Æfinga- og keppnisbann hefur nú verið lengt. Við höldum höldum áfram að nýta tímann í að kynna starf Aftureldingar. Næst í röðinni er knattspyrnudeildin. Deildin telur nú rúmlega 600 iðkendur og er sú stærsta innan Aftureldingar. Árið 2019 tókum við í notkun Fellið, en það er heldur betur bylting að geta boðið yngstu iðkendunum okkar upp á inniaðstöðu allan ársins …
Áframhaldandi hlé á íþróttaæfingum frá 20. október
Skóla- og íþróttasvið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að öll íþróttamannvirki og sundlaugar verði áfram lokuð sem þýðir að engar æfingar verða hjá Aftureldingu í þessari viku. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni í takt við álit sóttvarnalæknis. Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér.
Karate – sjálfsvörn, líkamsrækt, bardagaíþrótt og lífstíll!
Karate hentar iðkendum á öllum aldri. Iðkendur Aftureldingar eru á aldrinum 5 ára og uppúr. Karate hefur allt… Karate er bardagaíþrótt, sjálfsvörn, líkamsrækt og lífsstíl. Æfingin skapar meistarar og það hafa þau Þórður Jökull og Oddný heldur betur sannað, en þau eru ríkjandi íslandsmeistarar í karate. Einnig æfa þau og keppa bæði með A Landsliðinu í kararte. En landsliði í …
Taekwondodeild
Taekwondodeild Aftureldingar er ríkjandi íslands-, bikar- og RIG meistarar. Afturelding á norðurlandarmeistarar, bronshafa á heimsmeistaramóti, silfurverðlaunhafa á evrópumóti öldunga og silfurverðlaunhafa á evrópuleikum öldunga. Iðkendur deildarinnar ætla að taka yfir umfafturelding instagramið í dag. Endilega smellið ykkur þangað @umfafturelding Sturlaðar staðreyndir dagsins: Hjá deildinni æfa mæðgur, mæðgin, feðgar, systkini og frændsystkini. iðkendur deildarinnar eru frá 3 ára upp í 50 …
Körfubolti
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur aðsetur í Lágafellslaug. Meirihluti iðkenda í körfuboltanum hjá okkur eru strákar, en sérstök áherlsa er lögð á að stækka stelpuhópana í ár. Við hvetjum alla til að koma prófa! Sturluð staðreynd: Þegar körfubolti var fyrst leikinn voru níu leikmenn inn á vellinum í hvoru liði, í dag eru þeir einungis fimm! Þjálfararnir geta ekki beðið eftir að fá að …
Hjóladeild Aftureldingar
Hjóladeild Aftureldingar er nýjasta deildin okkar. Þrátt fyrir það eru hátt í 70 iðkendur skráðir í deildina. Við hvetjum ykkur til að fara á facebook síðu deildarinnar sem og heimasíðu Aftureldingar og kynna ykkur starfið hjá þessum kröftuga hóp. Hjóladeildin sendir Mosfellingum og öðrum skilaboð: Komdu að hjóla ! Auðlegð Mosfellsbæjar, sveit með sögu, landnámsjarðir og Stekkjarstaur, nándin við náttúruna, …
Fimleikadeil Aftureldingar
Fimleikadeild Aftureldingar var stofnuð árið 1999, en í dag er deildin næst stærsta í félaginu. Mikill metnaður er hjá deildinni að gera hana enn betri og enn stærri. Við erum með frábæran hóp þjálfara, en meðal þeirra eru þeira Bjarni Gíslason þjálfari stúlknalandsliðsins og Alexander Sigurðsson landsliðsmaður í blönduðum flokk. Hér má finna allar fréttir frá fimleikadeild Aftureldingar Hér að …
Komdu í blak!
Blakdeild Aftureldingar fagnaði 20 ára afmæli í fyrra. Við erum rík af afreksfólki í blakdeildinni en við erum svo heppin að þjálfarar meistaraflokkana þjálfa einnig A landslið kvenna. Sturluðar staðreyndir um blakdeild Aftureldingar: Blakdeildin er með þrjá þjálfara og öll hafa þau spilað eða tekið þátt í landsliðsstarfi á Íslandi Allir leikmenn meistaraflokks kvenna í blaki voru valdar á …
Badmintondeild Aftureldingar kynnir öfluga badmintonvél
Íþróttahúsin okkar og sundlaugar eru lokaðar til og með 19. október. Okkur hjá Aftureldingu hlakkar gríðarlega mikið til þess að hefja störf aftur og fá líf á íþróttasvæðin okkar. Þangað til ætlum við að nýta tímann vel og kynna okkar starf enn betur. Badmintondeildi Aftureldingar er með fyrstu skilaboðin til ykkar. Iðkendum hjá badmintondeildinni fer fjölgandi og nú er einnig …
Grímur merktar Aftureldingu
Við höfum sett í sölu þriggja laga, fjölnota grímur með merki Aftureldingar. Nú er lag að styrkja Aftureldingu og taka þátt í að berja veiruna niður. Fyrsta upplagið nemur einungis 100 stk. sem verður tilbúið á mánudaginn. Verði mikill áhugi pöntum við meira. Ath. sérstakar grímur ætlaðar börnum eru í hönnun. https://afturelding.is/fjaroflun/voruflokkar/fjaroflun/