Hafrún Rakel Halldórsdóttir lék allan leikinn með U17 ára landsliðs Íslands sem hafði betur gegn Írlandi, 3-0, í æfingaleik í Fífunni í kvöld. Liðin eigast við tvisvar á nokkrum dögum en staðan var markalaus í hálfleik í dag. Í þeim síðari skoraði íslenska liðið þrjú mörk en Andrea Marý Sigurjónsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir gerðu mörkin. Lokatölur því …
Fyrsta Grand Prix mótið 2019
Grand Prix mótaröðin hófst nú um helgina, en hún er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 95 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með 7 iðkendur skráða. Af þeim sem kepptu komust þrír í verðlaunasæti: Dóra Þórarinsdóttir kata 12 ára – 2. sæti Oddný Þórarinsdóttir, kata 14-15 ára – 1. sæti Þórður Jökull Henrysson, kata 16-17 ára – 1. …
Afturelding hafði betur gegn KA
Nýkrýndir deildarmeistarar KA fengu lið Aftureldingar í heimsókn í Mizunodeild karla í dag. KA tryggði sér deildarmeistaratitilinn fyrir stuttu en liðið hefur haft mikla yfirburði það sem af er tímabili. Miklar sveiflur hafa hins vegar einkennt leik Aftureldingar en þeir hafa átt nokkra frábæra leiki í ár. Það var því von á hörkuleik fyrir norðan. Sigþór Helgason hvíldi í liði …
Afturelding mætir FH í bikarnum á þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag, 19. febrúar, verður sannkallaður risaleikur þegar FH kemur í heimsókn í Coca Cola Bikar karla. Með sigri fara strákarnir okkar í undanúrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll! Einu skrefi nær bikarnum sem þeir ætla sækja heim. Síðast þegar þessi lið mættust skildu þau jöfn 25-25 í hörkuleik en liðin sitja hlið við hlið í Olís deildinni í 4. og 5. …
Afturelding hóf Lengjubikarinn á sigri
Karlalið Aftureldingar í knattspyrnu hafði betur gegn Fram í Lengjubikarnum í gærkvöld. Lokatölur urðu 1-3 fyrir Aftureldingu en leikið var í Safamýri. Mosfellingar yfir með marki frá Andra Frey Jónassyni í fyrri hálfleik. Jökull Steinn Ólason jafnaði fyrir leikhlé og staðan 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Gestirnir úr Mosfellsbæ nýttu færin sín í síðari hálfleik og tryggðu mörk frá Ragnari Má …
Afturelding á ný í toppsætið eftir frábæran sigur
Afturelding er komin aftur í toppsæti Grill 66-deildar kvenna í handbolta eftir nauman 29:27-sigur á Fram U að Varmá í gærkvöldi. Fram var með 14:12-forystu eftir fyrri hálfleikinn en Afturelding var sterkari í seinni hálfleik. Jónína Líf Ólafsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Aftureldingu og skoraði tíu mörk og Þóra María Sigurjónsdóttir gerði níu. Kiyo Inage bætti við sex. Hjá …
Georg og Kári Steinn til liðs við Aftureldingu
Georg Bjarnason og Kári Steinn Hlífarsson hafa gengið til liðs við Aftureldingu en þeir hafa báðir skrifað undir tveggja ára samninga hjá félaginu. Báðir leikmennirnir eru fæddir 1999 og voru því að ganga upp úr öðrum flokki síðastliðið haust. Georg kemur frá Víkingi R. en hann er fjölhæfur miðju og varnarmaður. Hann var í lykilhlutverki hjá öðrum flokki Víkings síðastliðið sumar. Kári Steinn …
Afturelding og Álftanes skiptu með sér stigunum
Afturelding fékk Álftanes í heimsókn í Mizunodeildum karla og kvenna í gærkvöld. Fyrri leikur kvöldsins var leikur kvennaliðanna. Fyrir leikinn var Afturelding í 4. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki en Álftanes í því sjöunda með 12 stig eftir 15 leiki. Álftanes hefur þó verið á góðu skriði eftir áramót og var því von á spennandi leik. Afturelding …
Afturelding fær styrk til endurbóta á Vallarhúsinu
Afturelding hlaut á dögunum rausnarlegan styrk úr Samfélagssjóði KKÞ að upphæð 1.000.000 kr. Styrkurinn er veittur til endurnýjunar á húsgögnum og ýmiss konar búnaði í fundaraðstöðu Aftureldingar í vallarhúsinu að Varmá. Afturelding þakkar veittan stuðning en strax verður hafist handa við að efla fundaraðstöðu félagsins. Verkið verður að mestu unnið af sjálfboðaliðum innan úr félaginu á næstu vikum. Áhugsamir geta …
Elvar leikur með TVB Stuttgart á næstu leiktíð
Handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirsson hefur samið við þýska efstudeildarliðið TVB 1898 Stuttgart til tveggja ára. Hann yfirgefur Aftureldingu eftir núverandi keppnistímabil og flytur til Þýskalands í sumar. Elvar dvaldi hjá Stuttgart-liðinu í nóvember við æfingar og í framhaldinu buðu forráðamenn félagsins honum samning sem nú hefur orðið að veruleika. Síðustu endarnir voru hnýttir fyrir helgina. Elvar er 24 ára gamall og hefur alla …










