Sumargjafirnar fást hjá okkur

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Blak, Handbolti

Þótt að íslenska veðrið segi ekki endilega til um það þá er sumarið bara rétt handan við hornið. Sumargjafir Mosfellinga og Aftureldingafólks fást hjá okkur. Við hvetjum alla til að kíkja á það sem er í boði HÉR Þessar vörur eru seldar sem fjáröflun og er því tilvalið að smella sér á sumargjafir merktar félaginu og í leið styrkja starfið.

Íþróttastarf hefst aftur 15 apríl.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Nýjustu tilslakanir opna á íþróttastarfið.  Á vef stjórnaráðs segir : Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi. Fjöldtakmörkun nemenda í hólfi er 50 einstaklingar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla okkar iðkendur. Við biðjum forráðamenn og …

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Aftureldingar 26. apríl

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 26. apríl næstkomandi kl. 18 í Vallarhúsi að Varmá. Dagskrá fundarins er: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram ársreikning til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar Kosningar (kosningar fara fram á aukaaðalfundi að hausti) …

Aðalfundur Knattspyrnudeildar 26.4.2021

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 26. apríl næstkomandi kl. 20 í Vallarhúsi að Varmá ef aðstæður leyfa. Dagskrá fundarins er: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og …

Aðalfundur Blakdeildar

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Aðalfundur Blakdeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 19. apríl kl 21:00 í Vallarhúsinu að Varmá ef aðstæður í þjóðfélaginu leyfa. Ef um samkomubann verður að ræða þá mun fundurinn fara fram rafrænt.

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar 27. apríl

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Körfubolti, Óflokkað

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 20 á skrifstofu Aftureldingar við íþróttamiðstöðina að Varmá ef aðstæður leyfa annars verður fundinum streymt rafrænt. Á dagskrá fundarins verður: Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og annarra stjórnarmanna.  Framboð til stjórnar óskast tilkynnt fyrir þriðjudaginn 20. apríl á netfang: ormarsson@yahoo.com Undirbúningur fyrir starfssemi deildarinnar á næsta ári …

Aðalfundur Fimleikadeildar 21. apríl

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fimleikar

Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl kl.20.00 í nýju fundaraðstöðunni á skrifstofu Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá ef aðstæður leyfa annars verður fundinum streymt rafrænt. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir …

Aðalfundur Aftureldingar 29. apríl 2021-breytt tímasetning

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur Aftureldingar fer fram í framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, FMOS, fimmtudaginn 29. apríl ef aðstæður leyfa og hefst fundurinn hefst kl. 18.00 en ekki kl. 20 eins og áður var auglýst. Dagskrá aðalfundarins er: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársskýrsla formanns Ársreikningur 2020 Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2021 Heiðursviðurkenningar Kosningar: Kosning formanns Kosning tveggja stjórnarmanna og eins varamanns Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar …

Auka íþrótta- og tómstundastyrkur

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Við minnum á að umsóknarfrestur um auka íþrótta- og tómstundarstyrk lýkur er til 15. apríl nk. Við hvetjum alla til að skoða þetta. Hægt er að nálgast kvittanir inn á afturelding.felog.is – sýna eldri skráningar. Ef það gengur illa má senda póst á íþróttafulltrúa Aftureldingar,  hannabjork@afturelding.is