Afturelding tapaði í gær fyrir Þrótti Nes fyrir austan, 3-1 og er staðan í úrslitaeinvíginu því 2-2 en vinna þarf 3 leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Ljóst er að Íslandsmeistarar verða því krýndir að Varmá á föstudagskvöldið. Leikurinn á föstudag hefst 19:30
El Clasico í Mosfellsbæ !
Á sumardaginn fyrsta munu mosfellsku stórveldin Afturelding og Hvíti Riddarinn mætast í fyrsta sinn í góðgerðarleik á gerfigrasinu að Varmá
Góður árangur sunddeildarinnar á ÍM 50
Íslandsmeistaramótið í sundi í 50m laug var haldið af Sundsambandi Íslands helgina 11. – 13. apríl. Á mótinu kepptu margir fremstu sundmanna landsins og var keppnin hörð og góð og nokkur Íslandsmet slegin. Að þessu sinni voru fjórir iðkendur sem náðu lágmörkum inn á mótið og kepptu fyrir hönd Aftureldingar en það voru þau Bjarkey Jónasdóttir, Bjartur Þórhallsson, Davíð Fannar …
Hrefna Guðrún í byrjunarliði U19 landsliðsins
Hrefna Guðrún Pétursdóttir lék sinn fyrsta U19 landsleik fyrir Ísland í dag þriðjudag í sigri á Færeyjum.
Linkur á úrslitaleik
Afturelding og Þróttur Nes mætast í fjórða leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á Norðfirði á morgun þriðjudag kl 19:30. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Aftureldingu en vinna þarf 3 leiki til að hampa titlinum.
Deildarmeistarar 2014
Strákarnir okkar í meistaraflokki karla urðu í kvöld Deildarmeistarar 1.deildar eftir sigur á Selfoss 25 – 23. Þeir fara því beint upp í Olísdeildina næsta tímabil, eftir 1 árs fjarveru. Við óskum þeim innilega til hamingju. Áfram Afturelding.
Þorvaldur Sveinbjörnsson semur við Aftureldingu
Hinn tvítugi sóknarmiðjumaður Þorvaldur Sveinbjörnsson hefur skrifað undir eins árs samning við Aftureldingu.
Afturelding tók forystuna í Íslandsmóti kvenna í blaki.
Þriðji leikurinn á milli Aftureldingar og Þróttar Neskaupsstað í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki var leikinn í kvöld að Varmá en fyrir þann leik höfðu bæði liðin unnið sitthvorn leikinn.
Þriðji leikur í úrslitum mánudag kl 19:30
Afturelding tekur á móti Þrótti Nes í þriðja leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram að Varmá kl 19:30 mánudaginn 14.apríl.
Staðan í einvíginu er 1-1 og þarf að vinna 3 leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Fjölmennum á pallana og hvetjum stelpurnar áfram.
Frítt inn á leikinn en blakdeildin verður með happdrættismiða til sölu til styrktar starfseminni. Miðinn seldur á 1000 krónur.