Gull á Bikarmóti í Stjörnunni

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Mikið erum við stolt af strákunum okkar sem unnu gull á Bikarmótinu í hópfimleikum sem fram fór áðan í Stjörnunni og duglegu þjálfurum þeirra 🥳 Til hamingju! Af þessu tilefni langar okkur að bjóða öllum drengjum að mæta á ókeypis opna fimleikaæfingu í Aftureldingu laugardaginn 4. apríl frá 12.30 til 14.00. Allir velkomnir. Láttu sjá þig. P.s. stúlkurnar okkar í 1. …

Fyrirhugað verkfall BSRB og starf Aftureldingar – AFLÝST!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Uppfært 9. mars kl 9.20 Kjara­samn­ing­ur var und­ir­ritaður á milli Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og bæj­ar­starfs­manna­fé­laga inn­an BSRB rétt fyr­ir miðnætti í kvöld hjá rík­is­sátta­semj­ara. Verk­falli fé­lag­anna gagn­vart Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur því verið af­lýst. Öll starfsemi að Lágafelli og Varmá verður því með eðlilegu sniði. Foreldrar, forráðamenn og iðkendur vinsamlegast athugið. Fyrirhugað verkfall BSRB næstkomandi mánudag og þriðjudag nær til starfsmanna …

ATH BREYTT TÍMASETNING Á AÐALFUNDI BLAKDEILDAR

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Vegna yfirvofandi verfalls og breytingu á leikjum í kjölfarið hefur blakdeildin ákveðið að fresta aðalfundi sínum um viku. Fundurinn verður því miðvikudaginn 18.mars í Vallarhúsinu og hefst kl 19:30

Aðalfundur knattspyrnudeildar fer fram 18. mars

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram 18. mars næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 18.30 í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá aðalfundar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði. 4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar,sem staðfestir hafa …

Aðalfundur Taekwondodeildarinar

TaekwondoTaekwondo

Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þann 23. mars nk. kl. 20:30 í vallarhúsinu að Varmá (húsið við frjálsíþróttavöllinn). Allir skuldlausir félagsmenn (forráðamenn barna) í deildinni hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Við hvetjum félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í starfi deildarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru sérstaklega hvattir til að …

Ráðleggingar sóttvarnarlæknis vegna kórónaveirunnar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding vill vekja athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna og hvetur félagsmenn að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir félagsmenn sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis. ÍSÍ bendir sambandsaðilum sínum á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar hafi aðilar verið á …

2 bikarar fóru á loft að Varmá í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Tveir leikir voru spilaðir að Varmá í kvöld. Afturelding-B tók á móti liði Álftaness í 1.deild kvenna kl 19:00 og Afturelding B-lið í 1.deild karla. tók á móti Fylki kl 21:00.  Á milli leikja afhenti formaður blaksambands Íslands, Grétar Eggertsson báðum liðum Deildarmeistarabikarinn , en fyrir leiki kvöldsins voru bæði lið búin að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að tvær …

Afturelding gerði gott mót í Þorlákshöfn

Badmintondeild AftureldingarBadminton

Badmintondeild Aftureldingar tók þátt í Unglingamóti Þórs í Þorlákshöfn. Afturelding var með 5 fulltrúa á mótinu og unnu allir til verðlauna á mótinu.   Brent John Inso vann til gullverðlauna í einliðaleik í flokki U15-17 Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir vann til gullverðlauna í einliða í flokki U13-15 en það var Dagbjört Erla Baldursdóttir sem vann silfurverðlaunin. Þá vann Kird Lester Inso …

Afturelding mætir Stjörnunni í undanúrslitum á fimmtudag

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Fimmtudagskvöldið 5. mars mætast Afturelding og Stjarnan í undanúrslitum í CocaCola-bikarnum í handbolta. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sem er leikinn tveimur dögum síðar. Leikurinn hefst kl. 20:30. Upphitun hefst á Barion kl. 18.00 verða frábær tilboð á mat og drykk fram að leik. Rútuferðir verða fyrir stuðningsmenn frá Barion kl. 19:30 og svo aftur tilbaka í Mosfellsbæ að leik loknum. …