Aðstaða Ungmennafélags Aftureldingar

Skrifstofa Aftureldingar er staðsett að íþróttamiðstöðinni að Varmá. Á skrifstofu félagsins starfa framkvæmdastjóri, íþróttafulltrúi og rekstrarstjóri. Ásamt starfsmönnum deilda.

Starf félagsins fer fram að stærstum hluta í þremur húsnæðum, íþróttamiðstöðinni Varmá, íþróttahúsinu við Lágfellsskóla, og nýju íþróttahúsi við Helgafellsskóla.

Í íþróttahúsinu að Varmá eru þrír íþróttasalir, salur fyrir bardagaíþróttir, fimleikahús og búningsaðstaða, ásamt því að sundlaug er tengd við íþróttamiðstöðina. Á svæðinu eru tveir gervigrasvellir í fullri stærð ásamt hlaupabraut, og knattspyrnuhúsi í æfingastærð. Á Tungubökkum eru grasvellir og búningsaðstaða.

Uppi í Lágafelli er einn íþróttasalur ásamt sundlaug þar sem starf sunddeildar félagsins fer að mestum hluta fram.

Í Helgafelli er einn nýr íþróttasalur.

Félagið og félagsmenn hafa aðgang að vallarhúsi staðsett að Varmá, þar sem fara fara foreldrafundir, stjórnarfundir og aðrir viðburðir þegar við á á vegum félagsins.