Starfsdagur Aftureldingar fer fram annað árið í röð þann 11. október næstkomandi í Hlégarði. Markmiðið með starfsdeginum er kalla saman alla þá einstaklinga sem koma að starfi Aftureldingar með einum eða öðrum hætti og hlýða á áhugaverða fyrirlestra geta eflt starf og gæði þjálfunar hjá félaginu. Skyldumæting er fyrir alla þjálfara félagsins á starfsdag félagsins sem er hluti af endurmenntun …
Vilt þú stýra AftureldingTV?
Ungmennafélagið Afturelding leitar af sjálfsboðaliðum til að vinna í kringum AftureldingTV sem mun sýna frá leikjum félagsins í meistaraflokkum í blaki, handbolta og knattspyrnu. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum til að leiða stofnun á AftureldingTV með það að markmiði að festa í sessi útsendingar frá leikjum og viðburðum hjá félaginu. Mikil tækifæri er fyrir félagið í stofnun á AftureldingTV og …
Ásdís nýr fjármálafulltrúi Aftureldingar
Í vikunni bætist við nýr og öflugur liðsauki í starfslið Aftureldingar. Ásdís Jónsdóttir hóf þann 1. október störf sem fjármálafulltrúi Aftureldingar. Ásdís mun sjá um fjármálavinnu fyrir hönd Aftureldingar í hlutastarfi og efla gæði þeirrar vinnu. Ásdís er viðskiptafræðingur að mennt og hefur á starfsferli sínum m.a. unnið hjá slitastjórn Landsbankans og Straumi fjárfestingafélagi. Hún hefur undanfarin tvö ár verið …
Júlíus endurnýjar samning sinn við Aftureldingu
Júlíus Ármann Júlíusson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Aftureldingar. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 og mun áfram starfa sem þjálfari meistaraflokks Aftureldingar/Fram auk þess að þjálfa 3. flokk félagsins í karlaflokki. Undir stjórn Júlíusar fagnaði Afturelding/Fram sigri í 2. deild kvenna árið 2017 og hafnaði liðið í 7. sæti á nýliðnu keppnistímabili …
Thelma Dögg færir sig til Slóvakíu
Landsliðskonan okkar, Thelma Dögg Grétarsdóttir skrifaði í dag undir samning við slóvakíska liðið Zdruzenie sportovych klubov Univerzity Konstantina Filozofa Nitra (VK Nitra). Á síðasta tímabili lék Thelma með VBC Galina í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Thelma var sjöundi stigahæsti leikmaðurinn í deildinni. VK Nitra leikur í slóvakísku úrvalsdeildinni og spiluðu þær fyrsta leikinn í deildinni á laugardaginn. Leikurinn tapaðist 3-0 gegn VTZ …
Afturelding leikur í JAKO næstu fjögur árin
Ungmennafélagið Afturelding og Namo ehf. hafa gert með sér samning til næstu fjögurra ára og mun Afturelding leika í fatnaði frá JAKO. Samningurinn tekur gildi í dag 1. október og gildir fram á mitt ár 2022. Afturelding hefur leikið í fatnaði frá Errea undanfarin átta ár. Í byrjun árs var leitað tilboða hjá búningaframleiðendum á Íslandi, félaginu bárust nokkur tilboð. …
Lokahóf Fotbolti.net
Knattspyrnudeild Aftureldingar uppskar heldur betur á lokahófi Fótbolta.net sem haldið var á föstudaginn. Stelpurnar okkar sem spiluðu í erfiðri Inkasso-deild í sumar áttu efnilegasta leikmann deildarinar, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. En einnig áttum var Janet Egyr valin í úrvalslið ársins. Þær Cecilía Rán, Inga Laufey, Eva Rut og Hafrún Rakel fengu allar atkvæði í úrvalsliðið. Aldeilis björt framtíð hjá okkar stelpum. …
Smáþjóðamót San Marinó
Þá hafa keppendur Aftureldingar lokið þátttöku á Smáþjóðamótinu í karate í San Marino með landsliði Íslands. Oddný keppti í kata cadet og lenti í þriðja sæti. Þórður Jökull keppti í hópkata fullorðinna en komst ekki áfram þar. Hann keppti einnig í kata junior og lenti í þriðja sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn! Sjá má úrslit mótsins …
Þrír úr Aftureldingu valdir í B-landsliðið
Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur valið B-landslið karla í handbolta sem kemur saman til æfinga dagana 27. til 29. september. Þrír leikmenn Aftureldingar voru valdir í liðið en það eru þeir Arnór Freyr Stefánsson, Birkir Benediktsson og Elvar Ásgeirsson.Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, mun stjórna æfingunum undir handleiðslu Guðmundar. Hópurinn er einungis skipaður leikmönnum úr Olísdeildinni. Leikmannahópinn má sjá hér: Arnór …
Afturelding deildarmeistari! – Leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð
Afturelding hafði betur gegn Hetti frá Egilsstöðum í lokaumferð 2. deildar karla. Úrslitin urðu 1-3 fyrir Aftureldingu en leikið var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Með sigrinum tryggði Afturelding sér deildarmeistaratitilinn og leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn í Hetti en Daníel Steinar Kjartansson kom Hetti yfir á 21. mínútu leiksins. Það var allt …