Foreldrafundur badmintondeildar

Ungmennafélagið AftureldingBadminton

Foreldrafundur fyrir badmintonið verður kl 20 næsta þriðjudag (20. sept) í vallarhúsinu að Varmá. Þjálfarar og stjórnin kynna sig og farið verður yfir starfsemi vetrarins. Við hvetjum alla, bæði „nýja“ og „gamla“ foreldra til að mæta.

Opið fyri skráningar – Badminton

Ungmennafélagið AftureldingBadminton

Búið er að opna fyrir skráningu í badminton á haustönn inná https://www.sportabler.com/shop/afturelding/badminton, æfingar hefjast 1. sept. Krakkar sem eru að byrja að æfa fá spaða að gjöf þegar þau hafa skráð sig svo ekki er þörf á sérstökum búnaði til að vera með. Við hvetjum alla til að hlaða niður Sportabler appinu því þar verða stundatöflur, skráningar í mót, tilkynningar …

Badmintondeild AftureldingarBadminton

Afturelding gerði gott mót í Deildakeppni BSÍ

Badmintondeild AftureldingarBadminton

Badmintondeild Aftureldingar sendi 2 lið til leiks í Deildakeppni Badmintonsambands Íslands 2022. Keppnin í ár var óvenju hörð þar sem mjög öflugir spilarar voru að taka þátt í öllum deildum. Keppt var í úrvalsdeild, 1.deild og 2.deild. Í 1 og 2.deild var hver viðureign 8 leikir samtals en keppt var í 2x einliðaleik kk, 1x einliðaleik kvk. 2x tvíliðaleik kk, …

Meistaramót UMFA í Badminton

Badmintondeild AftureldingarBadminton

Helgina 23 og 24 Október hélt badmintondeild Aftureldingar sitt fyrsta meistaramót í badminton. Engu var til sparað og fékk deildin lánaðar badmintonmottur og súlur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar til að gera umgjörð mótsins eins og best getur orðið. Meistaramót UMFA gefur stig á fullorðinsmótaröð Badmintonsambands Íslands og því komu í Mosfellsbæinn flestir af bestu spilurum landsins og úr varð stórgott og …

Fyrsta Meistaramót Aftureldingar í Badminton

Badmintondeild AftureldingarBadminton

Helgina 23 og 24 október n.k. fer fram fyrsta Meistaramót Aftureldingar í badminton. Mótið gefur stig á styrkleikalista og er hluti af fullorðinsmótaröð Badmintonsambands Íslands. Afturelding tekur þátt í mótinu með sitt keppnisfólk í fullorðinsflokki. Uppröðun mótsins, tímasetningar og úrslit leikja má sjá hér: https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=9E32F78E-1393-4EC7-AE3B-6172AF7B5FBE

Frábær árangur á TBR opið

Badmintondeild AftureldingarBadminton

TBR Opið var haldið daga 9. – 10. október. 65 keppendur voru skráðir til leiks en 9 leikmenn frá Aftureldingu tóku þátt. Gaman að sjá árangurinn af stífum æfingum í haust skila sér á þessu móti. Arnar Freyr Bjarnason gull í tvíliða- og tvenndaleik í 2. deild Svanfríður Oddgeirsdóttir gull í tvíliða- og tvenndaleik í 2. deild Arndís Sævarsdóttir gull …

Badmintonþjálfarar eru komnir í Sportabler

Ungmennafélagið AftureldingBadminton

Nú er búið að setja allar helstu upplýsingar inn í Sportabler svo hvetjum ykkur til að kíkja þangað inn. Þar getið þið m.a. Skoðað tímasetningar æfinga – og fengið tilkynningu ef æfing fellur t.d. niður vegna veðurs Merkt við hvort ykkar barn mætir á æfingu (og sett skýringu ef það kemst ekki) Skoðað tímasetningar næstu badmintonmóta Skráð og borgað fyrir …