 vinsamlegast …