Ventseslava Marinova hefur gengið aftur til liðs við Aftureldingu, en hún gengur til liðsins frá HK þar sem hún hafði spilað síðan 2014. Ventseslava spilaði síðast með Aftureldingu 2011-2012 og hluta af tímabilinu 2013. Ventseslava kemur til með að verða liðinu mikill liðsstyrkur en hún á einnig á bakinu 3 landsleiki fyrir Ísland.
Sigdís lék sinn fyrsta landsleik
Sigdís Lind Sigurðardóttir lék sinn fyrsta A-landsleik með kvennalandsliði Íslands í blaki sem tapaði fyrir Belgíu ytra í vikunni. Sigdís hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og fékk verðskuldað tækifæri með landsliðinu gegn Belgum en leikurinn var hluti af undankeppni EM. Thelma Dögg Grétarsdóttir, íþróttakona Aftureldingar undanfarin tvö ár, var stigahæst í liði Íslands gegn Belgum en hún …
Piotr Poskrobko ráðinn þjálfari kvennaliðs Aftureldingar
Blakdeild Aftureldingar hefur samið við pólverjann Piotr Poskrobko um að taka við kvennaliði félagsins ásamt því að þjálfa leikmenn í 2. og 3.flokki stúlkna. Piotr Poskrobko hefur þjálfað í efstu deild Póllands að mestu sem aðstoðarþjálfari hjá liðum eins og AZS Olsztyn og Trefl Gdansk. Þá spilaði hann lengi með sömu liðum en tímabilið 1990/1991 og 1991/1992 varð hann bæði …
Úrslitahelgi bikarkeppni í blaki
Afturelding mætir Þrótti Neskaupstað í undanúrslitum bikarkeppni kvenna á morgun, laugardag kl 15. Leikurinn fer fram í Digranesi, Kópavogi.Fjölmennum í Digranesið og hvetjum stelpurnar okkar áfram.Fyrir þá sem ekki komast á staðinn má benda á útsendingu á sporttv og svo úrslitaleikina sjálfa á sunnudag sem sýndir verða á Rúv.
Fimm frá blakdeild Aftureldingar valdir í landsliðsverkefni
Eduardo Barenguer Herrero, þjálfari U20 ára landsliðs karla, hefur valið 12 leikmenn til að keppa á Evrópumóti Smáþjóða sem fram fer í Færeyjum 23. – 25. mars. Afturelding á fimm leikmenn í þessum hóp. Það eru þeir Hilmir Berg Halldórsson, Ólafur Örn Thoroddsen, Kjartan Davíðsson, Sigvaldi Örn Óskarsson, Valens Torfi Ingimundarson. Þess má einnig geta að allir leikmenn sem spila fyrir …
Aðalfundur Blakdeildar 2018
Aðalfundur blakdeildar Aftureldingar 2018 Verður haldinn þriðjudaginn 13. mars kl 20:00 í vallarhúsinu að Varmá Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2017. 3. Reikningar ársins 2017 lagðir fram. 4. Kynnt nýtt vinnuskipulag blakdeildar o Sameiginlegt vinnuráð mfl kk og kvk o Heimaleikjaráð þvert á deildir 5. Kosinn formaður blakdeildar 6. Kosið í …
Thelma Dögg blakkona ársins
Stjórn Blaksamband Íslands hefur valið Thelmu Dögg Grétarsdóttur sem blakkonu ársins 2017. Thelma Dögg leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og í Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í …
Aftureldingarnáttföt
Nú eru til sölu Aftureldingarnáttföt – frábær í jólapakkann. Náttfötin er hægt að fá í stærðum 2-8 ára. Panta þarf í síðasta lagi föstudaginn 15 desember. Pantanir fara fram í gegnum aftureldingarbudin@gmail.com
Daníela og Valdís í úrtakshópi U17
Þjálfarateymi U17 stúlkna hefur valið 17 stúlkur í úrtakshóp í unglingalandslið U17 sem fer til Tékklands í byrjun janúar í Evrópumót. Tvær stúlkur úr Aftureldingu eru í hópnum. Daniele Capriotti er yfirþjálfari kvennalandsliða og verður sjálfur aðalþjálfari þessa liðs sem fer til OLOMOUC í Tékklandi dagana 4.-8. janúar 2018. Erla Bjarný Jónsdóttir er aðstoðarþjálfari liðsins og hafa þau valið 17 …