Norður-Evrópumót í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding átti fimm fulltrúa í U19 landsliði Íslands sem tók þátt í móti Northern European Volleyball Zonal Association (NEVZA). Það verður haldið í Kettering á Englandi dagana 28.-30.október. Aðrar þjóðir sem þar taka þátt eru Danmörk, Noregur, England, Svíþjóð og Færeyjar. Það eru bæði kvenna- og karlalið sem fara til leiks. Þeir sem fara frá Aftureldingu eru: Kristín Fríða Sigurborgardóttir, …

Afturelding með sigur í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Afturelding fékk Völsung í heimsókn í dag í fyrsta leik Mizunodeildar kvenna í blaki. Afturelding hóf leikinn af miklum krafti og var staðan fljótlega orðin 10-4, heimakonum í vil. Völsungur átti í vandræðum í móttökunni en það sama mátti segja um Aftureldingu í lok hrinunnar. Þá skoraði Rut Gomez þrjá ása í röð. Það dugði þó ekki til og Afturelding …

Daníela, Valdís Unnur og Sigvaldi valin í U-17ára landslið Íslands

Blakdeild AftureldingarBlak

Daníela Grétarsdóttir, Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar hafa verið valin í U-17 landslið Íslands í blaki. Liðin taka nú þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2018, sem haldið er í Ikast í Danmörku. Mótið hófst í dag mánudag og stendur til föstudags. Afturelding óskar þeim til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis …

Thelma Dögg færir sig til Slóvakíu

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Landsliðskonan okkar, Thelma Dögg Grétarsdóttir skrifaði í dag undir samning við slóvakíska liðið Zdruzenie sportovych klubov Univerzity Konstantina Filozofa Nitra (VK Nitra). Á síðasta tímabili lék Thelma með VBC Galina í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Thelma var sjöundi stigahæsti leikmaðurinn í deildinni. VK Nitra leikur í slóvakísku úrvalsdeildinni og spiluðu þær fyrsta leikinn í deildinni á laugardaginn. Leikurinn tapaðist 3-0 gegn VTZ …

Komdu í blak – frítt að æfa í 6.-7. flokki til áramóta

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar býður alla velkomna í blak. Fríar æfingar eru fyrir krakka í 1.-4. bekk til áramóta.  Hópinn þjálfar Aleksandra Agata Knasiak. Hún hefur spilað blak frá því hún var barn, í HK og Aftureldingu og þjálfaði blak krakka í HK. Hún er að læra íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík.  Í dag spilar hún með Úrvalsdeildarliði Aftureldingar og hefur tekið þátt …

BLAK æfingabúðir

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar hefur um árabil haldið úti æfingabúðum fyrir þátttakendur í 1-6 deild Íslandsmótsins og eru nýliðar einnig velkomnir.  Þjálfara í búðunum eru þjálfarar úrvalsdeilda liða félagsins en á komandi leiktíð eru það: Piotr Poskrobko sem er nýr þjálfari á Íslandi og mun þja úrvalsdeildarlið kvenna.  Hann hefur þjálfað í efstu deild  Super liga í Póllandi ásamt því að spila …

Blakæfingar yngri flokka hefjast 29. ágúst – frítt að prófa til 15. sept

Blakdeild AftureldingarBlak

  Æfingar yngri flokka hjá Blakdeild Aftureldingar hefjast samkvæmt æfingatöflu 29. ágúst. Frítt að koma og prófa til 15. september. 2., 3., 4. og 5. flokkur æfa að Varmá en 6.-7. flokkur æfa í Lágafelli. Piotr Kempisty þjálfar áfram hjá deildinni eins og undanfarin ár. Í vetur sér hann um þjálfun meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 4. og 5. flokks. …

Ventseslava Marinova til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Ventseslava Marinova hefur gengið aftur til liðs við Aftureldingu, en hún gengur til liðsins frá HK þar sem hún hafði spilað síðan 2014. Ventseslava spilaði síðast með Aftureldingu 2011-2012 og hluta af tímabilinu 2013. Ventseslava kemur til með að verða liðinu mikill liðsstyrkur en hún á einnig á bakinu 3 landsleiki fyrir Ísland.

Sigdís lék sinn fyrsta landsleik

Blakdeild AftureldingarBlak

Sigdís Lind Sigurðardóttir lék sinn fyrsta A-landsleik með kvennalandsliði Íslands í blaki sem tapaði fyrir Belgíu ytra í vikunni. Sigdís hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og fékk verðskuldað tækifæri með landsliðinu gegn Belgum en leikurinn var hluti af undankeppni EM. Thelma Dögg Grétarsdóttir, íþróttakona Aftureldingar undanfarin tvö ár, var stigahæst í liði Íslands gegn Belgum en hún …