Þrír frá Aftureldingu á EM í Tyrklandi

TaekwondoTaekwondo

Landsliðsþjálfari Íslands í Taekwondo formum, Lisa Lents, hefur valið þá sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í formum sem fram fer í Tyrklandi dagana 2–4. apríl 2019. Í hópnum eru þrír fulltrúar frá Aftureldingu. Ásthildur Emma Ingileifardóttir Wiktor Sobczynski María Guðrún Sveinbjörnsdóttir Í framhaldi af Evrópumótinu fer fram Evrópumótið í strandformum (European Beach Championships) og munu þau einnig …

Aðalfundur fimleikadeildar 3. apríl

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi kl.20.00 í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: Fundarsetning. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar,sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram …

Hátíðaraðalfundur Aftureldingar 11. apríl í tilefni af 110 ára afmæli

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar mun fara fram þann 11. apríl næstkomandi í Hlégarði. Um sérstakan hátíðaraðalfund er að ræða en þennan sama dag fagnar félagið 110 ára afmæli. Hefðbundin aðalfundarstörf mun fara fram á aukaðalfundi félagsins sem haldin verður síðar í apríl í tilefni af afmæli félagsins. Nánari dagskrá fyrir hátíðaraðalfundinn þann 11. apríl verður kynnt þegar nær dregur. Við hvetjum …

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata var haldið 9. mars. Afturelding hefur ekki átt keppanda í fullorðinsflokki í nokkur ár, en Þórður Jökull Henrysson hefur nýlega öðlast þátttökurétt í flokkinum og var hann eini keppandi Aftureldingar á mótinu að þessu sinni. Þórður sýndi og sannaði að hann hefur bætt sig gríðarlega undanfarið ár en hann lenti í 3. sæti eftir tvo örugga …

Aðalfundur karatedeildar

Karatedeild AftureldingarKarate

Aðalfundur karatedeildar verður haldinn 11. mars 2019 kl. 19:30 í bardagasalnum. Í upphafi fundar verður samningur um fyrirmyndafélag ÍSÍ endurnýjaður. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar ársins 2018 5. Kosning formanns 6. Kosning stjóarmanna 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar 8. Önnur mál Hlökkum til að sjá sem flesta, foreldra …

Góður sigur Aftureldingar gegn Fjölni

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding mætti í gærkvöld Fjölni í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins. Afturelding var með fjögur stig fyrir leikinn en Fjölnir var með sjö. Bæði lið höfðu lokið þremur leikjum fyrir leikinn í kvöld. Afturelding leiddi í hálfleik með marki frá Jasoni Daða. Flóðgáttirnar opnuðust svo í seinni hálfleik. Jason Daði bætti sínu öðru marki við eftir fjórar mínútur en Guðmundur …

Andri Þór aftur í Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Andri Þór Grétarsson er mættur aftur í Mosfellsbæinn og mun leika með Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar. Hann kemur á láni frá HK.  Andri Þór þekkir vel til hjá Aftureldingu en hann spilaði með liðinu í 2. deild síðasta sumar og hjálpaði liðinu að tryggja sæti sitt í Inkasso-deildinni. Trausti Sigurbjörnsson hefur spilað með Aftureldingu í vetur en hann meiddist …

Góður árangur hjá Taekwondodeild Aftureldingar á Bikarmóti 2

TaekwondoTaekwondo

Mynd: Tryggvi Rúnarsson Um síðustu helgi var haldið annað þriggja bikarmóta Taekwondosambands Íslands í íþróttahúsi Ármanns í Laugardal.  Afturelding á titil að verja frá síðasta ári og hefur afgerandi forskot á mótaröðinni í ár þegar aðeins eitt mót er eftir. Keppendur okkar stóðu sig með stakri prýði, eins og ávallt, og var sérstaklega gaman að sjá hversu vel okkar yngstu …

Starf fjármálafulltrúa laust til umsóknar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa í fullt starf. Um er ræða starf við bókhald og umsjón fjármála á skrifstofu félagsins. Afturelding er eitt af stærri íþróttafélögum landsins með um 1.300 iðkendur í 11 deildum. Starfssvið Færsla bókhalds Móttaka reikninga Umsjón með viðskiptamannabókhaldi Launavinnsla Reikningagerð og innheimta Uppgjör og afstemmingar Símsvörun og önnur tilfallandi skrifstofustörf Hæfniskröfur og eiginleikar Góð …

Eyþór Aron og Róbert Orri í landsliðshópi U17

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Davíð Snorri Jónasson hefur valið hópinn sem keppir í milliriðlum undankeppni EM 2020. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Slóveníu og Hvíta Rússlandi og fara tvö efstu lið riðilsins áfram í lokakeppnina. Róbert Orri Þorkelsson og Eyþór Aron Wöhler hafa verið valdir í U17 ára landsliðshópinn. Til hamingju með valið strákar og gangi ykkur vel! Davíð Snorri Jónasson hefur valið hópinn sem keppir …