Myndband: Weetosmót 2019

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Weetosmótið 2019 fór venju samkvæmt fram á Tungubökkum. Mótið er haldið af Knattspyrnudeild Aftureldingar í samstarfi við Weetos. Knattspyrnudeild Aftureldingar þakkar öllum fótboltahetjum og foreldrum þeirra fyrir komuna á Weetosmótið! Hlökkum mikið til að sjá alla næsta sumar.

Æfingatafla vetrarins 2019-2020

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Æfingatafla vetrarins fyrir yngstu iðkendurnar okkar eru tilbúin. Tafla fyrir 2. og 3. flokk karla kemur inn á næstu dögum.  Opnað verður fyri skráningar á næstu dögum. Nýtt æfingarhús verður tekið í notkun í október – þanngað til fara allar æfingar fram úti. Frekari upplýsingar má nálgasta hjá Bjarka yfirþjálfara eða Hönnu Björk Íþróttafulltrúa, hannabjork@afturelding.is 

Atli Eðvaldsson fallinn frá

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Fyrrum þjálfari Aftureldingar, Atli Eðvaldsson, er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við krabbamein, 62 ára að aldri.  Atli þjálfaði karlalið Aftureldingar tímabilið 2014 í 2. deild karla. Hann spilaði 70 leiki fyrir íslenska landsliðið og átti um tíma leikjamet íslenska landsliðsins. Hér heima lék Atli með Val, KR og HK. Hann lék með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRu Düsseldorf …

Hafrún Rakel Halldórsdóttir í U19 kvenna

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur í hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki í Svíþjóð í lok ágúst, gegn Noregi og Svíþjóð. Ísland mætir Svíþjóð 28. ágúst og Noregi 30. ágúst. Knattspyrnudeildin óskar Hafrúnu Rakel góðs gengis!

Afturelding mætir ÍR í kvöld

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Kvennalið Aftureldingar mætir ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld á Hertz vellinum í Breiðholti. Okkar stelpur hafa staðið sig vel í sumar og eru í 4. sæti í deildinni með 17 stig. ÍR situr á botninum með 1 stig að loknum 11 umferðum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Deildin er mjög jöfn og er stutt úr toppbaráttu og niður í botnbaráttu. …

Arnór Gauti framlengir við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna, Óflokkað

Varnarmaðurinn efnilegi Arnór Gauti Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Arnór Gauti er 17 ára gamall en hann er úr öflugum 2002 árgangi Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnór Gauti spilað átta leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann steig sín fyrstu skref í …

Róbert Orri valinn í landsliðhóp U18

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 karla,  hefur valið leikmannahóp sinn í U18 til þátttöku í tveimur vináttu landsleikjum gegn Lettlandi dagana,  17.- 21. júlí n.k. Báðir leikirnir fara fram ytra. Róbert Orri Þorkelsson úr Aftureldingu er í hópnum. Hann hefur verið fastamaður í U17 ára liði Íslands og tekur nú skrefið upp í U18 ára liðið. Afturelding óskar Róberti Orra til hamingju …

Róbert Orri skrifar undir nýjan samning við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Róbert Orri Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2020. Hinn 17 ára gamli Róbert Orri hefur alist upp allan sinn fótboltaferil hjá Aftureldingu og verið fastamaður á miðjunni hjá meistaraflokki undanfarin tvö keppnistímabil. Í fyrra hjálpaði hann Aftureldingu að vinna 2. deildina og í ár hefur hann leikið vel með liðinu í Inkasso-deildinni. Róbert …

Darian Powell gengur til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding hefur fengið liðsstyrk í Inkasso-deild kvenna því Darian Powell frá Bandaríkjunum hefur gengið til liðs við Aftureldingu. Powell hefur æft Aftureldingu undanfarna daga og hefur staðið sig mjög vel. Powell er framherji kemur til liðsins frá Sel­fossi. Powell lék með Marqu­ette-há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um áður en hún gekk til liðs við Sel­fyss­inga en hún kom við sögu í fjór­um leikj­um með …

Logi valinn í Orkumótsliðið

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Logi Andersen úr Aftureldingu var valinn í Orkuliðsmótið sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Logi stóð sig frábærlega með liðsfélögum sínum úr Aftureldingu og var að lokum valinn í lið mótsins. Það voru dómarar mótsins sem völdu Loga inn í Orkumótsliðið. Afturelding sendi alls fjögur lið til keppni í mótinu. Afturelding 1 stóð sig frábærlega með Loga innanborðs …