Siglfirðingarnir Kristinn Freyr Ómarsson og Eduard Constantin Bors framlengdu báðir samninga sína við blakdeild Aftureldingar í vikunni. Báðir komu þeir til Aftureldingar frá BF (Boltafélag Fjallabyggðar) fyrir síðustu leiktíð og unnu til bronsverðlauna í efstu deild karla með Aftureldingu ásamt því að spila í 1.deild karla með unglingaliðinu. Báðir hafa þeir tekið þátt í landsliðsverkefnum U liða Íslands.
Michal og Sebastian framlengja samninga sína
Michal Lakomi og Sebastian Sævarsson Meyer framlengdu báðir samninga sína við blakdeild Aftureldingar í vikunni. Michal hefur spilað með meistaraflokki s.l. 2 ár vann til bronsverðlauna í vor með liðinu. Sebastian byrjaði að æfa blak með Aftureldingu sem barn en fluttist síðan í burtu. Hann kom aftur sem fullorðinn og í meistaraflokkinn og hefur spilað með liðinu undanfarin ár. Sebastian …
Oddný og Þórður með brons
Laugardaginn 17. ágúst tók landsliðsfólkið okkar, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson þátt í sterku opnu móti með landsliði Íslands í karate í Helsinki í Finnlandi – Helsinki Karate Open. Oddný og Þórður stóðu sig frábærlega og náðu bæði þriðja sæti. Þátttaka í mótinu var liður í undirbúningi fyrir alþjóðlega Smáþjóðamótið í karate sem haldið verður að þessu sinni í Laugardalshöll …
Komdu í blak !!!!
Blakæfingar hjá öllum hópum hefjast samkvæmt tímatöflu mánudaginn 2. september. Frítt að æfa í öllum yngri hópum til 15. september. Fyrsta mót vetrarins verður á Húsavík þann 5. – 6. október. Miðvikudaginn 9. október verður grunnskólamót í 3ja manna blaki fyrir 4, 5 og 6.bekk og í fyrra mættu um 500 lið á mótið. Blakdeildin býður upp á æfingar fyrir …
Rebekka Sunna og Sunneva Björk í U17 úrtaki
Rebekka Sunna Sveinsdóttir og Sunneva Björk Valdimarsdóttir hafa verið valdar í 15 manna úrtak í U17 landsliði Íslands en í þeim hópi eru stúlkur fædddar 2004 og síðar. Ingólfur Guðjónsson og þjálfarateymið hafa kallað saman 15 stúlkur sem koma saman núna um helgina í undirbúningi sínum fyrir undankeppni EM U17. Mótið fer fram í Danmörku dagana 12.-15. september nk. og æfir …
Sportís í samstarf við Aftureldingu
Sportís ehf umboðsaðili Asics og Afturelding handboltadeild gera með sér samning um sölu og markaðssetningu á Asics handboltaskóm. Leikmenn meistaraflokka Aftureldingar spila í Asics næstu 3 árin. Sportís bíður félagsmönnum frábær kjör á skóm í verslun sinni í Mörkinni 6. Nánar um samstarfið kemur í næsta mosfelling og á heimasíðu Aftureldingar. Á myndinni eru Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeild og Skúli …
Skelltu þér í handbolta – æfingar hefjast 2. september 2019
Æfingar hjá yngri flokkum (5.-8. flokki) handknattleiksdeildar hefjast mánudaginn 2. september 2019. Við í handknattleiksdeildinni hlökkum mikið til og bjóðum alla fyrri iðkendur sem og nýja hjartanlega velkomna. Nýjum iðkendum gefst tækifæri á að koma og prufa að æfa í tvær vikur án skuldbindingar. Skráning er hér Tímatafla er hér (Tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar).
Afturelding UMSK meistari karla
Karlalið Aftureldingar varð um helgina UMSK meistari í handbolta árið 2019 en leikið var í Kórnum í Kópavogi. Afturelding tók þátt í mótinu ásamt Gróttu, Stjörnunni og gestgjöfum HK. Afturelding vann tvo leiki af þremur og gerði jafntefli við HK í lokaleiknum. Afturelding vann því mótið. Guðmundur Árni Ólafsson lék vel í mótinu og skoraði alls 25 mörk í þessum …
Æfingar hefjast 3. september
Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast þriðjudaginn 3. september 2019. Æfingar byrjenda hefjast 11. september 2019 Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar). Sjá tímatöflu hér. Skráning fer fram hér.
Birta Rós og Kristina framlengja samninga sína við Aftureldingu
Birta Rós Þrastardóttir og Kristina Apostolova skrifuðu undir áframhaldandi samninga við Blakdeild Aftureldingar í vikunni. Kristina hefur spilað með kvennaliðinu frá stofnun þess eða frá haustinu 2011 og á stóran þátt í öllum titlum félagsins en með liðinu er Kristina þrefaldur Íslandsmeistari, fjórfaldur Deildarmeistari og fjórfaldur Bikarmeistari með Aftureldingu. Blakdeildin er ákaflega ánægð að hafa Kristinu innanborðs áfram. Birta Rós …