Oddaleikur föstudag 19:30

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding tapaði í gær fyrir Þrótti Nes fyrir austan, 3-1 og er staðan í úrslitaeinvíginu því 2-2 en vinna þarf 3 leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Ljóst er að Íslandsmeistarar verða því krýndir að Varmá á föstudagskvöldið. Leikurinn á föstudag hefst 19:30

El Clasico í Mosfellsbæ !

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Á sumardaginn fyrsta munu mosfellsku stórveldin Afturelding og Hvíti Riddarinn mætast í fyrsta sinn í góðgerðarleik á gerfigrasinu að Varmá

Góður árangur sunddeildarinnar á ÍM 50

Sunddeild AftureldingarSund

Íslandsmeistaramótið í sundi í 50m laug var haldið af Sundsambandi Íslands helgina 11. – 13. apríl. Á mótinu kepptu margir fremstu sundmanna landsins og var keppnin hörð og góð og nokkur Íslandsmet slegin. Að þessu sinni voru fjórir iðkendur sem náðu lágmörkum inn á mótið og kepptu fyrir hönd Aftureldingar en það voru þau Bjarkey Jónasdóttir, Bjartur Þórhallsson, Davíð Fannar …

Linkur á úrslitaleik

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og Þróttur Nes mætast í fjórða leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á Norðfirði á morgun þriðjudag kl 19:30. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Aftureldingu en vinna þarf 3 leiki til að hampa titlinum.

Deildarmeistarar 2014

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla urðu í kvöld Deildarmeistarar 1.deildar eftir sigur á Selfoss 25 – 23.  Þeir fara því beint upp í Olísdeildina næsta tímabil, eftir 1 árs fjarveru. Við óskum þeim innilega til hamingju. Áfram Afturelding.

Afturelding tók forystuna í Íslandsmóti kvenna í blaki.

Blakdeild AftureldingarBlak

Þriðji leikurinn á milli Aftureldingar og Þróttar Neskaupsstað í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki var leikinn í kvöld að Varmá en fyrir þann leik höfðu bæði liðin unnið sitthvorn leikinn.

Þriðji leikur í úrslitum mánudag kl 19:30

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding tekur á móti Þrótti Nes í þriðja leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram að Varmá kl 19:30 mánudaginn 14.apríl.
Staðan í einvíginu er 1-1 og þarf að vinna 3 leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Fjölmennum á pallana og hvetjum stelpurnar áfram.

Frítt inn á leikinn en blakdeildin verður með happdrættismiða til sölu til styrktar starfseminni. Miðinn seldur á 1000 krónur.