Logi Már semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Logi Már Magnússon hefur gert sinn fyrsta meistaraflokks samning og semur við Aftureldingu til næstu tveggja ára. Logi er 19 ára gamall og var á dögunum formlega tekinn inn í leikmannahóp meistaraflokksins. Logi er efnilegur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á miðjunni. Hann lék með 2. flokk félagsins síðasta sumar og lék einnig 13 leiki með Hvíta …

Alejandro Zambrano semur á ný við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Spænski miðjumaðurinn Alejandro Zambrano hefur samið við Aftureldingu um að leika með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.  Hinn 28 ára gamli Alejandro spilaði með Aftureldingu lokakaflann á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að forðast fall og enda í 8. sæti í Inkasso-deildinni. Alejandro hefur lengst af á ferli sínum spilað með uppeldisfélaginu Recreativo Huelva. Alejandro spilaði með Recreativo í næstefstu …

Andrea Katrín til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Andrea Katrín Ólafsdóttir hefur samið við Aftureldingu um að leika með liðinu til næstu tveggja ára. Andrea er 25 ára gamall miðvörður sem hefur leikið 98 leiki á Íslandsmóti og skorað þrjú mörk, hún var á mála hjá ÍR á síðasta tímabili þar sem hún lék 17 leiki og var jafnframt fyrirliði liðsins. Andrea Katrín styrkir okkar unga lið til …

Heimsókn frá jólasveinum Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Hin vinsæla heimsókn sveina frá knattspyrnudeild UMFA verður í boði 24. desember milli 10 og 13! Þann 24. desember verðar strákarnir að aðstoða þá sem eru önnum kafnir síðustu þrettán dagana fyrir jól. Heimsóknartíminn er mánudagurinn 24. des á milli kl 10-13. Hægt er að láta sveina afhenda pakka en þá þurfa þeir að vera geymdir í ólæstum bíl fyrir …

Oskar Wasilewski semur við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur gert tveggja ára samning við varnarmanninn efnilega Oskar Wasilewski. Oskar er 19 ára gamall Skagamaður sem getur bæði leyst stöðu miðvarðar og bakvarðar. Hann sem var fyrirliði ÍA sem varð Íslandsmeistari í 2. flokki í sumar og á einnig að baki 12 meistaraflokksleiki með Kára í 2. deild karla og Mjólkurbikarnum. Afturelding býður Oskar hjartanlega velkominn til félagsins …

Liverpool gefur áritaðan bolta til styrktar Aroni Sigurvinssyni

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Aron Sigurvinsson, sem lék með Aftureldingu í yngri flokkum í knattspyrnu, lenti í alvarlegu bílslysi um verslunarmannahelgina síðustu. Hann barðist fyrir lífi sínu fyrstu dagana og hefur síðan gengist undir margar aðgerðir og erfiða endurhæfingu. Hann tvíhálsbrotnaði í slysinu og hlaut mikla innvortis áverka. Í einni af rannsóknunum vegna hálsbrotsins kom óvænt í ljós að hann er með krabbamein í …

Eva Ýr til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna nýjasta leikmann Aftureldingar, markvörðinn öfluga Evu Ýr Helgadóttur. Eva Ýr er 23 ára markvörður sem hefur sannað sig sem einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin tvö ár en hún hefur þar spilað í lykilhlutverki með liði ÍR. Hún á að baki 66 leiki í meistaraflokki, þar af 22 leiki í efstudeild með Fylki, …

Elfa Sif og Kristín Gyða semja við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þær Kristín Gyða Davíðsdóttir og Elfa Sif Hlynsdóttir skrifuðu á dögunum undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk kvenna til loka árs 2021. Kristín Gyða er fædd árið 2003 og kom við sögu í tveimur leikjum í Inkasso deild kvenna síðastliðið sumar, þá hefur hún verið í æfinga- og leikmannahóp félagsins frá byrjun þessa árs. Elfa Sif er fædd árið 2004 …

Gísli Martin til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Bakvörðurinn Gísli Martin Sigurðsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Aftureldingu. Gísli er 21 árs og er uppalinn hjá Breiðablik. Hann lék með Njarðvík í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og ÍR tímabilið 2018. Gísli Martin er kraftmikill bakvörður, sókndjarfur með mikla hlaupagetu og mun passa vel inn í leikmannahóp Aftureldingar. Gísli lék í æfingaleik með Aftureldingu sl. föstudag …

Júlíus og Alexander áfram með meistaraflokk kvenna

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Júlíus Ármann Júlíusson hefur samið um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Aftureldingu. Júlíus skrifaði undir tveggja ára samning við félagið um helgina og sömu sögu er að segja af Alexander Aroni Davorssyni sem verður áfram aðstoðarþjálfari. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 er að hefja sitt sjötta starfsár hjá félaginu. Meistaraflokkur kvenna hafnaði í 5. …