Ísak Snær Þorvaldsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við enska félagið Norwich. Ísak Snær er aðeins 17 ára gamall, en er þrátt fyrir það fastamaður í U23 liði Norwich. Ísak var einn átta leikmanna sem samdi við Norwich, en tilkynningu félagsins má sjá með því að smella hér. Ísak var áður á mála hjá Aftureldingu en hann hefur leikið …
Hafrún lék allan leikinn í sigri Íslands
Hafrún Rakel Halldórsdóttir lék allan leikinn með U17 ára landsliðs Íslands sem hafði betur gegn Írlandi, 3-0, í æfingaleik í Fífunni í kvöld. Liðin eigast við tvisvar á nokkrum dögum en staðan var markalaus í hálfleik í dag. Í þeim síðari skoraði íslenska liðið þrjú mörk en Andrea Marý Sigurjónsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir gerðu mörkin. Lokatölur því …
Afturelding hóf Lengjubikarinn á sigri
Karlalið Aftureldingar í knattspyrnu hafði betur gegn Fram í Lengjubikarnum í gærkvöld. Lokatölur urðu 1-3 fyrir Aftureldingu en leikið var í Safamýri. Mosfellingar yfir með marki frá Andra Frey Jónassyni í fyrri hálfleik. Jökull Steinn Ólason jafnaði fyrir leikhlé og staðan 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Gestirnir úr Mosfellsbæ nýttu færin sín í síðari hálfleik og tryggðu mörk frá Ragnari Má …
Georg og Kári Steinn til liðs við Aftureldingu
Georg Bjarnason og Kári Steinn Hlífarsson hafa gengið til liðs við Aftureldingu en þeir hafa báðir skrifað undir tveggja ára samninga hjá félaginu. Báðir leikmennirnir eru fæddir 1999 og voru því að ganga upp úr öðrum flokki síðastliðið haust. Georg kemur frá Víkingi R. en hann er fjölhæfur miðju og varnarmaður. Hann var í lykilhlutverki hjá öðrum flokki Víkings síðastliðið sumar. Kári Steinn …
Aðalfundi knattspyrnudeildar Aftureldingar frestað
Aðalfundi knattspyrnudeildar Aftureldingar sem halda átti í kvöld hefur verið frestað þar til síðar í febrúar. Fundurinn átti að fara fram í kvöld kl. 20.00 í Vallarhúsinu en ákveðið var að fresta fundinum. Ný tímasetning verður tilkynnt fljótlega. Áhugasamir sem vilja taka sæti í stjórn deildarinnar er bent á að hafa samband við knattspyrnudeildina með tölvupósti á netfangið fotbolti@afturelding.is eða …
Afturelding með stórsigur á Vestra
Afturelding og Vestri mættust í B-riðli Fótbolta.net mótsins í gær en leikið var í Reykjaneshöll. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á gervigrasinu í Mosfellsbæ en vegna mikillar snjókomu var leikurinn færður í Reykjaneshöll. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Kári Steinn Hlífarsson braut ísinn og kom Aftureldingu yfir þegar tæpar …
Aðalfundur knattspyrnudeildar 30. janúar
Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram 30. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf Framboðum til stjórnar skal skilað inn með tölvupósti á fotbolti@afturelding.is og skal skila framboðum eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund eða fyrir miðnætti 23. janúar. Félagar eru hvattir til að mæta, sem og allt áhugafólk um knattspyrnumál. Hér má sjá …
Hafrún valin í úrtaksæfingar fyrir U17
Jörundur Áki landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur valið Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur leikmann Aftureldingar til úrtaksæfingar dagana 18. – 20. janúar næstkomandi. Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar Hafrúnu Rakel góðs gengis.
Þrír fulltrúar Aftureldingar í U17 karla
Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U17 karla hefur valið hóp sem tekur þátt í Development Cup sem fer fram í Minsk, 19. – 28. janúar og þar eru þrír fulltrúar frá Aftureldingu. Arnór Gauti Gautason Eyþór Aron Wöhler Róbert Orri Þorkelsson Knattspyrnudeildin óskar strákunum til hamingju og góðs gengis
Anton og Axel valdir í A-landsliðið
Erik Hamren landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn fyrir janúarverkefnið, vináttulandsleiki í Katar. Leikið verður gegn Svíþjóð 11. janúar og gegn Kúveit 15. janúar. Afar ánægjulegt er fyrir Aftureldingu að sjá nöfn þeirra Antons Ara Einarssonar og Axels Óskars Andréssonar í hópnum en báðir ólust upp hjá félaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel er valinn í A-landsliðshópinn. Hann er á …