Oddný Þórarinsdóttir bættist í hóp svartbeltara hjá karatedeild Aftureldingar 22. júní 2019 þegar hún lauk 7,5 klst. langri gráðun hjá sensei Steven Morris. Á myndinni hér að ofan má sjá Oddnýju með sensei Steven Morris að lokinni shodan ho gráðun.
Einn Íslandsmeistaratitill í frjálsum 15-22 ára
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossi helgina 15.-16. júní s.l. í frábæru veðri. Afturelding átti 6 keppendur á mótinu sem voru félaginu til sóma. Keppendur Aftureldingar lönduðu tveimur verðlaunum, þar af einum Íslandsmeistaratitli. Guðmundur Auðunn Teitsson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi pilta 16-17 ára með kast upp á 12,99 metra. Elsa Björg Pálsdóttir varð í …
Álafosshlaupið 2019 – úrlist
Álafosshlaupið fór fram í gær 12. júní að venju að þessu sinni í fábæru veðri þó einhverjir hafi fengið smá mótvind í fangið hluta leiðarinnar. Fyrir aðra var það kærkomin kæling í hitanum. Brautin er krefjandi á köflum og ekki fljótfarnasta 10 km leið sem hægt er að finna. Meðal annars er hlaupið um skógarstiga, reiðvegi, malarvegi og fleira og …
Liverpool skólinn vekur alltaf athygli
Þetta skemmtilega myndbrot er frá árinu 2011 þegar Liverpool skólinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Rætt er við káta krakka um upplifunina sem var að þeirra sögn frábær. Í dag starfa og spila þessi kátu krakkar öll með Aftureldingu. Ingólfur er markmannsþjálfari hjá okkur, Tómas Helgi er leikmaður 3. flokks og Hafrún Rakel er leikmaður meistaraflokks, hún hefur einnig …
Sumartafla yngri flokkana
Við minnum foreldra á að hver flokkur er með Facebook síðu sem við hvetjum foreldra til að tengja sig við, þar koma fram allar upplýsingar og breytingar á æfingatímum.
Álafosshlaupið
Miðvikudaginn 12. júní n.k. verður hið árlega Álafosshlaup. Skráning er hafin á www.hlaup.is Brautin í ár er lítillega breytt frá fyrri árum. Við byrjum við íþróttavöllinn við Varmá og endum þar líka. Mosfellsbær býður öllum þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Mosfellsbakarí er aðalstyrktaraðili hlaupsins í ár og við færum þeim kærar þakkir fyrir. Nánari upplýsingar og skráning er á …
Sumarönn 2019
Sumarönn fimleikadeildarinnar er frá 11.júní – 22.ágúst lokað 8.júlí – 5.ágúst Skráning í fullum gangi inná afturelding.felog.is Sumarnámskeið Námskeiðin eru fyrir 6-10 ára eða börn fædd 2009-2012, í viku 5,6 og 7 fyrir börn fædd 2009-2013. Í boði er að vera frá 9-16 eða frá 13-16 9:00-12:00 Sumarnámskeið (leikir og útivera) 12:00-13:00 hádeigishlé – börnin mæta með sitt nesti 13:00 – …
Oddný vann gull á Gladsaxe Cup
Sunnudaginn 26. maí fór fram opna bikarmótið Gladsaxe Cup í Danmörku. Landslið Íslands sendi sex keppendur en að þessu sinni náði Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu frábærum árangri en hún sigraði cadett flokk stúlkna 14-15 ára auk þess sem hún fékk brons opnum flokki kvenna 14 ára og eldri. Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu keppti í junior flokki 16-17 ára pilta …
Þórður með gull á Gothenburg Open
Laugardaginn 25. maí fór fram opna bikarmótið Gothenburg Open í Svíþjóð. Landslið Íslands sendi sex keppendur en að þessu sinni náði Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu bestum árangri en hann sigraði junior flokk unglinga 16-17 ára pilta auk þess sem hann lenti í þriðja sæti í fullorðinsflokki karla. Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu keppti í cadett flokki 14-15 ára stúlkna og …
Íris og Þóra María semja við Aftureldingu
Íris Kristín Smith og Þóra María Sigurjónsdóttir hafa framlengt samninga sína við Aftureldingu og munu leika með félaginu næstu tvö árin. Afturelding vann sér sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Grill66-deildina í vor. Þóra María hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki hjá Aftureldingu síðustu tímabil. Hún skoraði 116 mörk í 20 leikjum á …










