Andri Freyr framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Andri Freyr Jónasson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu um tvö ár. Andri Freyr varð markakóngur í 2. deildinni þegar Afturelding vann deildina síðastliðið sumar. Andri skoraði 21 mark og var eftir tímabilið valinn besti leikmaður deildarinnar í kjöri þjálfara og fyrirliða. Andri bætist í hóp með tólf öðrum leikmönnum sem hafa skrifað undir samninga hjá Aftureldingu undanfarnar vikur. Afturelding fagnar …

Opinn félagsfundur – Framtíð kvennaknattspyrnu í Mosfellsbæ

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Ungmennafélagið Afturelding mun standa fyrir opnum félagsfundi miðvikudaginn 5. desember næstkomandi kl. 20.00  í Vallarhúsinu að Varmá. Yfirskrift fundarins er framtíð kvennaknattspyrnu í Mosfellsbæ, einkum staða meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Sameinað lið Aftureldingar/Fram leikur í Inkasso-deild kvenna. Í dag er ekki starfandi meistaraflokksráð í kringum liðið og veltur framtíð liðsins á því að finna sjálfboðaliða sem vilja halda utan um …

Iðkendur í knattspyrnu yfir 500 í fyrsta sinn

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Gríðarleg fjölgun hefur orðið í knattspyrnudeild Aftureldingar á síðastliðnum árum. Í upphafi ársins 2018 voru iðkendur í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar rúmlega 420 talsins en eru í dag 512. Þetta þýðir um 20% fjölgun iðkenda á 10 mánuðum sem er mikið ánægjuefni fyrir Aftureldingu sem er ein af fjölmennstu knattspyrnudeildum landsins. „Við erum gríðarlega stolt af því vera komin með …

Fimm leikmenn endurnýja samninga við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Penninn hefur verið á lofti undanfarna daga en fimm leikmenn hafa gengið frá nýjum tveggja ára samningi við Aftureldingu. Þetta eru Alexander Aron Davorsson, Andri Már Hermannsson, Elvar Ingi Vignisson, Jason Daði Svanþórsson, og Jökull Jörvar Þórhallsson. Allir áttu þeir stóran þátt í sigri Aftureldingar í 2.deildinni síðastliðið sumar. Alexander Aron er uppalinn hjá Aftureldingu og einn af reynslumestu leikmönnum liðsins. Alexander hefur skorað 52 mörk í …

Coerver knattspyrnuskóli í Mosfellsbæ 14. – 16. desember

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Dagana 14. -16. desember næstkomandi fer fram Coerver Coaching knattspyrnuskóli á gervigrasvellinum að Varmá. Skólinn er fyrir alla drengi og stúlkur fædd á árunum 2005-2012. Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum, á öllum getustigum, og einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum. Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar …

Sterkir leikmenn framlengja við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Eftir að hafa unnið 2. deildina í sumar þá eru strákarnir í meistaraflokki Aftureldingar í fótbolta byrjaðir að undirbúa sig af krafti fyrir Inkasso-deildina næsta sumar. Liðið hefur hafið æfingar og framundan eru margir krefjandi æfingaleikir gegn Pepsi-deildar liðum fram að jólum. Nokkrir af sterkustu leikmönnum félagsins framlengt samninga sína við félagið. Þeir eru: Bakvörðurinn sókndjarfi Sigurður Kristján Friðriksson sem …

Trausti og Ragnar Már í Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding er að styrkja sig fyrir átökin í Inkasso-deildinni næsta sumar og hefur bætt við sig tveimur leikmönnum. Um er að ræða markvörðinn Trausta Sigurbjörnsson og kantmanninn Ragnar Má Lárusson. Báðir leikmennirnir eru ættaðir af Skaganum og uppaldir hjá ÍA. Trausti var lengi í röðum Þróttara í Reykjavík en kemur í Mosfellsbæinn úr Breiðholtinu frá Leikni þar sem hann lék tvo …

Ísak Snær þreytti frumraun með U23 liði Norwich

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aftureldingarmaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson spilaði sinn fyrsta leik með U23 ára liði Norwich í fyrradag. Ísak, sem er einungis 17 ára, spilaði þá með U23 ára liðinu í 4-0 tapi gegn Fulham. Hann spilaði í fremstu víglínu Norwich í leiknum. Undanfarin tvö ár hefur Ísak verið á mála hjá Norwich og spilað með U16 og U18 ára liðum félagsins. Ísak var áður á …

Alverk reisir knatthús að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Verktakafyrirtækið Alverk mun reisa nýtt knatthús sem ráðgert er að tekið verði í noktun haustið 2019. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa …

Cecilía Rán semur við Fylki

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur gengið til liðs við Fylki frá Aftureldingu. Cecilía er fædd árið 2003 og er einn efnilegasti markmaður landsins. Hún lék þrettán leiki með liði Aftureldingar í Inkasso-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Cecilía Rán er markmaður U-17 ára landsliðs Íslands og hefur spilað sex leiki með liðinu. Hún mun takast á við …