Sigurvegarar í strandblaki

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Um liðna helgi fór fram stærsta strandblakmót sem haldið hefur verið á Islandi.en það var fyrsta stigamót sumarsins. Strandblaksmótaröðinni lýkur svo með Íslandsmóti í ágúst. Einnig var spilað í U15 ára unglingaflokki drengja. 82 lið skráðu sig á mótið og var spilað í 5 kvennadeildum og 4 karladeildum.  Til að fá að spila í efstu deild þá þarf viðkomandi að …

Afturelding með 3 fulltrúa í liði ársins

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Þegar Blaksamband Íslands aflýsti allri keppni í vor vegna COVID-19 átti einungis eftir að spila lokaumferðina í Mizunodeildum karla og kvenna. Undanfarnar vikur hafa liðin í deildinni verið að kjósa í lið ársins og er komið að því að tilkynna um valið. Mizunodeild kvenna – lið ársins 2019-2020 er þannig skipað og á Afturelding 3 fulltrúa þar. Kantar: María Rún …

Vinningaskrá í happdrætti Blakdeildar Aftureldingar

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Vinningaskrá í happdrætti blakdeildar Aftureldingar er nú aðgengileg hér. Til að nálgast vinninga vinsamlegast verið í sambandi á tölvupóstinum: blakdeildaftureldingar@gmail.com þar sem við getum ekki afhent vinningana í íþróttahúsinu að Varmá eins og venjulega. Blakdeildin þakkar öllum fyrir veittan stuðning. Hann skiptir miklu máli.

Aðalfundur Blakdeildar verður 18.maí

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Aðalfundur BLAKDEILDAR Aftureldingar            verður haldinn mánudaginn 18.maí  2020 kl. 20:00 í                                         vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá fundarins: 1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.2.   Skýrsla stjórnar.3.   Reikningar síðasta árs lagðir fram. 4.   Kosning formanns blakdeildar.5.   Kosning í ráð innan deildarinnar 6.   Önnur mál.7.   Fundi slitið.

Happdrætti Blakdeildar hleypt af stokkunum í dag !!!

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Hið árlega happdrætti blakdeildarinnar var hleypt af stokkunum í dag og hafa iðkendur deildarinnar byrjað að selja miða.  Happdrættið er mikilvægur þáttur í fjármögnun  deildarinnar og taka allir iðkendur þátt í fjáröfluninni. Hver iðkandi fær hlutdeild af andvirði miðans og er því  verið að styrkja deildina sem og iðkandann sjálfan með kaupum á miða.  Í ár mun miðasalan fara mest …

FINAL 4 í blaki frestað

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

FINAL 4 helginni í blaki hefur verið frestað en kvennalið Aftureldingar átti að spila í undanúrslitum kl 17:30 í dag, föstudag og karlalið Aftueldingar átti að spila kl 15:30 á morgun laugardag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær  leikirnir verða spilaðir.

FINAL 4 UM HELGINA – AFTURELDING MEÐ BÆÐI LIÐIN SÍN ÞAR

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak, Fréttir, Óflokkað

Um komandi helgi fer fram FINAL 4 helgin í Digranesi. Afturelding er með bæði karla-og kvennliðin sín þar. Vonandi sjáum við sem flesta í Aftureldingarbolunum sínum á pöllunum styðjandi okkar lið áfram. Stelpurnar spila við Þrótt R á föstudaginn kl 17:30 Strákarnir spila við Þrótt Nes  á laugardaginn kl 15:30 ♥ ÁFRMA AFTURELDING- ALLA LEIÐ ♥

ATH BREYTT TÍMASETNING Á AÐALFUNDI BLAKDEILDAR

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Vegna yfirvofandi verfalls og breytingu á leikjum í kjölfarið hefur blakdeildin ákveðið að fresta aðalfundi sínum um viku. Fundurinn verður því miðvikudaginn 18.mars í Vallarhúsinu og hefst kl 19:30

2 bikarar fóru á loft að Varmá í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Tveir leikir voru spilaðir að Varmá í kvöld. Afturelding-B tók á móti liði Álftaness í 1.deild kvenna kl 19:00 og Afturelding B-lið í 1.deild karla. tók á móti Fylki kl 21:00.  Á milli leikja afhenti formaður blaksambands Íslands, Grétar Eggertsson báðum liðum Deildarmeistarabikarinn , en fyrir leiki kvöldsins voru bæði lið búin að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að tvær …