Hinn 22 ára markvörður Hugi Jóhannesson hefur gengið til liðs við Aftureldingu.
Heilsa og hollusta fyrir alla.
Málþing í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í kvöld miðvikudagskvöld 7.maí kl. 19.30
Góð ferð á Öldungamót í blaki á Akureyri
Blakdeild Aftureldingar vill senda þakkir fyrir vel skipulagt og skemmtilegt Öldungamót á Akureyri síðustu daga.
Afturelding sendi 5 lið til leiks, 4 kvennalið og 1 karlalið. Árangurinn var frábær, karlarnir unnu 3.deildina og a lið kvenna vann 2.deild. B liðið var í 2.sæti í 4.deild, c liðið í 4.sæti í 7.deild hársbreidd frá verðlaunum og d lið í 6.sæti í 8.deild.
Þetta þýðir að á næsta Öldungamóti á Neskaupstað 2015 mun Afturelding eiga sæti í 1.deild kvenna, 2.deild karla, 3.deild kvenna, 7.deild kvenna og 9.deild kvenna.
Alls var keppt í 15 kvennadeildum og 7 karladeildum og þátttakendur voru um 1300 alls.
Afturelding áfram í Borgunarbikarnum
Afturelding vann Mídas í fyrstu umferð Borgunarbikarsins á laugardag og mætir Ægi í Þorlákshöfn í næstu umferð
Öðruvísi þrenna á Varmárvelli
Þau tíðindi gerðust í leik Aftureldingar og Fylkis í Lengjubikarnum á Varmárvelli að þrjár systur léku fyrir hönd Aftureldingar í leiknum
Fylkir bar sigur úr býtum í Lengjunni
Afturelding tapaði fyrir Fylki á gerfigrasinu að Varmá í Lengjubikar kvenna á laugardag 1-2
Leikið í Lengjubikar og Borgunarbikar um helgina
Nú er knattspyrnusumarið að fara í gang, keppni í Lengjubikarnum að ljúka og Borgunarbikarinn að hefjast.
Búningasamningur við Errea framlengdur.
Búningasamningur Aftureldingar við Errea hefur verið framlengdur um fjögur ár. Í núverandi samningi við Errea sem gildir til haustsins er ákvæði um framlengingu hans ef báðir aðilar vildu skoða slíkt. Búninganefnd félagsins mælti með áframhaldandi samstarfi við Errea eftir að hafa skoðað hvað það táknaði fyrir félagið og var nýr samningur lagður fyrir formannafund og aðalstjórn félagssins sem staðfestu framlengingu …
Fjórar Aftureldingarstelpur í landsliðshóp
Capriotti landsliðsþjálfari kvenna í blaki hefur tilkynnt 24 kvenna hóp fyrir komandi verkefni í júní þegar Smáþjóðariðill EM verður haldinn í Laugardalshöllinni.
Afturelding á fjóra leikmenn í þessum hópi.
Þær eru Auður Anna Jónsdóttir, Miglena Apostolova, Kristina Apostolova og Thelma Dögg Grétarsdóttir.