Þorrablót Aftureldingar 26. janúar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú styttist heldur betur í stærstu veislu ársins, Þorrablót Aftureldingar, í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 26. janúar 2019. Kynnir kvöldsins verður Þorsteinn Hallgrímsson. Tríóð Kókos ábyrgist söng og almenna gleði. Kjötbúðin sér um veislumatinn sem samanstendur af heitum og köldum þorramat ásamt heilgrilluðu lambalæri.  Eurobandið með Regínu Ósk, Friðriki Ómari og Selmu Björns leikur fyrir dansi. Forsala og borðapantanir á Blik Bistro&Grill föstudaginn 18. janúar kl. 18:00. …

Skriðsund námskeið fyrir fullorðna í Varmárlaug

Ungmennafélagið AftureldingSund

Sunddeild Aftureldingar býður upp á 5 vikna námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna.* Æfingar fara fram í Varmárlaug tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, á milli 19 og 20. Verð fyrir námskeiðið er 12.500 kr. Þjálfari er Daníel Hannes Pálsson, annar yfirþjálfara sunddeildar Aftureldingar. *Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 og að lágmarki 4 þurfa að vera skráðir til að námskeiðið geti …

Sundskóli Aftureldingar á vorönn

Ungmennafélagið AftureldingSund

Sundskóli Aftureldingar, fyrir 4 – 5 ára börn, heldur áfram á vorönn 2019. Skólinn er hugsaður sem undirbúningur fyrir skólasund og ætlaður krökkum sem eru á lokaári í leikskóla. Verð fyrir hvert námskeið er 10.000 kr og skrá þarf börnin í Nóra, á https://afturelding.felog.is. Kennsla fer fram í Lágafellslaug einu sinni í viku, 30 mínútur í senn, en hægt er að …

Prufaðu að æfa handbolta á meðan á HM stendur

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður öllum krökkum að prufa að æfa handbolta á meðan á HM í handbolta stendur. Við hvetjum alla krakka í Mosfellsbæ til að nýta sér þetta tækifæri til að prufa þessa frábæra íþrótt. Allar æfingar fara fram undir handleiðslu okkar frábæru þjálfara hjá Aftureldingu. Til að prufa handbolta hjá Aftureldingu þarf bara að mæta á æfingu – ekki …

Nýtt æfingatímabil – vor 2019

Karatedeild AftureldingarKarate

Byrjendaæfingar eru að hefjast eftir jólafrí mánudaginn 7. janúar 2019 og eru æfingarnar á mánudögum og miðvikudögum. Þær skiptast eftir aldri. Gott er að vera í stuttermabol og íþróttabuxum eða karategalla. 5-7 ára eru kl. 17:30-18:15 að Varmá 8-11 ára eru kl. 18:15-19:00 að Varmá 16 ára og eldri eru kl. 20:30-21:30 í Egilshöll. Lögð er áhersla á styrktarþjálfun. Önnin …

Fimleikafólk Aftureldingar 2018

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild tilnefndi Guðjón Magnússon og Helenu Einarsdóttur til íþróttamanns Aftureldingar. Við óskum þeim innilega til hamingju með titilinn fimleikakona og fimleikamaður Aftureldingar 2018. Helena Einarsdóttir er ótrúlega dugleg og samviskusöm fimleika stúlka. Hún hefur æft fimleika hjá Aftureldingu síðan árið 2008 eða frá því hún var rúmlega þriggja ára gömul. Hún leggur sig mikið fram og sýnir mikinn metnað bæði …

„Svart belti er hvítt belti sem gafst ekki upp“

Ungmennafélagið AftureldingTaekwondo

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, íþróttakona Aftureldingar 2018, skrifar: Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema takk kærlega fyrir. Þetta er mér mikill heiður. Mér datt aldrei í hug þegar ég byrjaði í Taekwondo að ég mundi standa hérna og taka á móti þessum bikar. Að ég skildi vera annað árið í röð Taekwondokona Íslands og vera Íþróttakona Aftureldingar. …

Andri Freyr og María Guðrún íþróttafólk Aftureldingar 2018

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Andri Freyr Jónasson og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir eru íþróttafólk Aftureldingar árið 2018. Þetta var kunngert á uppskeruhátíð félagsins sem fram fór í kvöld í Hlégarði. Saman voru komin margt af okkar fremsta íþróttafólki og var íþróttafólk úr flestum deildum heiðrað fyrir frábæran árangur á árinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri og María fá þennan heiður. Í umsögn um …

Andlát: Kolbeinn Aron Arnarson

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Kolbeinn Aron Arnarson, markmaður ÍBV í handbolta og fyrrverandi markvörður Aftureldingar, er látinn. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu 29 á að aldri. Kolbeinn Aron eða Kolli eins og hann var ávallt kallaður lék með Aftureldingu tímabilið 2017-2018. Þar áður hafi hann verið einn af lykilmönnum í velgengi handboltans í Vestmannaeyjum þar sem hann uppalinn. Hjá Aftureldingu var hann fádæma …