Guðmundur Helgi stýrir Aftureldingu út tímabilið

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur skrifað undir samning við Guðmund Helga Pálsson um þjálfun meistaraflokks kvenna í handbolta. Guðmundur stýrir liðinu í fyrsta leik eftir pásu í Olís-deildinni 18. janúar. Hann var áður þjálfari meistaraflokks karla í Fram en fær nú það krefjandi verkefni að stýra kvennaliði Aftureldingar. „Handknattleiksdeild Aftureldingar er afar stolt að fá svona flottan þjálfara í slaginn með okkur,“ segir Hannes …

Brynjar Vignir og Þorsteinn Leó í U18 hópi Íslands

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding á tvo glæsilega fulltrúa í 20 manna hópi U-18 karla sem leikur Sparkassen Cup milli jóla og nýárs. Brynjar Vignir Sigurjónsson er í 16 manna lokahóp og Þorsteinn Leó Gunnarsson er einn fjögurra aukamanna sem æfa með liðinu fram að móti og gætu fengið kallið. Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson þjálfar liðið en æfingar hefjast 17.desember og mótið …

Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna – Glæsilegir vinningar!

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Meistaraflokkur kvenna í handbolta stendur fyrir stórglæsilegu happdrætti fyrir jólin þar sem hægt er að vinna stórglæsilega vinninga. Miðinn kostar aðeins 2.000 kr.  og verður dregið í beinni úsendingu á Facebook síðu Handknattleiksdeilar þann 17. desember næstkomandi. Hér er frábær tækifæri til að styðja við kvennahandboltann hjá Aftureldingu og eiga jafnvel möguleika á að vinna sér sinn glæsilegan vinning. Hægt …

Mættu á leiki Aftureldingar gegn Stjörnunni og þú gætir unnið landsliðstreyju!

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Í tilefni af leikjum Aftureldingar og Stjörnunnar í Olísdeild karla og kvenna laugardaginn 7. desember ætlum við að efna til skemmtilegs leiks. Til að taka þátt í leiknum þarftu að hafa Geddit-appið í símanum þínum. Hægt er að finna Geddit í App Store eða Google Play. Á leikdegi 7. desember geturðu „veitt staur“ í Geddit og spilað leiki. Allir sem …

Haraldur hættir sem þjálfari meistaraflokks kvenna

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Stjórn Handknattleiksdeildar Aftureldingar og Haraldur Þorvarðarson hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Þetta er niðurstaða hlutaðeigandi aðila eftir skoðun og viðræður um stöðu flokksins og heildrænt mat. Stjórnin vill þakka Haraldi fyrir aðkomu hans að uppbyggingu kvennahandboltans hjá félaginu, en hann hefur sýnt mikinn áhuga og metnað í þeim efnum, sem hefur …

Þóra María frá keppni út tímabilið vegna meiðsla

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Þóra María Sigurjónsdóttir, lykilmaður í meistaraflokksliði Aftureldingar í handbolta, mun ekki leika meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla. Þóra María sleit krossband í vinstra hné á æfingu fyrir skömmu. Þóra er 18 ára gömul og hefur leikið alla leiki Aftureldingar á tímabilinu í stöðu leikstjórnenda eða vinstri skyttu. Hún hafði skorað 34 mörk og gefið 11 stoðsendingar í deildinni. …

Blackbox mótið í handbolta – Leikir & Úrslit

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Blackbox mótið í handbolta fer fram helgina 16. og 17. nóvember í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Mótið er haldið af Aftureldingu og er fyrir 5. flokk kvenna eldra ár. Hér verður hægt að nálgast allar upplýsingar um leiki mótsins, úrslit leikja og úrslit deilda. Leikjaplan helgarinnar Leikið verður laugardag og sunnudag. Hér fyrir neðan smá sjá úrslit deilda í mótinu. Úrslit …

Þóra María besti ungi leikmaðurinn í Olísdeildinni

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Þóra María Sigurjónsdóttir var valin besti ungi leikmaðurinn í Olísdeild kvenna í þriðjungsuppgjörsþætti Olís-deildar kvenna á Stöð 2 Sport sem sýndur var í síðustu viku. Þar valdi Hrafnhildur Ósk Skúladóttir bestu ungu leikmenn deildarinnar. Hrafnhildur miðaði við leikmenn fædda árið 2000 og síðar. Það er nóg af efnilegum leikmönnum í deildinni og valið var því alls ekki auðvelt. Hrafnhildur valdi leikstjórnanda …

Gott gengi Aftureldingar á Eyjablikkmóti 5. flokks

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Eyjablikksmótið í umsjón ÍBV var haldið í Vestmannaeyjum 1.-3. nóvember. Afturelding átti þrjú eldra árs lið á mótinu, tvö drengjalið og eitt stúlknalið skipuð 25 iðkendum, sem öll stóðu sig mjög vel. Afturelding 1 sigraði í 1. deild með fullt hús stiga. Afturelding 2 varð í öðru sæti í 3. deild B og stúlknaliðið hafnaði einnig í öðru sæti í …

Sex úr Aftureldingu í Hæfileikamótun HSÍ

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram um helgina í TM-höllinni í Garðabæ. Þar æfðu strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn nýráðinna þjálfara, en það eru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir. Hæfileikamótunin er mikilvæg bæði HSÍ og krökkunum sem þar æfa en þarna fá þau að kynnast umhverfi yngri landsliðanna. Þá hélt Bjarni Fritzson fyrirlestur fyrir …