Áskorun dagsins

Þó svo að skipulagt íþróttastarf hafi tímabundið verið lagt niður, þá getum við flest haldið áfram að hreyfa okkur og hafa gaman.
Á næstu dögum munum við setja inn áskoranir dagsins sem við hvetjum alla fjölskyldumeðlimi til að vera með í.

Við hvetjum ykkur svo til þess að deila gleðinni með okkur.
Instagram @umfafturelding  og merkiði deildina ykkar líka!
#heimaæfingAfturelding

Á hverjum föstudegi í samkomubanni verður dregin út vinningshafi í boði Jakó. Vinningarnir verða ákaflega nytsamlegir fyrir alla Aftureldingar aðdáendur.
Til þess að taka þátt þarf að merkja okkur á instagram #heimaæfingAfturelding og @umfafturelding

30 mars 2020

Áskorun dagsins er skemmtilega svona á mánudegi.
Valal blak- og styrktarþjálfari skorar á þig í smá samhæfingarverkefni

Við hvetjum ykkur svo til þess að deila gleðinni með okkur.
Instagram @umfafturelding  og merkiði deildina ykkar líka!
#heimaæfingAfturelding

29. mars 2020

Andri Freyr leikmaður meistaraflokk í knattspyrnu skorar á alla að smella sér í útigallann. Þessa áskorun er vel hægt að gera með 2. metra reglunar að leiðarljósi.
Muna merkja okkur @umfaafturelding og #heimaæfingAfturelding

28. mars 2020

@iddadogg og sonur komu úr pottinum í gærkvöldið, þau eiga smá vinning upp á skrifstofu Aftureldingar eftir samkomubann.

í dag talar listapúkinn!
Það þarf ekki að útskýra þetta neitt frekar.

Bara muna merkja okkur @umfaafturelding og #heimaæfingAfturelding

27. mars 2020

Valal þjálfari í blakdeild Aftureldingar skorar á ykkur í þessa skemmtilegu æfingu.
Þið getið valið erfiðleikastigið sjálf
Muna að draga alla með í þessa skemmtun og deila gleðinni með okkur.
@umfafturelding
#heimaæfingAfturelding

26. mars 2020.

Taekwondo deildin stígur næst á svið með heldur betur skemmtilega áskorun. Það geta allir tekið þátt! Vígsteinn aðstoðarþjálfari skorar á ykkur að taka örlítið öðruvísi kviðæfingar!
Eina sem þið þurfið er að setja lagið ‘Baby shark’ á fóninn, ágætis gólfpláss, mikla gleði og einhvern til að taka upp skemmtunina og senda okkur hana.
Smá tækniörðuleikar – til aðsjá fullt myndband, smellið ykkur inn á facebook síðu félagins.

25. mars 2020

í dag ætla handboltaþjálfararnir Sigrún og Óli Snorri að skora á mosfellinga, unga sem aldna!
það sem þarf í dag er bolti, barn/bangsi og brosið!

Foreldrar – grípið næsta barn til að gera hnébeygjurnar hans Óla Snorra þyngri. Krakkar, þið getið notað bangana ykkar eða bolta!

Fyrir áskorunina hennar Sigrúnar þurfi þið vegg og bolta – og ekki gleyma góða skapinu!

24. mars 2020

Ingólfur Orri er markmannsþjálfari og þjálfari 4 fl kvk í knattspyrnu. Hann skorar á alla mosfellinga í dag.
Fyrir áskorun í dag þarf tvo bolta, skiptir ekki máli hvernig bolta, fullt af samhæfingu og góða skapið!
Ekki gleyma að merkja okkur á instagram #heimaæfingAfturelding @umfafturelding

23. mars 2020

Addi badmintonþjálfari byrjar á að skora á ykkur í þyrsluspaðan.
Eins marga hringi og aldurinn segir til um.