Karatedeild Aftureldingar vann til fjölda verðlauna á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í kata sem fram fór á Akranesi helgina 6. – 7. maí s.l. Þetta skilaði Aftureldingu 3. – 4. sæti í liðakeppni félaga á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Aftureldingar raðar sér á verðlaunapall með stærri félögum í liðakeppninni og óhætt að segja að karatedeildin er afar stolt af sínu keppnisfólki.
Bushido mót í Varmá
Þriðja Bushido mót vetrarins fór fram í Varmá laugardaginn 25. mars. Tugir keppenda mættu til leiks frá öllum helstu karatedeildum landsins. Keppt var í kata og kumite í þremur aldursflokkum frá 12 til 17 ára.
Aðalfundur karatedeildar 16. mars
Hér með er boðað til aðalfundar karatedeildar Aftureldingar þann 16. mars n.k. Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu kl. 19.30 og eru allir velkomnir á fundinn. Óskað er eftir liðsauka í stjórnina og hvetjum við félagsmenn til að gefa kost á sér í stjórn eða varastjórn. Nánari upplýsingar veitir Anna Olsen / karate@afturelding.is
Unglingamót í karate fellt niður 26.02. vegna ófærðar
Íslandsmeistaramót unglinga í kata sem fara átti fram í Austurbergi kl. 09.00 hefur verið fellt niður vegna ófærðar. Barnamótið fer fram á áður auglýstum tíma kl. 14.00. Keppendur eiga að vera mætti í síðasta lagi kl. 13.30.
Gull og brons á Bushido móti á Jaðarsbökkum Akranesi
Annað Bushido mót vetrarins fór fram í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum Akranesi laugardaginn 21. janúar. Skemmst er frá því að segja að Aftureldingarstrákarnir stóðu sig frábærlega. Máni Hákonarson fékk gull í kata og Þórður Henrýsson brons í kata. Matthías Eyfjörð tók einnig brons í kumite.
Thelma Rut kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar.
Fimmtudaginn 19. janúar var haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst var kjöri íþróttakarls- og konu Mosfellsbæjar. Við sama tilefni hlaut fjöldi íþróttafólks viðurkenningar fyrir góðan árangur á liðnu ári.
Karate: æfingar hefjast aftur 3. janúar
Þá er haustönn lokið og stóðu iðkendur sig með sóma í beltaprófum núna í desember. Margar strípur bættust við deildina og þó nokkrir fengu ný belti.
Opnunartími Sportbúðar Errea
Sportbúð Errea: Opnunartími 1.-23. desember kl. 10-18 alla virka daga Laugardaginn 10. des. kl. 11-14 Laugardaginn 17. des. kl. 11-14
Góður árangur á karatemótum á haustdögum. Íslandsmeistaramót í kumite fer fram í Fylkishúsinu laugardaginn 22. október.
Telma Rut Frímannsdóttir hefur unnið til verðlauna á tveimur mótum erlendis nú á haustdögum.
Æfingar hjá karatedeild í dymbilviku
Æfingar karatedeildar fara fram með venjubundnum hætti í dymbilviku, dagana 21. -23. mars. Æfingar hefjast að nýju eftir páska, þriðjudaginn 29. mars.