Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar 2015

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 16. mars næstkomandi kl. 20, Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina á Varmá. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Framboð til stjórnar þurfa að hafa borist undirrituðum í síðasta lagi föstudaginn 13. mars. Fyrir hönd stjórnar Frjálsíþróttadeildar Þórdís Sveinsdóttir Formaður thordiss@hotmail.com

Fréttir frá stjórn frjálsíþróttadeildar.

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Kjörin var ný stjórn Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar á fjölmennum aðalfundi deildarinnar þann 18. mars 2014, í vallarhúsinu að Varmá. Á dagskrá aðalfundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, eins og skýrsla stjórnar, framlagning reikninga og kosning stjórnar. Í skýrslu stjórnar kom m.a. fram að íþróttafólkið okkar hefur haldið áfram að gera góða hluti og náð flottum árangri. Það sem mest er aðkallandi er betri …

Frábær árangur!

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Þessi fjögur, Kolbeinn, Erna, Katrín og Karlotta, náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslit á nýafstöðnu Íslandsmóti í þeirra aldursflokki í frjálsum íþróttum.

Einstaklingar blómstra

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Fréttir, Frjálsar

Þessa dagana er að ljúka innanhúss keppnistímabil 15 ára og eldri að ljúka í frjálsíþróttum. Nokkrir af okkar fremstu íþróttamönnum hafa verið óheppnir með þrálát meiðsli síðan í sumar og misstu þ.a.l. af undirbúningstímabili fyrir yfirstaðnar keppnir. Við stefnum þó hátt fyrir komandi sumartímabil en hápunktur þess er um mitt sumar og þrír af okkar íþróttamönnum náðu að gera góða hluti á Íslandsmótum eldri iðkenda síðustu vikurnar.

22. stórmót Gogga galvaska að baki!

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Fréttir, Frjálsar

Frjálsíþróttadeildin hélt sitt 22. Gogga galvaska stórmót um nýliðna helgi. Veðrið lék við mótsgesti eins og oftast áður og framkvæmd mótsins tókst með miklum ágætum. Að minnsta kosti eitt Íslandsmet var sett og mörg Gogga met slegin.

Rífandi stemmning á Gogga!

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Fréttir, Frjálsar

Á 3. hundrað keppenda tekur þátt í Gogga galsvaska sem haldinn er við bestu aðstæður þetta árið og standa allir sig vel. Á sunnudag munu fremstu spjótkastarar landsins etja kappi sín á milli.