Nú er Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í Kata lokið með góðum árangri okkar þátttakenda. Í Kata 12 ára stúlkna var Oddný Þórarinsdóttir í 3. sæti. Í Kata 14 ára drengja urðu Matthías Eyfjörð og Máni Hákonarson í 3. sæti. Í hóp Kata 14-15 ára drengja urðu Matthías Eyfjörð, Máni Hákonarson og Þórður Henrysson í 2. sæti.
Í yngri hópum okkar urðu engin verðlaunasæti í þetta sinn, en vafalítið hefur komið mikið inn í reynslubankann. Krakkarnir stóðu sig öll með sóma og hegðun var til fyrirmyndar.