Júlíus Ármann Júlíusson hefur samið um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Júlíus skrifaði undir tveggja ára samning við félagið um helgina og sömu sögu er að segja af Alexander Aroni Davorssyni sem verður áfram aðstoðarþjálfari. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 er að hefja sitt sjötta starfsár hjá félaginu. Meistaraflokkur kvenna hafnaði í 5. …
Hafrún Rakel í Breiðablik
Hafrún Rakel Halldórsdóttir gekk um miðjan október til liðs við Breiðablik frá Aftureldingu. Hafrún sem er 17 ára gömul hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin tvö tímabil. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Hafrún leikið 48 leiki fyrir meistaraflokk Aftureldinga og skorað í þeim 14 mörk. Hafrún spilaði 17 leiki fyrir Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði í …
Róbert Orri gengur til liðs við Breiðablik
Róbert Orri Þorkelsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu. Róbert hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands undanfarin ár og var mikill áhugi á Róberti frá liðum í Pepsi-deildinni núna í haust. Breiðablik og Afturelding komust að samkomulagi í lok vikunnar og gekk Róbert til liðs við Breiðablik í dag. Róbert Orri er 17 ára gamall en …
Magnús Már nýr þjálfari meistaraflokks karla
Magnús Már Einarsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Magnús er stuðningsmönnum Aftureldingar að góðu kunnur en hann fyrrverandi leikmaður félagasins og lék 135 leiki með Aftureldingu og skoraði í þeim 21 mark. Magnús hefur verið aðstoðarþjálfari félagsins undanfarin tvö ár en tekur nú við liðinu. Enes Cogic verður Magnúsi til aðstoðar en þar er á ferðinni mjög …
Liverpool skólinn haldinn tíunda árið í röð 2020
Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi 2020. Knattspyrnuskóli Liverpool verður á Íslandi í sumar, tíunda árið í röð, og eins og síðustu ár í samstarfi við Þór á Akureyri. Haldin verða tvö námskeið. Fyrra námskeiðið verður á Hamri á Akureyri dagana 6. – 8. júní (laugardagur til mánudags) og hið síðara á …
Fjölnota knatthús vígt að Varmá þann 9. nóvember
Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember. Dagskrá hefst kl. 14 þegar Sturla Sær Erlendsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar býður gesti velkomna. Þá munu bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar ávarpa samkomuna. Alverk ehf. mun afhenda húsið formlega og kynnt verður samkeppni meðal bæjarbúa um nafn á húsið. Boðið verður upp á knattspyrnu- …
Arnar lætur af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla
Arnar Hallsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Arnar tók við liðinu haustið 2017 og stýrði liðinu í tvö tímabili. Á fyrsta tímabili stýrði Arnar Aftureldingu til sigurs í 2. deild karla. Í ár hafnaði Afturelding í 8. sæti í Inkasso-deildinni með 23 stig. Afturelding vill koma á framfæri þökkum til Arnars fyrir sín …
2. flokkur karla fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í C-deild
2. flokkur karla vann C-deild Íslandsmótsins í sumar með glæsibrag. A og B lið 2. flokks léku samtals 26 leiki á Íslandsmótinu og af þeim unnust 18, 4 jafntefli og 4 töp. Á dögunum var lokahóf 2. flokks karla. Verðlaun fengu: Mestar framfarir: Matthías Hjörtur Hjartarson Leikmaður ársins: Óliver Beck Bjarkason. Glæsilegt sumar hjá strákunum. Áfram Afturelding!
Úrslit í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu
Búið er að draga í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu. Dregið var í morgun úr seldum miðum en fjölmargir keyptu sér happdrættismiða og styrktu þannig við meistaraflokk karla í knattspyrnu sem er í harðri baráttu um sæti sitt í Inkassodeild karla í knattspyrnu. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu Aftureldingar milli kl. 13-16 alla virka daga. Frestur til að …
Happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu
Meistaraflokkur karla hjá Aftureldingu í knattspyrnu stendur fyrir skemmtilegu happdrætti þar sem hægt er að vinna glæsilega vinninga. Miðaverð aðeins 1.500 kr.- Hægt er að kaupa miða í netverslun Aftureldingar og styrkja þannig við strákanna okkar. Miðakaupendur geta nálgast miðanna á skrifstofu Aftureldingar alla vikunna. Einnig verður gengið í hús í Mosfellsbæ og miðar seldir. Við hvetjum Mosfellinga til að …