Olís-deild karla: Afturelding mætir Gróttu

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Það nóg um að vera í Olís-deild karla í handbolta og á sunnudag fer fram leikur Aftureldingar og Gróttu að Varmá. Mjótt er á mununum á toppi Olísdeildarinnar en Afturelding situr í 5. sæti deildarinnar með 11 stig. Grótta er í næstneðsta sæti með 6 stig og því er um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið. Leikurinn hefst kl. …

Afturelding með þriðja sigurinn í röð

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding vann góðan sigur á Fylki í Grill66-deild kvenna í handbolta í kvöld, 24-19. Fylkir byrjaði leikinn mun betur og komst í 0-5 áður en Aftureldingarkonur náðu að svara fyrir sig. Þá tók við góður kafli og hafði Afturelding forystuna í hálfleik, 11-9. Heimakonur lögðu grunninn að sigrinum með frábærri byrjun í síðari hálfleik. Afturelding náði mest sjö marka forystu …

Afturelding með sigur norðan heiða

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding er komið í 4. sæti í Olís-deild karla eftir sigur á útivelli gegn KA í kvöld. Loka­töl­ur urðu 30:28, þar sem Mosfellingar léku frábærlega í fyrri hálfleik. Sem betur fer varð slæm byrjun í seinni hálfleik Aftureldingu ekki að falli og bættu rauðir tveimur stigum í sarpinn. Mos­fell­ing­ar náðu und­ir­tök­un­um strax í upp­hafi leiks og voru fljót­ir að koma sér …

Leikadagur hjá meistaraflokkum í handbolta

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Það er líf og fjör hjá meistaraflokkum Aftureldingar í handbolta í dag en bæði karla- og kvennalið félagsins eiga mikilvæga leiki fyrir höndum í dag. Meistaraflokkur karla leikur gegn KA á Akureyri í kvöld í Olís-deild karla. Afturelding er í 5. sæti deildarinnar að loknum sjö umferðum og getur blandað sér í toppbaráttuna með sigri í kvöld. Leikurinn hefst kl. …

Afturelding hafði betur gegn Val á Hlíðarenda

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Aft­ur­eld­ing gerði góða ferð á Hlíðar­enda í dag er liðið vann Val, 28:25, í Olís­deild karla í hand­bolta. Leik­ur­inn var jafn og spenn­andi all­an tím­ann en Aft­ur­eld­ing var ör­lítið betri á lokakafl­an­um. Fyrri hálfleik­ur var jafn og spenn­andi all­an tím­ann og munaði aðeins einu sinni meira en einu marki er Aft­ur­eld­ing komst í 11:9. Ann­ars var jafnt á nán­ast öll­um …

Stórsigur hjá Aftureldingu gegn HK-U

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding vann stórsigur í Grill66-deild kvenna í handbolta þegar HK-U kom í heimsókn að Varmá. Lokatölur leiksins urðu 38-20 í leik þar sem Afturelding hafði mikla yfirburði. Afturelding hefur farið vel af stað á leiktíðinni unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Vel gekk í vörn og sókn hjá Aftureldingu í leiknum. Markahæst var Kristín Arndís Ólafsdóttir en …

Fyrsti sigur vetrarins hjá Aftureldingu U – Kristinn með 10 mörk

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding teflir fram U liði þetta árið í 2. deild karla í handbolta og tók liðið á móti Selfoss-U í gær að Varmá. Heimamenn í Aftureldingu unnu sinn fyrsta leik á leiktíðinni 27-23 í leik þar sem Afturelding hafði yfirhöndina nær allan leikinn. Kristinn Hrannar Bjarkason var frábær í liði Aftureldingar í gær og skoraði 10 mörk. Unnar Karl Jónsson …

Pétur Júníusson leggur skóna á hilluna vegna meiðsla

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Pétur Júníusson leikmaður Aftureldingar hefur lagt skóna á hilluna vegna langvarandi meiðsla. Pétur sem er fæddur 1992 hefur leikið með meistaraflokki Aftureldingar frá árínu 2008. Meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn hjá Pétri frá árinu 2016. Pétur hefur verið lykilmaður í Aftureldingu á síðustu árum og lykilmaður í uppgangi félagsins auk þess að vera stór karakter og einn af …

Fyrstu mót vetrarins hjá yngri flokkunum

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti, Óflokkað

Það var mikið um að vera helgina 5.-7. október 2018 hjá framtíðarstjörnum Aftureldingar í handbolta. Strákarnir á yngra ári í 6. flokki fóru til Akureyrar og tóku þátt í árlegu gistimóti KA. Tvö lið mættu til leiks undir styrkri stjórn Ingimundar Helgasonar þjálfara. Liðin héldu sér í sínum deildum og sýndu strákarnir flott tilþrif. Stelpurnar á yngri ári í 5. …

Þrír úr Aftureldingu valdir í B-landsliðið

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur valið B-landslið karla í handbolta sem kemur saman til æfinga dagana 27. til 29. september. Þrír leikmenn Aftureldingar voru valdir í liðið en það eru þeir Arnór Freyr Stefánsson, Birkir Benediktsson og Elvar Ásgeirsson.Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, mun stjórna æfingunum undir handleiðslu Guðmundar. Hópurinn er einungis skipaður leikmönnum úr Olísdeildinni. Leikmannahópinn má sjá hér: Arnór …