Æfingar á haustönn í frjálsum hefjast 2. september n.k. Búið er að opna fyrir skráningu í Sportabler hér: https://www.abler.io/shop/afturelding/frjalsar en öllum er frjálst að koma og prófa án skráningar til 15. september. Eftir frábæra frjálsíþróttakeppni á Ólympíuleikunum í sumar er mikil stemming í frjálsíþróttadeildinni og við erum spennt að taka á móti framtíðar Ernum, ShaCarri-um, Noah-um, Gabby-um, Mundo-um, Ryan-um og …
Hlaupahópur Nýliðanámskeið
Hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk Vilt þú byrja sumarið í frábærum félagsskap með skemmtilegri og árangursríkri hreyfingu? Námskeiðið hefst 1. maí og stendur í 6 vikur eða til 10. Júní. Æfingar sem henta þeim sem eru að byrja eða að koma sér aftur í gang. Stefnt er að því að allir geti hlaupið amk 5 km í lok námskeiðsins. Þrjár æfingar …
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Aftureldingar
Stjórn frjálsíþróttadeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar mánudaginn 20 mars kl 18.00 Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en 15.mars og skal framboðum skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar gretar@afturelding.is. Dagskrá fundar Fundarsetning Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður deildarinna gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári Gjaldkeri deildar leggur fram …
Þrettándahlaup Aftureldingar – Mosóskokks
Þrettándahlaup / skemmtiskokk Aftureldingar – Mosóskokks. Laugardaginn 7. Janúar. Lágafellslaug, mæting kl. 9:30 Engin skráning, kostar ekkert, vegleg útdráttarverðlaun í boði: Höfðakaffi, Elektrus, Alpana, Hlaupár, Sportís og Sportvara 5 eða 10 km hringur í Mosfellsbæ Hvetjum alla til að hefja nýárið á útiveru og góðri hreyfingu. Sjá nánari upplýsingar hér.
Frjálsíþróttaæfingar vorönn 2023
Gleðilegt nýtt ár kæru frjálsíþróttaunnendur! Æfingar í frjálsum hefjast mánudaginn 9. janúar samkvæmt stundaskrá. Fyrirkomulagið frá því á haustönn verður óbreytt, þeas 8-10 ára og 11-14 ára verða í Varmá, sal 3 tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 til 17:30. Gunnar Freyr verður áfram þjálfari. Opnað hefur verið fyrir skráningu í Sportabler (sjá efst á síðunni) en öllum …
Hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk
Nú um áramótin lýkur fyrsta tímabili hlaupahóps Aftureldingar sem við lögðum upp með að væri nokkurs konar prufu tímabil. Mat okkar er að þetta hafi gengið nokkuð vel og erum spennt fyrir framhaldinu og ætlum að sjálfsögðu að halda ótrauð áfram á nýju ári. Fyrirkomulag næsta árs verður nokkurn veginn með sama hætti en þó með lítilli breytingu. Áfram verða …
Hlaupahópur Aftureldingar
Afturelding og Mosóskokk sameina krafta sína og setja af stað Hlaupahóp Aftureldingar! Börkur Reykjalín Brynjarsson verður þjálfari hópsins og munu æfingar fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og á laugardögum kl. 9:00. Á mánudögum og miðvikudögum verða u.þ.b. 1. klst. gæðaæfingar með léttum styrktaræfingum og lengra hlaup á laugardögum. Alla jafna verður upphafsstaður æfinga við Lágafellslaug eða Varmárvöll …
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar leitar að þjálfara
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar þarf því miður að fresta upphafi tímabils vegna þjálfaraleysis. Iðkendur í 1. og 2. bekk geta þó skráð sig í íþróttablönduna, þar sem sund, blak og frjálsar sameinast í verkefni. Hægt er að skrá í íþróttablönduna HÉR. Frjálsíþróttadeild Afturelding óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka í frjálsum íþróttum. Þar sem um yngri flokka er að …
Drulluhaup UMSK, krónunar og Aftureldingar
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK. Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ. HVAR: Íþróttamiðstöðinni Varmá Mosfellsbæ. DAGSETNING: Laugardagur 13. ágúst 2022. HVENÆR: Kl. 11:00 – 14:00. HLAUPALEIÐ: Leiðin er samtals 3km og inniheldur 21 hindrun. UPPHAF: Við Íþróttamiðstöðina Varmá. …