Innanfélagsmót fimleikadeildarinnar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Vegna Covid þá komust yngri flokkarnir okkar ekki á haustmót sem átti að vera á síðustu önn. Mótinu var frestað þar til það var fellt niður. Við ákváðum að keyra samt á haustmótið og breyta því í innanfélagsmót þar sem krakkanir fengu að keppa fyrir framan myndavélar og dómara. Mótið heppnaðist mjög vel og allir virtust fara glaðir heim. Virkilega …

Það NÝJASTA !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Góðan daginn !   Þetta er alveg nýtt hjá okkur ! Við erum viss um að þetta eigi eftir að hitta í mark ! Ef það er áhugi þá er hægt að koma og prófa. Endilega sendið e-mail á fimleikar@afturelding.is ef þið hafið spurningar. Skrifstofan opnar á mánudaginn.

Aðalfundur Fimleikadeildar 21. apríl

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fimleikar

Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl kl.20.00 í nýju fundaraðstöðunni á skrifstofu Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá ef aðstæður leyfa annars verður fundinum streymt rafrænt. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir …

Fullorðinsfimleikar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Góðan daginn champs ! Fimleikadeildin er að hefja fullorðins námskeið. Tveir ungir og hugmyndaríkir þjálfarar sem elska að sjá bætingar halda utan um þessa tíma. Það eru takmörkuð pláss í boði eða 19 pláss plús 1 þjálfari vegna Covid. Skráningar fara fram á afturelding.felog.is og við opnum á nýjar skráningar á 6 vikna fresti. Nánari upplýsingar á fimleikar@afturelding.is.

Kjör íþróttafólk Mosfellsbæjar: Alexander valinn Þjálfari ársins 2020

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fimleikar

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Blik miðvikudaginn 6. janúar 2021 í beinni útsendingu í gegnum Youtube. Að þessu sinni voru 13 konur og 16 karlar tilnefnd til kjörsins og hafa aldrei verið fleiri. Íþróttakona Mosfellsbæjar 2020 var kjörin: Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrnukona í Fylki. Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 var kjörinn: Kristófer Karl Karlsson golfíþróttamaður …

Fimleikar eru að byrja !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Við viljum minna alla þá sem eru að koma í fimleikana á vorönn 2021 að við verðum að fara eftir covid töflunni sem við vorum að fylgja á síðustu önn. Eins og staðan er í dag þá gildir hún til 12. janúar. Töfluna má finna inn á heimasíðunni okkar. Viljum einnig minna á að við erum að hefja starfið okkar …

Við höfum opnað á skráningar fyrir vorönn 2021 !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Gleðilega Þorláksmessu ! Við hjá fimleikadeildinni höfum opna á skráningar fyrir vorönn 2021. Deildin hjá okkur hefur verið að stækka hratt á síðustu önn og eftirspurn aukist. Markmið okkar er að allir sem vilja æfa fimleika geti það og koma í veg fyrir biðlista. Við erum að opna snemma á skráningar fyrir vorönn til að hafa fjölda viðmið inn í …

Við framlengjum !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Góðan daginn. Við hjá fimleikadeildinni höfum ákveðið að framlengja haustönn 2020 hjá okkur. Undir venjulegum kringumstæðum hefði haustönn 2020 klárast 15.desember. En þar sem „venjulegar kringumstæður“ er fjarlægt hugtak í dag þá höfum við ákveðið að enda önnina 20.desember. Þar sem engar breytingar eru á fjöldatakmörkum í salnum okkar þá munum við halda sama skipulagi og við þekkjum í dag, …

Byrjum á morgun !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Góðan daginn stuðningsmenn Aftureldingar ! Við getum hafið starfið okkar á ný á morgun (miðvikudaginn 18.nóv). Við þurfum samt að fylgja þeim reglum sem eru settar af Almannvörnum og þær eru fjöldatakmarkanir sem eru misjafnar eftir aldri krakkana. Við þurfum að skipta sumum hópum upp og passa upp á fjöldan í hópum og til þess að geta haft starfið eftir …