Kjartan, Hilmir og Sigvaldi endurnýja saminga við Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Í dag endurnýjuðu samninga sína við blakdeildina Hilmir Berg Halldórsson, Kjartan Davíðsson og Sigvaldi Örn Óskarsson.  Allir eru þeir félagar uppaldir í  Aftureldingu og hafa þeir spilað upp alla yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum í U17 og U19 ára landsliðum Íslands. Þeir hafa allir æft og spilað með meistaraflokki félagsins undanfarin 2 ár ásamt því að …

Dagrún Lóa og Karitas Ýr framlengja við Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Dagrún Lóa Einarsdóttir og Karitas Ýr Jakobsdóttir  skrifuðu undir og framlengdu samning sinn við uppeldisfélagið sitt í blaki. Þessar stelpur hafa spilað í öllum yngri flokkum félagsins ásamt því að taka þátt í landsliðsverkefnum yngri lið.  Sðustu 2 ár  hafa þær einnig æft  með meistaraflokki  félagsins. Þær voru í hópi meistaraflokks sem náðu í bronsverðlaun á síðustu leiktíð bæði í meistaraflokki …

Þórey, Steinunn og Hilma framlengja samning sinn við Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Hilma Jakobsdóttir, Steinunn Guðbrandsddóttir og Þórey Símonardóttir skrifuðu allar undir áframhaldandi samning við blakdeild Aftureldingar í dag.  Þær eru allar uppaldar í félaginu og hafa spilað með Aftueldingu upp yngri flokkana auk þess að taka þátt í landsliðsverkefnum.  Þær hafa æft og spilað með meistaraflokknum s.l. 2 ár auk þess að spila í 2.flokki kvenna. Á síðasta leiktímabili lönduðu bæði …

Afturelding með 7 lið í Íslandsmótinu í blaki á næstu leiktíð

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Deildaniðurröðun Blaksambands Íslands er klár að mestu fyrir komandi tímabil og verður spilað í 4 karladeildum og 7 kvennadeildum. Af þessum 7 liðum frá Aftureldingu eru 2 unglingalið sem spila í 1.deildum karla og kvenna og eitt lunglingalið stúlkna sem spilar í 3.deild kvenna og auk þess eru liðin okkar í efstu deildum karla og kvenna að sjálfsögðu með. Bæði …

Deildarmeistara í 4.deild kvk B

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 16.-18.mars fór fram síðasta umferðin í Íslandsmóti 4.deildar kvenna í blaki en keppt var í B úrslitum. Mótið var haldið á Flúðum og er skemmst frá því að segja að ungu stúlkurnar okkar í 2.og 3.fl gerðu sér lítið fyrir og unnu alla 5 leiki helgarinnar og stóðu þar með uppi sem sigurvegarar B deildarinnar. Virkilega vel gert hjá …

Tvíhöfði í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak, Óflokkað

Bæði liðin okkar í Mizunodeild karla og kvenna taka á móti liðum Álftaness í kvöld, miðvikudag og hefst kvennaleikurinn kl 18:30 og karlaleikurinn í kjölfarið eða kl 20:30. Við hvetjum okkar fólk til að mæta í rauðu á pallana og hvetja liðin okkar áfram.    Áfram Afturelding

Blakveisla að Varmá um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Mikil blakveisla verður að Varmá um helgina þegar Afturelding tekur á móti firnasterkum liðum KA bæð í karla-og kvennaflokki.  KA liðið karlamegin voru þrefaldir meistarar á síðasta keppnistímabili og hafa styrkt sig enn meira fyrir tímabilið og ætla sér greinilega stóra hluti. Kvennalið KA hefur einnig styrkt sig mjög mikið en liðið var í síðasta sæti á síðasta Íslandsmóti. Karlaliðin …

Annar sigur hjá strákunum, og núna í 1.deild karla

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar teflir fram þremur karlaliðum í Íslandsmóti Blaksambands Íslands. Strákarnir í Mizunodeildinni gerðu góða ferð í Kópavog og nældu sér í 3 stig á miðvikudaginn.  Á fimmtudaginn hélt 1.deildar liðið okkar einnig í Kópavog  en þá spiluðu þeir sinn fyrsta leik í Benecta deildinni og gerðu eins, komu heim með 3 stig eftir viðureign við HKarla. Glæsileg byrjun hjá …

Strákarnir byrja vel – sigur í fyrsta leik.

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Keppnin í Mizunodeild karla í blaki hófst í gærkvöldi þegar Afturelding sótti HK heim í Fagralund. Strákarnir okkar byrjuðu af krafti og unnu HK 1-3. Glæsileg byrjun hjá strákunum og lofar góðu. Næstu leikir eru 10. og 11. nóvember þegar Afturelding fær lið KA í  heimsókn og spila þá bæði karla- og kvennaliðin við KA.

Blakferð til Hvammstanga

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 13.-14.okt s.l. héldu 8 stúlkur úr 2.og 3. flokki Blakdeildar Aftureldingar til Hvammstanga þar sem þær kepptu í blaki í  fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 4.deild.  Mótið er spilað í þremur helgarmótum yfir blaktímabilið 2018-2019.  Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarin ár skráð 1 stúlknalið til þátttöku í þessa deildarkeppni hjá konunum.  Þetta er mikil og góð reynsla fyrir stúlkurnar, auk …