Í vikunni skrifuðu tveir nýir leikmenn undir samning hjá Aftureldingu. Um er að ræða þá Ásgeir Örn Arnþórsson og Sigfús Kjalar Árnason. Ásgeir Örn er uppalinn í Árbænum og er þaulreyndur leikmaður sem mun líklega styrkja liðið mikið því hann á að baki níu tímabil með Fylki í Pepsi-deildinni. Ásgeir hefur lengst af á ferlinum spilað í bakverði en hann …
Penninn á lofti hjá meistaraflokki kvenna
Penninn á lofti hjá okkur þessa dagana, Elín Ósk og Kolfinna ganga til liðs við félagið, Anna Pálína og Ólína Sif semja! Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir kemur til Aftureldingar/Fram frá Vestra á Ísafirði, Kolfinna sem er fædd árið 1998 á að baki 31 leik með uppeldisfélagi sínu Vestra, þá var Kolfinna reglulega í úrtaki fyrir landsliðæfingar yngri landsliða kvenna fyrir …
Afturelding/Fram semur við þrjá lykilleikmenn
Afturelding/Fram hefur samið við þrjá af lykilleikmönnum félagsins þær Ingu Laufey Ágústsdóttur, Margrét Regínu Grétarsdóttur og Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur en allar semja þær til loka árs 2020. Stjórn sameiginlegs liðs Aftureldingar og FRAM er gríðarlega ánægt með að þessir leikmenn hafi samið til næstu tveggja ára. Þetta eru öflugar stúlkur jafnt innan vallar sem utan en allar hafa þær unnið …
Andri Freyr framlengir við Aftureldingu
Andri Freyr Jónasson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu um tvö ár. Andri Freyr varð markakóngur í 2. deildinni þegar Afturelding vann deildina síðastliðið sumar. Andri skoraði 21 mark og var eftir tímabilið valinn besti leikmaður deildarinnar í kjöri þjálfara og fyrirliða. Andri bætist í hóp með tólf öðrum leikmönnum sem hafa skrifað undir samninga hjá Aftureldingu undanfarnar vikur. Afturelding fagnar …
Opinn félagsfundur – Framtíð kvennaknattspyrnu í Mosfellsbæ
Ungmennafélagið Afturelding mun standa fyrir opnum félagsfundi miðvikudaginn 5. desember næstkomandi kl. 20.00 í Vallarhúsinu að Varmá. Yfirskrift fundarins er framtíð kvennaknattspyrnu í Mosfellsbæ, einkum staða meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Sameinað lið Aftureldingar/Fram leikur í Inkasso-deild kvenna. Í dag er ekki starfandi meistaraflokksráð í kringum liðið og veltur framtíð liðsins á því að finna sjálfboðaliða sem vilja halda utan um …
Iðkendur í knattspyrnu yfir 500 í fyrsta sinn
Gríðarleg fjölgun hefur orðið í knattspyrnudeild Aftureldingar á síðastliðnum árum. Í upphafi ársins 2018 voru iðkendur í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar rúmlega 420 talsins en eru í dag 512. Þetta þýðir um 20% fjölgun iðkenda á 10 mánuðum sem er mikið ánægjuefni fyrir Aftureldingu sem er ein af fjölmennstu knattspyrnudeildum landsins. „Við erum gríðarlega stolt af því vera komin með …
Fimm leikmenn endurnýja samninga við Aftureldingu
Penninn hefur verið á lofti undanfarna daga en fimm leikmenn hafa gengið frá nýjum tveggja ára samningi við Aftureldingu. Þetta eru Alexander Aron Davorsson, Andri Már Hermannsson, Elvar Ingi Vignisson, Jason Daði Svanþórsson, og Jökull Jörvar Þórhallsson. Allir áttu þeir stóran þátt í sigri Aftureldingar í 2.deildinni síðastliðið sumar. Alexander Aron er uppalinn hjá Aftureldingu og einn af reynslumestu leikmönnum liðsins. Alexander hefur skorað 52 mörk í …
Coerver knattspyrnuskóli í Mosfellsbæ 14. – 16. desember
Dagana 14. -16. desember næstkomandi fer fram Coerver Coaching knattspyrnuskóli á gervigrasvellinum að Varmá. Skólinn er fyrir alla drengi og stúlkur fædd á árunum 2005-2012. Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum, á öllum getustigum, og einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum. Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar …
Sterkir leikmenn framlengja við Aftureldingu
Eftir að hafa unnið 2. deildina í sumar þá eru strákarnir í meistaraflokki Aftureldingar í fótbolta byrjaðir að undirbúa sig af krafti fyrir Inkasso-deildina næsta sumar. Liðið hefur hafið æfingar og framundan eru margir krefjandi æfingaleikir gegn Pepsi-deildar liðum fram að jólum. Nokkrir af sterkustu leikmönnum félagsins framlengt samninga sína við félagið. Þeir eru: Bakvörðurinn sókndjarfi Sigurður Kristján Friðriksson sem …
Trausti og Ragnar Már í Aftureldingu
Afturelding er að styrkja sig fyrir átökin í Inkasso-deildinni næsta sumar og hefur bætt við sig tveimur leikmönnum. Um er að ræða markvörðinn Trausta Sigurbjörnsson og kantmanninn Ragnar Má Lárusson. Báðir leikmennirnir eru ættaðir af Skaganum og uppaldir hjá ÍA. Trausti var lengi í röðum Þróttara í Reykjavík en kemur í Mosfellsbæinn úr Breiðholtinu frá Leikni þar sem hann lék tvo …