Byggingarfélagið Bakki og Ungmennfélagið Afturelding hafa gert með sér samnings sem kveður á um að Bakki verði aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta og knattspyrnu. Samningur þess efnis var undirritaður á þriðjudag þegar Afturelding mætti FH bikarleik að Varmá. Samningurinn markar tímamót en framvegis verða allar keppnistreyjur barna og unglinga í þessum íþróttagreinum eins. Iðkendur geta því notað sömu …
Leiðrétting á auglýsingu með Fréttablaðinu
Í dag barst auglýsing með fréttablaðinu frá sunddeild Aftureldingar. Á honum eru auglýst skriðsundsnámskeið fullorðinna á annari síðunni, en hinum megin sundskóli Aftureldingar. Við gerð auglýsingar urði smá mistök og kemur fram að skólinn sé kenndur á mánudögum kl. 16.15-16.45 og á fimmtudögum kl 17.15-17.45. En hið rétta er að skólinn er kenndur á mánudögum kl 16.15-16.45 og þriðjudögum kl …
Blakið að Varmá – glæsileg viðbót!
Frá því að blakdeild Aftureldingar tefldi fram liði í efstu deild á Íslandi hefur Afturelding ávallt verið í keppni um efstu sætin í úrvalsdeild kvenna. Í haust var ákveðið að spila á ungu og reynsluminna liði bæði í meistaraflokki karla og kvenna með aðstoð frá eldri og reyndari leikmönnum. Markmiðið var og er að spila á heimafólki. Kvennaliðið situr nú …
Hafrún með glæsimark gegn Írum
Hafrún Rakel Halldórsdóttir var á skotskónum í sigri U17 liði Íslands gegn Írum í Kórnum í dag. Lokatölur í leiknum urðu 5-2 fyrir Íslandi. Hafrún skoraði sannkallað glæsimark og má sjá markið hér að neðan. Þetta var annar leikur liðanna, en þau mættust einnig á mánudaginn og endaði sá leikur með 3-0 sigri Íslands. Auk Hafrúnar skoruðu þær Arna Eiríksdóttir, …
Ísak Snær gerir sinn fyrsta atvinnumannasamning
Ísak Snær Þorvaldsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við enska félagið Norwich. Ísak Snær er aðeins 17 ára gamall, en er þrátt fyrir það fastamaður í U23 liði Norwich. Ísak var einn átta leikmanna sem samdi við Norwich, en tilkynningu félagsins má sjá með því að smella hér. Ísak var áður á mála hjá Aftureldingu en hann hefur leikið …
Afturelding vann til silfurverðlauna í deildakeppni BSÍ
Dagana 15.-17. febrúar síðastliðin fór fram Deildakeppni BSÍ sem haldin var í TBR húsinu. Fjögur félög sendu 17 lið til keppni og keppt var í þremur deildum. Afturelding mætti á svæðið með stórglæsilegt lið og náði öðru sæti í B-deild. Það er deginum ljósara að Afturelding mun eiga bjarta framtíð á badminton vellinum á komindi árum. Lið Aftureldingu skipuðu: Alexander …
Hafrún lék allan leikinn í sigri Íslands
Hafrún Rakel Halldórsdóttir lék allan leikinn með U17 ára landsliðs Íslands sem hafði betur gegn Írlandi, 3-0, í æfingaleik í Fífunni í kvöld. Liðin eigast við tvisvar á nokkrum dögum en staðan var markalaus í hálfleik í dag. Í þeim síðari skoraði íslenska liðið þrjú mörk en Andrea Marý Sigurjónsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir gerðu mörkin. Lokatölur því …
Afturelding hafði betur gegn KA
Nýkrýndir deildarmeistarar KA fengu lið Aftureldingar í heimsókn í Mizunodeild karla í dag. KA tryggði sér deildarmeistaratitilinn fyrir stuttu en liðið hefur haft mikla yfirburði það sem af er tímabili. Miklar sveiflur hafa hins vegar einkennt leik Aftureldingar en þeir hafa átt nokkra frábæra leiki í ár. Það var því von á hörkuleik fyrir norðan. Sigþór Helgason hvíldi í liði …
Afturelding mætir FH í bikarnum á þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag, 19. febrúar, verður sannkallaður risaleikur þegar FH kemur í heimsókn í Coca Cola Bikar karla. Með sigri fara strákarnir okkar í undanúrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll! Einu skrefi nær bikarnum sem þeir ætla sækja heim. Síðast þegar þessi lið mættust skildu þau jöfn 25-25 í hörkuleik en liðin sitja hlið við hlið í Olís deildinni í 4. og 5. …
Afturelding hóf Lengjubikarinn á sigri
Karlalið Aftureldingar í knattspyrnu hafði betur gegn Fram í Lengjubikarnum í gærkvöld. Lokatölur urðu 1-3 fyrir Aftureldingu en leikið var í Safamýri. Mosfellingar yfir með marki frá Andra Frey Jónassyni í fyrri hálfleik. Jökull Steinn Ólason jafnaði fyrir leikhlé og staðan 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Gestirnir úr Mosfellsbæ nýttu færin sín í síðari hálfleik og tryggðu mörk frá Ragnari Má …