Badmintondeild Aftureldingar leitar eftir þjálfara fyrir yngsta hópinn

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Badmintondeild Aftureldingar auglýsir stöðu þjálfara fyrir U9 hóp, lausa til umsóknar. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn að vinna með 6-8 ára krökkum og kenna undirstöðuatriði í badminton. Um er að ræða 1 klst á fimmtudögum frá kl 17:00 – 18:00 og 1 klst á sunnudögum frá 10:30 – 11:30 Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, …

Lokaæfing badmintondeildar

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Miðvikudaginn 27. maí hélt badmintondeildin lokaæfingu með krökkunum og var stillt upp í innanfélagsmót sem endaði með pizzaveislu. Frábær endir á annars skrítnu tímabili.

Badmintondeild Aftureldingar með silfur í Deildakeppni BSÍ 2020

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Núna um síðustu helgi fór fram Deildakeppni Badmintonsambands Íslands en það var TBR sem hýsti viðburðinn. Um er að ræða Íslandsmeistarakeppni félagsliða í badminton. Afturelding stillti upp tveimur sameiginlegum liðum með Hamri í Hveragerði. Annað liðið tók þátt í A-deild keppninnar en hitt liðið tók þátt í B-deild. Bæði lið stóðu sig með ágætum en B-liðið endaði í 4. sæti …

Afturelding gerði gott mót í Þorlákshöfn

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Badmintondeild Aftureldingar tók þátt í Unglingamóti Þórs í Þorlákshöfn. Afturelding var með 5 fulltrúa á mótinu og unnu allir til verðlauna á mótinu.   Brent John Inso vann til gullverðlauna í einliðaleik í flokki U15-17 Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir vann til gullverðlauna í einliða í flokki U13-15 en það var Dagbjört Erla Baldursdóttir sem vann silfurverðlaunin. Þá vann Kird Lester Inso …

Tvö Gull og eitt Silfur á ÍA móti

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Um helgina tóku 11 iðkenndur frá Aftureldingu þátt á sterku móti upp á Akranesi. Mótið er hluti af mótaröð badmintonsambandins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Spilað var í U11, U13, U15, U17 og U19 í einliða, tvíliða og tvenda. Við áttum spilara í U11, U13 og U15 að þessu sinni og var spilað á laugardegi og sunnudegi frá morgni …

Meistaramót TBR 2020

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Meistaramót TBR 2020 fór fram helgina 11.- 1.2 janúar s.l. Afturelding var með 8 fulltrúa í keppninni sem kepptu í A og B flokki. Mótið var hið skemmtilegasta og endaði þannig að Aftureldingarfólkið Stefán Alfreð Stefánsson, Svanfríður Oddgeirsdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir unnu öll til verðlauna. Stefán vann tvöfalt en hann keppti með Hauki Þórðarsyni úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og unnu …

Aðalfundur badmintondeildar 20. mars

Ungmennafélagið Afturelding Badminton

Aðalfundur badmintondeildarinnar verður haldinn 20.mars kl 18.00. Fundurinn verður haldinn í vallarhúsinu. Dagskrá:  Hefðbundin aðalfundarstörf Kosning stjórnar Okkur vantar fólk til að vinna að hag deildarinnar og iðkenda hennar. Áhugasamir mega endilega hafa samband við stjórnarmeðlimi. Stjórn badmintondeildar Aftureldingar