Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim!

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Sesselja Líf Valgeirsdóttir er komin heim í Aftureldingu frá ÍBV en þar hefur hún spilað undanfarin ár. Sessó hefur spilað 145 leiki í meistaraflokki með Aftureldingu, Þrótti R. og ÍBV, þá varð hún bikarmeistari með ÍBV árið 2017 og lék stórt hlutverk í liði ÍBV í Pepsi deild kvenna síðastliðin fjögur tímabil. Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt að því …

Ísak Snær lánaður til Fleetwood

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Þau gleðitíðindi bárust í gær að Mosfellingurinn Ísak Snær Þorvaldsson fer á láni til Fleetwood í ensku C-deildina frá Norwich. Fleetwood er í 11. sæti í ensku C-deildinni en knattspyrnustjóri félagsins er Joey Barton. Hinn 18 ára gamli Ísak Snær hefur vakið mikla athygli með U23 ára liði Norwich og Fleetwood óskaði eftir að fá hann á láni í kjölfarið. …

Anna Bára í Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding hefur samið við miðjumanninn Önnu Báru Másdóttur sem gengur til liðs við félagið frá ÍR. Anna Bára er miðjumaður á besta aldri og því mikill fengur fyrir liðið. Anna Bára var á dögunum kjörin knattspyrnukona ÍR fyrir árið 2019, þá hefur Anna Bára leikið 107 meistaraflokksleiki og skorað í þeim tvö mörk. Afturelding er í óða önn að styrkja hópinn …

Jon Tena á ný til Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding hefur náð samkomulagi við spænska markvörðinn Jon Tena Martinez og mun hann leika með félaginu á komandi tímabili. Jon Tena lék með Aftureldingu síðari hluta tímabilsins á síðasta ári í Inkasso-deildinni og stóð sig afar vel. Var hann einn af lykilmönnum liðsins á lokasprettinum en Afturelding hafnaði í 8. sæti á síðustu leiktíð. Jon Tena er 27 ára gamall …

Frábært Lambhagamót í Fellinu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Um helgina fór fram fyrsta knattspyrnumótið í Fellinu, nýju knatthúsi að Varmá. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt stórskemmtilegt mót fyrir iðkendur í 8. flokki og tóku tæplega 200 keppendur þátt í mótinu. Lambhagi er aðalstyrktaraðili mótsins stóðu þau Hafberg og Hauður frá Lambhaga vaktina allt mótið og veittu öllum þátttakendum verðlaunapening ásamt Lambhagasalati og fersku íslensku vatni. Meistaraflokkur kvenna hjá …

Ísak Atli gengur til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding hefur samið við varnarmanninn Ísak Atla Kristjánsson sem gengur til liðs við Aftureldingu úr uppeldisfélagi sínu Fjölni. Ísak er tvítugur að aldri og getur bæði leyst stöðu miðvarðar og bakvarðar. Ísak hefur þrátt fyrir ungan aldur góða reynslu úr Inkasso-deildinni og á að baki 33 leiki í deild og bikar. Hann var á láni hjá Leikni R. tímabilið 2017 …

Logi Már semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Logi Már Magnússon hefur gert sinn fyrsta meistaraflokks samning og semur við Aftureldingu til næstu tveggja ára. Logi er 19 ára gamall og var á dögunum formlega tekinn inn í leikmannahóp meistaraflokksins. Logi er efnilegur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á miðjunni. Hann lék með 2. flokk félagsins síðasta sumar og lék einnig 13 leiki með Hvíta …

Alejandro Zambrano semur á ný við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Spænski miðjumaðurinn Alejandro Zambrano hefur samið við Aftureldingu um að leika með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.  Hinn 28 ára gamli Alejandro spilaði með Aftureldingu lokakaflann á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að forðast fall og enda í 8. sæti í Inkasso-deildinni. Alejandro hefur lengst af á ferli sínum spilað með uppeldisfélaginu Recreativo Huelva. Alejandro spilaði með Recreativo í næstefstu …

Andrea Katrín til Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Andrea Katrín Ólafsdóttir hefur samið við Aftureldingu um að leika með liðinu til næstu tveggja ára. Andrea er 25 ára gamall miðvörður sem hefur leikið 98 leiki á Íslandsmóti og skorað þrjú mörk, hún var á mála hjá ÍR á síðasta tímabili þar sem hún lék 17 leiki og var jafnframt fyrirliði liðsins. Andrea Katrín styrkir okkar unga lið til …

Heimsókn frá jólasveinum Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Hin vinsæla heimsókn sveina frá knattspyrnudeild UMFA verður í boði 24. desember milli 10 og 13! Þann 24. desember verðar strákarnir að aðstoða þá sem eru önnum kafnir síðustu þrettán dagana fyrir jól. Heimsóknartíminn er mánudagurinn 24. des á milli kl 10-13. Hægt er að láta sveina afhenda pakka en þá þurfa þeir að vera geymdir í ólæstum bíl fyrir …