U19 landslið Íslands á NEVZA

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Fulltrúar Aftureldingar í U19 ára landsliði Íslands sem taka þátt í NEVZA (Norður Evrópumót) í blaki sem fram fer þessa dagana í Finnlandi  eru: Sigvaldi Örn Óskarsson, Daníela Grétarsdóttir, Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Hilmir Berg Halldórsson og Birta Rós Þrastardóttir. Bæði stúlkna og drengjaliðin spila um 5-7 sætið á mótinu.  

Valdís og Sigvaldi í U17 landslið BLÍ

Blakdeild AftureldingarBlak, Óflokkað

Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar spiluðu með  U-17 landsliðum Íslands í blaki nú í vikunni. Liðin tóku þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2019 og var haldið í Ikast í Danmörku.  Strákarnir lentu í 4 sæti á mótinu og stelpurnar í 5. sæti. Þjálfarar U17 landsliðs kvenna eru Borja Vicente þjálfari mfl kvk hjá …

Stelpurnar með góðan sigur á HK

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Fyrsti heimaleikur kvennaliðsins í Mizunodeildinn í blaki var í kvöld, miðvikudag og fengu stelpurnar HK í heimsókn. Skemmst er frá að segja að Aftureldingarstúlkur unnu öruggan 3-1 sigur þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir vara stigahæst okkar stúlkna með 20 stig og María Rún Karlsdóttir með 18 stig. Stelpurnar eru búnar að spila 2 leiki og vinna þá báða svo þær …

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í blaki á miðvikudaginn

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Fyrsti heimaleikur kvennaliðs Aftureldingar á nýju keppnistímabili Mizunodeildarinnar fer fram að Varmá  á miðvikudaginn þann 9.október  og hefst kl. 20:00 þegar Afturelding tekur á móti HK. Í tilefni bleika dagsins (11.október) hefur blakdeild Aftureldingar ákveðið að allur ágóði af miðasölu á leikinn renni óskertur til Bleiku slaufunnar. Við hvetjum því stuðningsmenn til að mæta á pallana til að styðja sitt …

Hilmir Berg Halldórsson valin í A landslið karla

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Uppspilari karlaliðs Aftureldingaar Hilmir Berg Halldórssonn hefur verið valin í lokahóp A landsliðs karla í blaki. Hilmir hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum í U19 og U17 ára landsliðum Íslands. Karlalandsliðið fer til Færeyja næstkomandi fimmtudag í Evrópukeppni Smáþjóða. Þjálfarar liðsins eru Filip Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo en liðið er töluvert breytt frá því á Smáþjóðaleikunum í vor. Liðið spilar þrjá …

Blakið hafið með sigri og tapi

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Fyrstu leikir í Mizunodeildum karla og kvenna hófust í kvöld, föstudag þegar Aftuelding sótti Álftanes heim. Selpurnar hófu leikinn og tóku öll stigin með sér því þær unnu leikinn 3-0 og hefja því leiktíðina á sigri. Strákarnir spiluðu á eftir en áttu erfiðar uppdráttar þar sem þeir töpuðu 1-3 fyrir heimamönnum. Fyrstu heimaleikir leiktíðarinnar eru á morgun, laugardag þegar við …

Daníela og Valdís búnar að skrifa undir samning.

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Daníela Grétarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir eru báðar uppaldar í Blakdeild Aftureldingar og hafa spilaðu upp alla yngri flokkanna auk þess að  hafa verið í U16 og U17 ára landsliðum Íslands.  Valdís varð Íslandsmeistari með liðsfélgögum sínum í 3.flokki í vor eftir glæsilegt mót.  Þessar ugnu og efnilegu stúlkur hafa nú skrifað undir samning við blakdeildina og munu taka þátt …

Kristín Fríða og Regína Lind eru áfram með Aftureldingu

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir, Óflokkað

Kristín Fríða Sigurborgardóttir og Regína Lind Guðmundsdóttir skrifuðu báðar undir samning við Blakdeild Aftureldingar. Báðar eru þær búnar að vera í Aftureldingu og spila með upp alla yngri flokkana. Kristín Fríða hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum U-liða Íslands og báðar voru þær með á síðustu leiktíð þegar kvennaliðið vann til bronsverðlauna á Íslandsmótinu.

Ólafur Örn framlengir samninginn

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Ólafur Örn Thoroddsen hefur framlengt  samning sinn við Aftureldingu .  Ólafur Örn hefur spilað með Aftureldingu upp alla yngri flokkana ásamt því að spila með meistaraflokki félagsins og í unglingaiði félagsins í 1.deild karla.  Ólafur var valin efnilegasti leikmaðurinn Mizunodeild karla efitr leiktíðina 2016-2017. Hann hefur einnig spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og hefur verið valin í æfingahóp hjá …

Quentin Moore skrifar undir samning við Blakdeild Aftureldingar

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Quentin Moore er Bandaríkjamaður frá  Richmond í Virginafylki og hefur hann skrifað undir samning við Blakdeild Aftureldingar. Quentin verður aðstoðarþjálfari karlaliðs Aftureldingar og mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka félagsins. Quentin er Íslendingum kunnur því hann spilaði blak með meistaraflokki KA leiktíðina 20017-2018  og vann með þeim alla titla sem hægt  var …