Oskar Wasilewski semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding hefur gert tveggja ára samning við varnarmanninn efnilega Oskar Wasilewski. Oskar er 19 ára gamall Skagamaður sem getur bæði leyst stöðu miðvarðar og bakvarðar. Hann sem var fyrirliði ÍA sem varð Íslandsmeistari í 2. flokki í sumar og á einnig að baki 12 meistaraflokksleiki með Kára í 2. deild karla og Mjólkurbikarnum. Afturelding býður Oskar hjartanlega velkominn til félagsins …

Liverpool gefur áritaðan bolta til styrktar Aroni Sigurvinssyni

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Aron Sigurvinsson, sem lék með Aftureldingu í yngri flokkum í knattspyrnu, lenti í alvarlegu bílslysi um verslunarmannahelgina síðustu. Hann barðist fyrir lífi sínu fyrstu dagana og hefur síðan gengist undir margar aðgerðir og erfiða endurhæfingu. Hann tvíhálsbrotnaði í slysinu og hlaut mikla innvortis áverka. Í einni af rannsóknunum vegna hálsbrotsins kom óvænt í ljós að hann er með krabbamein í …

Eva Ýr til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna nýjasta leikmann Aftureldingar, markvörðinn öfluga Evu Ýr Helgadóttur. Eva Ýr er 23 ára markvörður sem hefur sannað sig sem einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin tvö ár en hún hefur þar spilað í lykilhlutverki með liði ÍR. Hún á að baki 66 leiki í meistaraflokki, þar af 22 leiki í efstudeild með Fylki, …

Elfa Sif og Kristín Gyða semja við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Þær Kristín Gyða Davíðsdóttir og Elfa Sif Hlynsdóttir skrifuðu á dögunum undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk kvenna til loka árs 2021. Kristín Gyða er fædd árið 2003 og kom við sögu í tveimur leikjum í Inkasso deild kvenna síðastliðið sumar, þá hefur hún verið í æfinga- og leikmannahóp félagsins frá byrjun þessa árs. Elfa Sif er fædd árið 2004 …

Gísli Martin til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Bakvörðurinn Gísli Martin Sigurðsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Aftureldingu. Gísli er 21 árs og er uppalinn hjá Breiðablik. Hann lék með Njarðvík í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og ÍR tímabilið 2018. Gísli Martin er kraftmikill bakvörður, sókndjarfur með mikla hlaupagetu og mun passa vel inn í leikmannahóp Aftureldingar. Gísli lék í æfingaleik með Aftureldingu sl. föstudag …

Júlíus og Alexander áfram með meistaraflokk kvenna

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Júlíus Ármann Júlíusson hefur samið um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Júlíus skrifaði undir tveggja ára samning við félagið um helgina og sömu sögu er að segja af Alexander Aroni Davorssyni sem verður áfram aðstoðarþjálfari. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 er að hefja sitt sjötta starfsár hjá félaginu. Meistaraflokkur kvenna hafnaði í 5. …

Hafrún Rakel í Breiðablik

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Hafrún Rakel Halldórsdóttir gekk um miðjan október til liðs við Breiðablik frá Aftureldingu. Hafrún sem er 17 ára gömul hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin tvö tímabil. Þrátt fyrir  ungan aldur þá hefur Hafrún leikið 48 leiki fyrir meistaraflokk Aftureldinga og skorað í þeim 14 mörk. Hafrún spilaði 17 leiki fyrir Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði í …

Róbert Orri gengur til liðs við Breiðablik

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Róbert Orri Þorkelsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu. Róbert hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands undanfarin ár og var mikill áhugi á Róberti frá liðum í Pepsi-deildinni núna í haust. Breiðablik og Afturelding komust að samkomulagi í lok vikunnar og gekk Róbert til liðs við Breiðablik í dag. Róbert Orri er 17 ára gamall en …

Magnús Már nýr þjálfari meistaraflokks karla

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Magnús Már Einarsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Magnús er stuðningsmönnum Aftureldingar að góðu kunnur en hann fyrrverandi leikmaður félagasins og lék 135 leiki með Aftureldingu og skoraði í þeim 21 mark. Magnús hefur verið aðstoðarþjálfari félagsins undanfarin tvö ár en tekur nú við liðinu. Enes Cogic verður Magnúsi til aðstoðar en þar er á ferðinni mjög …

Liverpool skólinn haldinn tíunda árið í röð 2020

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding í samstarfi við Þór og Liverpoolklúbbinn á Íslandi kynna: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi 2020. Knattspyrnuskóli Liverpool verður á Íslandi í sumar, tíunda árið í röð, og eins og síðustu ár í samstarfi við Þór á Akureyri. Haldin verða tvö námskeið. Fyrra námskeiðið verður á Hamri á Akureyri dagana 6. – 8. júní (laugardagur til mánudags) og hið síðara á …