Afturelding með bæði kvenna-og karlaliðið í FINAL 4 í Kjörísbikarnum í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Karlalið Aftureldingar í blaki drógst á móti KA í 8 liða úrslitum Kjörísbikarsins í blaki og fór sá leikur fram í dag, laugardag að Varmá. Búist var við hörkuleik þar sem þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni. Afturelding kom þó mun ákveðnari til leiks og unnu þeir leikinn 3-0 og eru því komnir áfram í FINAL 4 í …

Áhorfendur á leikjum að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Loksins – loksins megum við taka á móti áhorfendum á íþróttaviðburði. Enn eru þó takmarkanir sem við höfum brugðist við með því að merkja stúkurnar inn í húsi með límmiðum sem segja ýmist ‘sæti’ eða ‘ekki sæti’. Einnig er önnur hver sætalína lokuð til þess að auðvelda fjölskyldum og tengdum einstaklingum að sitja saman. Við biðjum okkar áhorfendur  að virða …

Stelpurnar komnar í FINAL 4 í Kjörísbikarnum

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu í 8 liða úsrslitum Kjöríssbikarsins í blaki í kvöld og fengu þær 1.deildar lið Fylkis í heimsókn.  Afturelding sigraði  leikinn örugglega 3-0 þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst með 18 stig og næst kom Steinunn Guðbrandsdóttir með 11 stig. Undanúrslitin verða spiluð föstudaginn 12.mars í Digranesi og verður dregið í þau á sunnudaginn eftir að síðasta …

Gull á fyrsta bikarmeistaramótinu

Karatedeild AftureldingarKarate

Fyrsta bikarmeistaramót ársins var haldið laugardaginn 27. febrúar 2021. Vegna sóttvarnarráðstafana var einnig keppt í elstu unglingaflokkunum (16-17 ára). Bikarmeistaramótin eru alla jafna þrjú yfir árið og er stigahæsti einstaklingurinn í kata og kumite bikarmeistari í karla og kvennaflokki. Frá Aftureldingu kepptu þeir Þórður Jökull Henrysson í kata karla og Hugi Tór Haraldsson í kumite 16-17 ára. Bestum árangri náði …

Vertu með – Sports for all

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á átta tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna, en rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er um helmingi minni en barna af heimilum þar sem töluð er íslenska. Bæklingana er bæði …

Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar

Karatedeild AftureldingarKarate

Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 9.mars 2021 kl. 19:30 á skrifstofu Aftureldingar við hlið bardagasalar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Reikningar ársins 2020 Kosning formanns Kosning stjóarmanna Tillögur sem borist hafa til stjórnar Önnur mál Þeir sem vilja gefa kost á sér í setu í stjórn eða hafa einhver málefni og tillögur sem þeir vilja leggja fyrir …

Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar 15. mars 2021, kl. 20

Sunddeild AftureldingarSund

Kæru foreldrar og forráðamenn. Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 15. mars kl. 20:00 á skrifstofu Aftureldingar Á fundinum verða fundarstörf þessi: Fundarsetning. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. Kosningar: Kosinn formaður og varaformaður. Kosinn helmingur meðstjórnenda til …

Bikarmót unglinga í blaki.

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Bikarmót unglinga í blaki fór fram um helgina á Akureyri.  Keppt var í U14 og U16 í stúlknaflokkum og í U15 í drengjaflokki. Afturelding átti lið í U15 pilta og U16 stúlkna.  Talsverð fjölgun hefur orðið á yngri iðkendum í blaki í vetur og fögnum við því og bjóðum alla velkomna. Við hefððum nánast getað sent 2 stúlknalið  í U16 …

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar 4. mars 2021 kl. 18

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Frjálsar

Kæru foreldrar og forráðamenn, Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 4. mars kl. 18:00 á skrifstofu Aftureldingar Á fundinum verða fundarstörf þessi: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram reikninga deildarinnar til samþykktar. 5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar. 6. Kosningar: a) Kosinn …

Maður og kona móts í sparring

TaekwondoTaekwondo

Helgina 13-14 febrúar fór fram bikarmót 1 í Taekwondo. Um 150 keppendur tóku þátt í keppni í poomsae (formum) og sparring (bardaga). Keppendur frá Aftureldingu stóðu sig mjög vel og fengu 11 gullverðlaun, 15 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun. Afturelding er í öðru sæti á bikarmótaröðinni með 176 stig. Þá voru Ásta Kristbjörnsdóttir og Wiktor Sobczynski frá Aftureldingu valin kona og …