Georg og Kári Steinn til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Georg Bjarnason og Kári Steinn Hlífarsson hafa gengið til liðs við Aftureldingu en þeir hafa báðir skrifað undir tveggja ára samninga hjá félaginu. Báðir leikmennirnir eru fæddir 1999 og voru því að ganga upp úr öðrum flokki síðastliðið haust. Georg kemur frá Víkingi R. en hann er fjölhæfur miðju og varnarmaður. Hann var í lykilhlutverki hjá öðrum flokki Víkings síðastliðið sumar. Kári Steinn …

Aðalfundi knattspyrnudeildar Aftureldingar frestað

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aðalfundi knattspyrnudeildar Aftureldingar sem halda átti í kvöld hefur verið frestað þar til síðar í febrúar. Fundurinn átti að fara fram í kvöld kl. 20.00 í Vallarhúsinu en ákveðið var að fresta fundinum. Ný tímasetning verður tilkynnt fljótlega. Áhugasamir sem vilja taka sæti í stjórn deildarinnar er bent á að hafa samband við knattspyrnudeildina með tölvupósti á netfangið fotbolti@afturelding.is eða …

Afturelding með stórsigur á Vestra

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding og Vestri mættust í B-riðli Fótbolta.net mótsins í gær en leikið var í Reykjaneshöll.  Upphaflega átti leikurinn að fara fram á gervigrasinu í Mosfellsbæ en vegna mikillar snjókomu var leikurinn færður í Reykjaneshöll. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Kári Steinn Hlífarsson braut ísinn og kom Aftureldingu yfir þegar tæpar …

Aðalfundur knattspyrnudeildar 30. janúar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram 30. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf Framboðum til stjórnar skal skilað inn með tölvupósti á fotbolti@afturelding.is og skal skila framboðum eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund eða fyrir miðnætti 23. janúar. Félagar eru hvattir til að mæta, sem og allt áhugafólk um knattspyrnumál. Hér má sjá …

Hafrún valin í úrtaksæfingar fyrir U17

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Jörundur Áki landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur valið Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur leikmann Aftureldingar til úrtaksæfingar dagana 18. – 20. janúar næstkomandi. Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar Hafrúnu Rakel góðs gengis.

Þrír fulltrúar Aftureldingar í U17 karla 

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U17 karla hefur valið hóp sem tekur þátt í Development Cup sem fer fram í Minsk, 19. – 28. janúar og þar eru þrír fulltrúar frá Aftureldingu. Arnór Gauti Gautason Eyþór Aron Wöhler Róbert Orri Þorkelsson Knattspyrnudeildin óskar strákunum til hamingju og góðs gengis

Anton og Axel valdir í A-landsliðið

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Erik Hamren landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn fyrir janúarverkefnið, vináttulandsleiki í Katar. Leikið verður gegn Svíþjóð 11. janúar og gegn Kúveit 15. janúar. Afar ánægjulegt er fyrir Aftureldingu að sjá nöfn þeirra Antons Ara Einarssonar og Axels Óskars Andréssonar í hópnum en báðir ólust upp hjá félaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel er valinn í A-landsliðshópinn. Hann er á …

Ásgeir Örn og Sigfús til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Í vikunni skrifuðu tveir nýir leikmenn undir samning hjá Aftureldingu. Um er að ræða þá Ásgeir Örn Arnþórsson og Sigfús Kjalar Árnason. Ásgeir Örn er uppalinn í Árbænum og er þaulreyndur leikmaður sem mun líklega styrkja liðið mikið því hann á að baki níu tímabil með Fylki í Pepsi-deildinni. Ásgeir hefur lengst af á ferlinum spilað í bakverði en hann …

Penninn á lofti hjá meistaraflokki kvenna

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Penninn á lofti hjá okkur þessa dagana, Elín Ósk og Kolfinna ganga til liðs við félagið, Anna Pálína og Ólína Sif semja! Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir kemur til Aftureldingar/Fram frá Vestra á Ísafirði, Kolfinna sem er fædd árið 1998 á að baki 31 leik með uppeldisfélagi sínu Vestra, þá var Kolfinna reglulega í úrtaki fyrir landsliðæfingar yngri landsliða kvenna fyrir …

Afturelding/Fram semur við þrjá lykilleikmenn

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding/Fram hefur samið við þrjá af lykilleikmönnum félagsins þær Ingu Laufey Ágústsdóttur, Margrét Regínu Grétarsdóttur og Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur en allar semja þær til loka árs 2020. Stjórn sameiginlegs liðs Aftureldingar og FRAM er gríðarlega ánægt með að þessir leikmenn hafi samið til næstu tveggja ára. Þetta eru öflugar stúlkur jafnt innan vallar sem utan en allar hafa þær unnið …