Ungmennafélagið Afturelding var stofnað 1909. Innan félagsins eru starfræktar 11 deildir sem eru með barna-, unglinga- og fullorðnsstarf. Að baki félaginu starfa svo yfir 150 sjálfboðaliðar sem tryggja starfsemi félagsins með því að gefa tíma sinn og vinnu í þetta mikilvæga starf sem Afturelding heldur úti. Starf sjálfboðaliða er félaginu lífsnauðsynlegt og án þeirra væri ómögulegt að halda úti jafn blómlegu íþróttastarfi og við Íslendingar þekkjum.
Meistaraflokkar félagsins eru andlit félagsins út á við. Leikmenn meistaraflokka eru miklar fyrirmyndir yngri iðkenda og hefur starfsemi þeirra mjög jákvæð áhrif á starfsemi félagsins í heild sinni.
Starf meistaraflokka félagsins er einkum fjármagnað með styrkjum frá sveitarfélagi, fyrirtækjum og einstaklingum. Afturelding heldur úti sex meistaraflokkum í blaki, handbolta og knattspyrnu. Afturelding leikur í efstu deildum í blaki, handbolta og knattspyrnu, karla og kvenna.
Stefnir Afturelding að því að eiga lið í öllum efstu deildum innan tíu ára í þessum þremur íþróttagreinum.
Afturelding er rótgróið íþróttafélag sem leggur áherslu á að sinna barna- og unglingastarfi af kostgæfni. Félagið vill stuðla að því að ala upp afreksíþróttafólk í fremstu röð og gefa ungu fólki tækifæri til að móta og þróa hæfileika sína. Áhrif íþrótta á börn og ungt fólk eru ótvíræð en rannsóknir sýna að góður árangur í íþróttum og íþróttaástundun ýtir undir bættan árangur í námi.
Afturelding leggur metnað sinn í að bjóða upp á framúrskarandi þjálfun og að bjóða ungum iðkendum upp á fjölbeytt framboð af íþróttum. Í samstarfi við Mosfellsbæ er aðstaða félagsins einnig að taka stakkaskiptum og eru mjög spennandi tímar framundan í íþróttalífi Mosfellsbæjar.
Formaður Aftureldingar er Ásgeir Jónsson.
Merki félagsins í prentupplausn
Formannatal Aftureldingar:
Nafn | Ártal |
Guðrún Björnsdóttir | 1909 |
Indriði Guðmundsson | 1909-1910 |
Guðrún Björnsdóttir | 1910-1911 |
Kolbeinn Högnason | 1911-1912 |
Sólveig Björnsdóttir | 1912-1917 |
Guðrún Gísladóttir | 1917-1918 |
Björn Bjarnason | 1918-1920 |
Jón Guðnason | 1920-1922 |
Jón Ingimarsson | 1922-1923 |
Kjartan S. Norðdahl | 1923-1924 |
Þorlákur Björnsson | 1924-1925 |
Guðrún Björnsdóttir | 1925-1927 |
Ólafur Þórðarson | 1927-1931 |
Grímur S. Norðdahl | 1931-1938 |
Halldór Guðmundsson | 1938-1939 |
Grímur S. Norðdahl | 1939-1940 |
Ólafur Þórðarson | 1940-1942 |
Þorlákur Guðmundsson | 1942-1943 |
Sveinn Guðmundsson | 1943-1946 |
Halldór Lárusson | 1946-1949 |
Ásbjörn Sigurjónsson | 1949-1951 |
Magnús Lárusson | 1951-1952 |
Hörður Ingólfsson | 1952-1953 |
Sigurður Gunnar Sigurðsson | 1953-1956 |
Sveinn Þórarinsson | 1956-1958 |
Sigurður Gunnar Sigurðsson | 1958-1959 |
Guðjón Hjartarson | 1959-1961 |
Viggó Valdimarsson | 1961 |
Sigurður Skarphéðinsson | 1961-1964 |
Eyjólfur Magnússon | 1964-1966 |
Guðjón Bjarnason | 1966-1967 |
Birgir Sigurðsson | 1967-1970 |
Páll Aðalsteinsson | 1970-1978 |
Ingólfur Árnason | 1978-1982 |
Hlynur Árnason | 1982-1985 |
Þorgrímur Októsson | 1985-1988 |
Guðbjörg Pétursdóttir | 1988-1992 |
Edvard Ragnarsson | 1992-1994 |
Hilmar Ágústsson | 1994-1995 |
Ásgeir Sverrisson | 1995-1996 |
Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir | 1996-2004 |
Elísabet Guðmundsdóttir | 2004-2007 |
Jón Pálsson | 2007-2011 |
Hreiðar Örn Zoega Stefánsson | 2011 |
Sævar Kristinsson | 2011-2012 |
Guðjón Helgason | 2012-2015 |
Dagný Kristinsdóttir | 2015-2018 |
Birna Kristín Jónsdóttir | 2018-2024 |
Ásgeir Jónsson | 2024- |