Ventseslava Marinova til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Ventseslava Marinova hefur gengið aftur til liðs við Aftureldingu, en hún gengur til liðsins frá HK þar sem hún hafði spilað síðan 2014. Ventseslava spilaði síðast með Aftureldingu 2011-2012 og hluta af tímabilinu 2013. Ventseslava kemur til með að verða liðinu mikill liðsstyrkur en hún á einnig á bakinu 3 landsleiki fyrir Ísland.

Sigdís lék sinn fyrsta landsleik

Blakdeild AftureldingarBlak

Sigdís Lind Sigurðardóttir lék sinn fyrsta A-landsleik með kvennalandsliði Íslands í blaki sem tapaði fyrir Belgíu ytra í vikunni. Sigdís hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og fékk verðskuldað tækifæri með landsliðinu gegn Belgum en leikurinn var hluti af undankeppni EM. Thelma Dögg Grétarsdóttir, íþróttakona Aftureldingar undanfarin tvö ár, var stigahæst í liði Íslands gegn Belgum en hún …

Piotr Poskrobko ráðinn þjálfari kvennaliðs Aftureldingar

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar hefur samið við pólverjann Piotr Poskrobko um að taka við kvennaliði félagsins ásamt því að þjálfa leikmenn í 2. og 3.flokki stúlkna. Piotr Poskrobko hefur þjálfað í efstu deild Póllands að mestu sem aðstoðarþjálfari hjá liðum eins og AZS Olsztyn og Trefl Gdansk. Þá spilaði hann lengi með sömu liðum en tímabilið 1990/1991 og 1991/1992 varð hann bæði …

Úrslitahelgi bikarkeppni í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding mætir Þrótti Neskaupstað í undanúrslitum bikarkeppni kvenna á morgun, laugardag kl 15. Leikurinn fer fram í Digranesi, Kópavogi.Fjölmennum í Digranesið og hvetjum stelpurnar okkar áfram.Fyrir þá sem ekki komast á staðinn má benda á útsendingu á sporttv og svo úrslitaleikina sjálfa á sunnudag sem sýndir verða á Rúv.

Fimm frá blakdeild Aftureldingar valdir í landsliðsverkefni

Blakdeild AftureldingarBlak

Eduardo Barenguer Herrero, þjálfari U20 ára landsliðs karla, hefur valið 12 leikmenn til að keppa á Evrópumóti Smáþjóða sem fram fer í Færeyjum 23. – 25. mars. Afturelding á fimm leikmenn í þessum hóp. Það eru þeir Hilmir Berg Halldórsson, Ólafur Örn Thoroddsen, Kjartan Davíðsson, Sigvaldi Örn Óskarsson, Valens Torfi Ingimundarson. Þess má einnig geta að allir leikmenn sem spila fyrir …

Aðalfundur Blakdeildar 2018

Blakdeild AftureldingarBlak

Aðalfundur blakdeildar Aftureldingar 2018 Verður haldinn þriðjudaginn  13. mars kl  20:00 í vallarhúsinu að Varmá   Dagskrá fundarins:   1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2.   Skýrsla stjórnar fyrir árið 2017.  3.   Reikningar ársins 2017 lagðir fram.  4.   Kynnt nýtt vinnuskipulag blakdeildar o   Sameiginlegt  vinnuráð mfl kk og kvk o   Heimaleikjaráð þvert á deildir 5.   Kosinn formaður blakdeildar 6.   Kosið í …

Thelma Dögg blakkona ársins

Blakdeild AftureldingarBlak

Stjórn Blaksamband Íslands hefur valið Thelmu Dögg Grétarsdóttur sem blakkonu ársins 2017. Thelma Dögg leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og í Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í …

Aftureldingarnáttföt

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Blak

Nú eru til sölu Aftureldingarnáttföt – frábær í jólapakkann. Náttfötin er hægt að fá í stærðum 2-8 ára. Panta þarf í síðasta lagi föstudaginn 15 desember.  Pantanir fara fram í gegnum aftureldingarbudin@gmail.com

Daníela og Valdís í úrtakshópi U17

Blakdeild AftureldingarBlak

Þjálfarateymi U17 stúlkna hefur valið 17 stúlkur í úrtakshóp í unglingalandslið U17 sem fer til Tékklands í byrjun janúar í Evrópumót. Tvær stúlkur úr Aftureldingu eru í hópnum. Daniele Capriotti er yfirþjálfari kvennalandsliða og verður sjálfur aðalþjálfari þessa liðs sem fer til OLOMOUC í Tékklandi dagana 4.-8. janúar 2018. Erla Bjarný Jónsdóttir er aðstoðarþjálfari liðsins og hafa þau valið 17 …