Á Íslandsmóti öldunga, sem fram fór þann 8. nóvember síðastliðinn, gerði Afturelding sér lítið fyrir og hlaut gullverðlaun í heilum fimm flokkum ásamt silfri í einum. Alls var keppt í níu flokkum Undanfarin ár hefur mikil gróska einkennt starf fullorðinshópsins hjá félaginu. Fjölmargir keppendur taka reglulega þátt í mótum, og framfarir þeirra hafa verið stöðugar. Það er einstaklega ánægjulegt að …
Badminton æfingar byrja í dag
Badmintonæfingar hefjast í vikunni. U15-U19 og fullorðnir í dag, mánudag. U9, U11 og U13 á morgun, þriðjudag. Skráning á Abler – https://www.abler.io/shop/afturelding/badminton
Badmintondeild auglýsir eftir þjálfara
Badmintondeild Aftureldingar auglýsir lausa stöðu þjálfara. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara til að leiða faglegt starf og þjálfun iðkenda. Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, hafi til að bera góða hæfni í samskiptum og eigi auðvelt með að vinna með börnum. Kostur ef hann hefur áður komið að þjálfun. Allar upplýsingar veitir Jónatan Jónasson í síma 842-1913 og …
Unglingamót Aftureldingar 17-18 febrúar 2024
Helgina 17-18 febrúar næstkomandi verður Unglingamót Aftureldingar haldið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Keppt verður í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í flokki A og B, U13, U15, U17 og U19. Úrslit í A-flokki gefa stig inn á styrkleikalista og er hluti af Stjörnumótaröð BSÍ. Keppnisfyrirkomulag verður þannig að keppt verður í riðlum í einliðaleik en útslætti í tvíliða- og tvenndarleik. Skráningu …
Vorönn byrjar 3. janúar hjá fullorðnum og 8. janúar hjá krökkunum!
Nú er komið að nýrri önn hjá badmintondeildinni. Æfingar byrja samkvæmt stundatöflu 3. janúar hjá fullorðnum og 8. janúar hjá krökkunum. Skráningar fara fram í gegnum Sportabler kerfið, sjá hér: https://www.sportabler.com/shop/afturelding/badminton Fyrri iðkendur eru forskráðir á vorönnina og ætti að birtast sjálfkrafa í Sportabler. Miðað er við að nýjir iðkendur geti prófað í 2 vikur áður en skráning þarf að …
Geggjuð Rallý á Meistaramóti BH
Meistaramót BH fór fram dagana 24-26 nóv 2023 og tóku 10 iðkenndur úr Aftureldingu þátt. Afturelding náði í silfur bæði í tvennda og tvíliða karla í 2.deildinni. Hérna má sjá brot af þeim geggjuðu rallýum sem náðust á youtube. Anna Bryndís og Andrés náðu silfri í tvennda og Þorvaldur og Gauti náðu silfri í tvíliða.
Vel heppnað Meistaramót um helgina
Helgina 23-24 sept var haldið Meistaramót Aftureldingar að Varmá sem var jafnframt fyrsta fullorðins mót vetrarins hjá Badmintonsambandi Íslands. Þátttakendur komu frá 6 félögum og voru spilaðir yfir 80 leikir í sölum 1 og 2 að Varmá. Krakkarnir okkar aðstoðuðu með talningu á mótinu og stóðu sig með prýði. Okkar eigin Sunna Karen Ingvarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði …
Badminton komið á fullt
Í síðustu viku hófust badmintonæfingar hjá öllum hópum samkvæmt stundatöflu. Virkilega góð mæting hjá fullorðinshópnum okkar þar sem bæði byrjendur og lengra komnir spila saman. Í unglingahópunum okkar er ennþá pláss til að bæta við iðkenndum og hvertjum við alla að koma og prófa í þessari viku. U9: 1-3 bekkur U11: 4 og 5 bekkur U13: 6 og 7 bekkur …
Haustönn byrjar 1. september 2023
Nú er komið að nýrri önn hjá badmintondeildinni. Æfingar byrja samkvæmt stundatöflu 1. september. Skráningar fara fram í gegnum Sportabler kerfið, sjá hér: https://www.sportabler.com/shop/afturelding/badminton Miðað er við að nýjir iðkendur geti prófað í 2 vikur áður en skráning þarf að fara fram. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂