Birkir og Guðmundur Árni í úrvalsliði Olísdeildarinnar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding á tvo fulltrúa í úrvalsliðinu fyrir áramót í Olísdeild karla í handbolta sem kynnt var í Seinni Bylgjunni í vikunni. Birkir Benediktsson og Guðmundur Árni Ólafsson voru valdir í liðið en þeir hafa verið frábærir fyrir Aftureldingu í vetur. Guðmundur Árni hefur skorað 94 mörk á leiktíðinni og verið algjörlega frábær í hægra horninu hjá Aftureldingu. Birkir Ben hefur …

Heimsókn frá jólasveinum Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Hin vinsæla heimsókn sveina frá knattspyrnudeild UMFA verður í boði 24. desember milli 10 og 13! Þann 24. desember verðar strákarnir að aðstoða þá sem eru önnum kafnir síðustu þrettán dagana fyrir jól. Heimsóknartíminn er mánudagurinn 24. des á milli kl 10-13. Hægt er að láta sveina afhenda pakka en þá þurfa þeir að vera geymdir í ólæstum bíl fyrir …

3 leikmenn og þjálfari kvennaliðsins í úrvalsliði fyrri hlutans

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Afturelding á 3 leikmenn og þjálfara kvennaliðsins okkar í úrvalsliðum Mizunodeildanna, fyrri hluta leiktímabilsins. Besti frelsingi karlamegin var valin Kári Hlynsson Besti frelsingi kvennamegin var valin Kristina Apostolova Annar af bestu köntum kvennamegin var valin María Rún Karlsdóttir Besti þjálfari kvennamegin var valin Borja Vincente, þjálfari kvennaliðs Aftureldingar. Til hamingju

Síðasti leikurinn fyrir jól hjá strákunum

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Síðasti leikurinn í Mizunodeild karla fyrir jól er í kvöld að Varmá þegar Afturelding fær HK í heimsókn. HK er í 2.sæti en gæti náð toppsætinu vinni þeir leikinn. Afturelding getur tryggt sig í 4.sæti deildarinnar með sigri. Áfram Afturelding

Happdrætti – vinningsnúmer

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Nú hefur verið dregið í happdrætti 2. og 3.flokks og eru vinningsnúmerin hér fyrir neðan. Haft verður samband við vinningshafa og vinningar keyrðir heim til þeirra. Við þökkum góðar viðtökur og gaman að segja frá því að svona rafrænt happdrætti virkaði alveg ótrúlega vel. Takk fyrir stuðninginn og gleðileg jól.   Grillmarkaðurinn – Gjafabréf 504 Fiskmarkaðurinn – Gjafabréf 47 Sporthúsið …

Gunnar Magnússon tekur við Aftureldingu í sumar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka og aðstoðarþjálfari íslenska handknattleikslandsliðsins mun taka við þjálfun meistaraflokks Aftureldingar sumarið 2020. Einar Andri Einarsson hættir eftir yfirstandandi keppnistímabil, þegar samningur hans rennur út, eftir sex ár í Mosfellsbænum. Lið Aftureldingar hefur spilað mjög vel á tímabilinu og er í 2. sæti Olís-deildarinnar nú þegar jólafríið er hafið. Gunnar er mjög reyndur og sigursæll þjálfari og …

Oskar Wasilewski semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur gert tveggja ára samning við varnarmanninn efnilega Oskar Wasilewski. Oskar er 19 ára gamall Skagamaður sem getur bæði leyst stöðu miðvarðar og bakvarðar. Hann sem var fyrirliði ÍA sem varð Íslandsmeistari í 2. flokki í sumar og á einnig að baki 12 meistaraflokksleiki með Kára í 2. deild karla og Mjólkurbikarnum. Afturelding býður Oskar hjartanlega velkominn til félagsins …

Allir ánægðir með Aðventumót Gerplu

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Þann 7. Desember fór fram Aðventumót Gerplu. Afturelding sendi frá sér 4 lið á það mót og voru flestir sem kepptu að stíga sín fyrstu spor í keppni. Öll liðin stóðu sig gríðarlega vel og erum við rosalega stolt af þeim.   Liðin sem kepptu voru: 5. Flokkur 1 5. Flokkur 2 4. Flokkur 2 3. Flokkur 3 5. Flokkurinn stóð …

Mikilvægir leikir að Varmá um helgina

Blakdeild AftureldingarFrjálsar

Afturelding tekur á móti KA í Mizunodeild kvenna um helgina. Liðin spila 2 leiki, kl 14:00 á laugardag og kl 13:00 á sunnudaginn. Auk þess spila B liðin í 1.deild kl 16:00 á laugardaginn. Bæði liðin hafa unnið alla sína leiki á leiktíðinni og eru þetta síðustu leikir fyrir jólafrí í deildinni. Búast má við hörkuleikjum milli þessara liða og …

Guðmundur Helgi stýrir Aftureldingu út tímabilið

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur skrifað undir samning við Guðmund Helga Pálsson um þjálfun meistaraflokks kvenna í handbolta. Guðmundur stýrir liðinu í fyrsta leik eftir pásu í Olís-deildinni 18. janúar. Hann var áður þjálfari meistaraflokks karla í Fram en fær nú það krefjandi verkefni að stýra kvennaliði Aftureldingar. „Handknattleiksdeild Aftureldingar er afar stolt að fá svona flottan þjálfara í slaginn með okkur,“ segir Hannes …