Sterkir leikmenn framlengja við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Eftir að hafa unnið 2. deildina í sumar þá eru strákarnir í meistaraflokki Aftureldingar í fótbolta byrjaðir að undirbúa sig af krafti fyrir Inkasso-deildina næsta sumar. Liðið hefur hafið æfingar og framundan eru margir krefjandi æfingaleikir gegn Pepsi-deildar liðum fram að jólum. Nokkrir af sterkustu leikmönnum félagsins framlengt samninga sína við félagið. Þeir eru: Bakvörðurinn sókndjarfi Sigurður Kristján Friðriksson sem …

Trausti og Ragnar Már í Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding er að styrkja sig fyrir átökin í Inkasso-deildinni næsta sumar og hefur bætt við sig tveimur leikmönnum. Um er að ræða markvörðinn Trausta Sigurbjörnsson og kantmanninn Ragnar Má Lárusson. Báðir leikmennirnir eru ættaðir af Skaganum og uppaldir hjá ÍA. Trausti var lengi í röðum Þróttara í Reykjavík en kemur í Mosfellsbæinn úr Breiðholtinu frá Leikni þar sem hann lék tvo …

Ísak Snær þreytti frumraun með U23 liði Norwich

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Aftureldingarmaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson spilaði sinn fyrsta leik með U23 ára liði Norwich í fyrradag. Ísak, sem er einungis 17 ára, spilaði þá með U23 ára liðinu í 4-0 tapi gegn Fulham. Hann spilaði í fremstu víglínu Norwich í leiknum. Undanfarin tvö ár hefur Ísak verið á mála hjá Norwich og spilað með U16 og U18 ára liðum félagsins. Ísak var áður á …

Alverk reisir knatthús að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Verktakafyrirtækið Alverk mun reisa nýtt knatthús sem ráðgert er að tekið verði í noktun haustið 2019. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa …

Cecilía Rán semur við Fylki

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur gengið til liðs við Fylki frá Aftureldingu. Cecilía er fædd árið 2003 og er einn efnilegasti markmaður landsins. Hún lék þrettán leiki með liði Aftureldingar í Inkasso-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Cecilía Rán er markmaður U-17 ára landsliðs Íslands og hefur spilað sex leiki með liðinu. Hún mun takast á við …

Júlíus endurnýjar samning sinn við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Júlíus Ármann Júlíusson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Aftureldingar. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 og mun áfram starfa sem þjálfari meistaraflokks Aftureldingar/Fram auk þess að þjálfa 3. flokk félagsins í karlaflokki. Undir stjórn Júlíusar fagnaði Afturelding/Fram sigri í 2. deild kvenna árið 2017 og hafnaði liðið í 7. sæti á nýliðnu keppnistímabili …

Lokahóf Fotbolti.net

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar uppskar heldur betur á lokahófi Fótbolta.net sem haldið var á föstudaginn. Stelpurnar okkar sem spiluðu í erfiðri Inkasso-deild í sumar áttu efnilegasta leikmann deildarinar, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. En einnig áttum var Janet Egyr valin í úrvalslið ársins. Þær Cecilía Rán, Inga Laufey, Eva Rut og Hafrún Rakel fengu allar atkvæði í úrvalsliðið. Aldeilis björt framtíð hjá okkar stelpum. …

Afturelding deildarmeistari! – Leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding hafði betur gegn Hetti frá Egilsstöðum í lokaumferð 2. deildar karla. Úrslitin urðu 1-3 fyrir Aftureldingu en leikið var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Með sigrinum tryggði Afturelding sér deildarmeistaratitilinn og leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn í Hetti en Daníel Steinar Kjartansson kom Hetti yfir á 21. mínútu leiksins. Það var allt …

Afturelding Íslandsmeistari í 3. flokki karla

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Þriðji flokkur karla í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir í dag og lagði FH í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í A-deild. Leiknum lyktaði með 3-2 sigri Aftureldingar í frábærum leik. Um 300 áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll í dag til að fylgjast með frábærum leik. Mörk Aftureldingar gerðu þeir Ísak Pétur Bjarkason Clausen og Aron Daði Ásbjörnsson sem skoraði tvívegis …

Afturelding á toppnum fyrir lokaumferðina

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding er á toppi 2. deildar karla þegar ein umferð er eftir. Afturelding vann góðan sigur í gær á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Varmárvelli, 4-1 í fjörugum leik. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll en frítt var á völlinn í Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir á 32. mínútu leiksins og var það staðan í hálfleik. Jökull …