Blakveisla að Varmá um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Mikil blakveisla verður að Varmá um helgina þegar Afturelding tekur á móti firnasterkum liðum KA bæð í karla-og kvennaflokki.  KA liðið karlamegin voru þrefaldir meistarar á síðasta keppnistímabili og hafa styrkt sig enn meira fyrir tímabilið og ætla sér greinilega stóra hluti. Kvennalið KA hefur einnig styrkt sig mjög mikið en liðið var í síðasta sæti á síðasta Íslandsmóti. Karlaliðin …

Annar sigur hjá strákunum, og núna í 1.deild karla

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar teflir fram þremur karlaliðum í Íslandsmóti Blaksambands Íslands. Strákarnir í Mizunodeildinni gerðu góða ferð í Kópavog og nældu sér í 3 stig á miðvikudaginn.  Á fimmtudaginn hélt 1.deildar liðið okkar einnig í Kópavog  en þá spiluðu þeir sinn fyrsta leik í Benecta deildinni og gerðu eins, komu heim með 3 stig eftir viðureign við HKarla. Glæsileg byrjun hjá …

Strákarnir byrja vel – sigur í fyrsta leik.

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Keppnin í Mizunodeild karla í blaki hófst í gærkvöldi þegar Afturelding sótti HK heim í Fagralund. Strákarnir okkar byrjuðu af krafti og unnu HK 1-3. Glæsileg byrjun hjá strákunum og lofar góðu. Næstu leikir eru 10. og 11. nóvember þegar Afturelding fær lið KA í  heimsókn og spila þá bæði karla- og kvennaliðin við KA.

Blakferð til Hvammstanga

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 13.-14.okt s.l. héldu 8 stúlkur úr 2.og 3. flokki Blakdeildar Aftureldingar til Hvammstanga þar sem þær kepptu í blaki í  fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 4.deild.  Mótið er spilað í þremur helgarmótum yfir blaktímabilið 2018-2019.  Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarin ár skráð 1 stúlknalið til þátttöku í þessa deildarkeppni hjá konunum.  Þetta er mikil og góð reynsla fyrir stúlkurnar, auk …

Íslandsmót í blaki á Neskaupstað hjá 4. og 5. flokk.

Blakdeild AftureldingarBlak

Helgina 27.-28. október síðastliðinn fór fram Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki á Neskaupstað. Á mótinu var Afturelding með eitt kvennalið í 4. flokki og tvö blönduð lið í 5. flokki. Þessi frábæri hópur stóð sig afar vel bæði utan vallar sem innan og lenti 4. flokkur í 4. sæti og 5. flokkur lenti í 5. og 7. sæti. …

Norður-Evrópumót í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding átti fimm fulltrúa í U19 landsliði Íslands sem tók þátt í móti Northern European Volleyball Zonal Association (NEVZA). Það verður haldið í Kettering á Englandi dagana 28.-30.október. Aðrar þjóðir sem þar taka þátt eru Danmörk, Noregur, England, Svíþjóð og Færeyjar. Það eru bæði kvenna- og karlalið sem fara til leiks. Þeir sem fara frá Aftureldingu eru: Kristín Fríða Sigurborgardóttir, …

Afturelding með sigur í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Afturelding fékk Völsung í heimsókn í dag í fyrsta leik Mizunodeildar kvenna í blaki. Afturelding hóf leikinn af miklum krafti og var staðan fljótlega orðin 10-4, heimakonum í vil. Völsungur átti í vandræðum í móttökunni en það sama mátti segja um Aftureldingu í lok hrinunnar. Þá skoraði Rut Gomez þrjá ása í röð. Það dugði þó ekki til og Afturelding …

Daníela, Valdís Unnur og Sigvaldi valin í U-17ára landslið Íslands

Blakdeild AftureldingarBlak

Daníela Grétarsdóttir, Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar hafa verið valin í U-17 landslið Íslands í blaki. Liðin taka nú þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2018, sem haldið er í Ikast í Danmörku. Mótið hófst í dag mánudag og stendur til föstudags. Afturelding óskar þeim til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis …

Thelma Dögg færir sig til Slóvakíu

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Landsliðskonan okkar, Thelma Dögg Grétarsdóttir skrifaði í dag undir samning við slóvakíska liðið Zdruzenie sportovych klubov Univerzity Konstantina Filozofa Nitra (VK Nitra). Á síðasta tímabili lék Thelma með VBC Galina í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Thelma var sjöundi stigahæsti leikmaðurinn í deildinni. VK Nitra leikur í slóvakísku úrvalsdeildinni og spiluðu þær fyrsta leikinn í deildinni á laugardaginn. Leikurinn tapaðist 3-0 gegn VTZ …

Komdu í blak – frítt að æfa í 6.-7. flokki til áramóta

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar býður alla velkomna í blak. Fríar æfingar eru fyrir krakka í 1.-4. bekk til áramóta.  Hópinn þjálfar Aleksandra Agata Knasiak. Hún hefur spilað blak frá því hún var barn, í HK og Aftureldingu og þjálfaði blak krakka í HK. Hún er að læra íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík.  Í dag spilar hún með Úrvalsdeildarliði Aftureldingar og hefur tekið þátt …