Sex úr Aftureldingu í Hæfileikamótun HSÍ

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram um helgina í TM-höllinni í Garðabæ. Þar æfðu strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn nýráðinna þjálfara, en það eru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir. Hæfileikamótunin er mikilvæg bæði HSÍ og krökkunum sem þar æfa en þarna fá þau að kynnast umhverfi yngri landsliðanna. Þá hélt Bjarni Fritzson fyrirlestur fyrir …

Tvöfaldir Íslandsmeistarar í Taekwondo

TaekwondoTaekwondo

Helgina 19-20 október var haldið Íslandsmót í Taekwondo og fór Taekwondodeild Aftureldingar með sigur að hólmi og hlaut því tvöfaldan Íslandsmeistartitil. Á laugardeginum fór fram Íslandsmót í Poomsae (formum/tækni) og á sunnudeginum Íslandsmót í Kyorugi (bardaga). Á Íslandsmóti taka þátt iðkendur sem verða 12 ára á árinu og eldri. Þetta er frábær árangur og sýnir hvað þetta góða starf deildarinar …

Valdís og Sigvaldi í U17 landslið BLÍ

Blakdeild AftureldingarBlak, Óflokkað

Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar spiluðu með  U-17 landsliðum Íslands í blaki nú í vikunni. Liðin tóku þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2019 og var haldið í Ikast í Danmörku.  Strákarnir lentu í 4 sæti á mótinu og stelpurnar í 5. sæti. Þjálfarar U17 landsliðs kvenna eru Borja Vicente þjálfari mfl kvk hjá …

Arnar lætur af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Arnar Hallsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Arnar tók við liðinu haustið 2017 og stýrði liðinu í tvö tímabili. Á fyrsta tímabili stýrði Arnar Aftureldingu til sigurs í 2. deild karla. Í ár hafnaði Afturelding í 8. sæti í Inkasso-deildinni með 23 stig. Afturelding vill koma á framfæri þökkum til Arnars fyrir sín …

Brons á Heimsmeistaramóti

TaekwondoTaekwondo

Þann 11. október 2019 keppti María Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Heimsmeistaramóti í strandformum Poomsae (World Taekwondo Beach Championships 2019) sem fram fór í Egyptalandi. Hún fékk bronsverðlaun sem er ótrúlega flottur árangur. María keppti í flokki eldri en 30 ára og er þetta í fyrsta skipti sem íslendingar komast á pall í þeim flokki. Við óskum Maríu innilega til hamingju með …

Starfsdagur Aftureldingar fer fram í dag

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Árlegur starfsdagur þjálfara Aftureldingar verður haldinn í Lágafellskóla þann 10. október. Athugið að allar æfingar eftir 18.00 falla niður og við gerum ráð fyrir því að allir þjálfarar mæti. Stjórnarfólk og áhugafólk um íþróttir er velkomið líka! Eins og undanfarin ár þá komum við öll saman, hlustum á fyrirlestra, fræðslu og skemmtun í eina kvöldstund. Starfsdagurinn hefst kl 18.00-21.00 vinsamlegast …

Stelpurnar með góðan sigur á HK

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Fyrsti heimaleikur kvennaliðsins í Mizunodeildinn í blaki var í kvöld, miðvikudag og fengu stelpurnar HK í heimsókn. Skemmst er frá að segja að Aftureldingarstúlkur unnu öruggan 3-1 sigur þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir vara stigahæst okkar stúlkna með 20 stig og María Rún Karlsdóttir með 18 stig. Stelpurnar eru búnar að spila 2 leiki og vinna þá báða svo þær …

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í blaki á miðvikudaginn

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Fyrsti heimaleikur kvennaliðs Aftureldingar á nýju keppnistímabili Mizunodeildarinnar fer fram að Varmá  á miðvikudaginn þann 9.október  og hefst kl. 20:00 þegar Afturelding tekur á móti HK. Í tilefni bleika dagsins (11.október) hefur blakdeild Aftureldingar ákveðið að allur ágóði af miðasölu á leikinn renni óskertur til Bleiku slaufunnar. Við hvetjum því stuðningsmenn til að mæta á pallana til að styðja sitt …

Eggjasala til styrktar meistaraflokki Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur kvenna í handbolta er með til sölu eggjabakka frá Stjörnueggjum til fjáröflunar. Í hverjum bakka eru 30 egg og kostar bakkinn 2.200 kr. Bakkinn kemur einu sinni í mánuði. Hægt er að vera í áskrift út tímabilið en einnig er hægt að velja um að fá bakka annan hvern mánuð. Eggjunum verður skutlað upp að dyrum hjá kaupendum af leikmönnum …

Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Opið er fyrir umsóknir í Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrk til keppnisferða eða þjálfunarferða. Opið er fyrir umsóknir inn á heimasíðu Aftureldingar. Umsóknarfrestur fyrir úthlutun haustsins er til 31. október. Úthlutað verður úr sjónum í nóvember. Farið er með …