Afturelding með sigur í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Afturelding fékk Völsung í heimsókn í dag í fyrsta leik Mizunodeildar kvenna í blaki. Afturelding hóf leikinn af miklum krafti og var staðan fljótlega orðin 10-4, heimakonum í vil. Völsungur átti í vandræðum í móttökunni en það sama mátti segja um Aftureldingu í lok hrinunnar. Þá skoraði Rut Gomez þrjá ása í röð. Það dugði þó ekki til og Afturelding …

Afturelding hafði betur gegn Val á Hlíðarenda

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Aft­ur­eld­ing gerði góða ferð á Hlíðar­enda í dag er liðið vann Val, 28:25, í Olís­deild karla í hand­bolta. Leik­ur­inn var jafn og spenn­andi all­an tím­ann en Aft­ur­eld­ing var ör­lítið betri á lokakafl­an­um. Fyrri hálfleik­ur var jafn og spenn­andi all­an tím­ann og munaði aðeins einu sinni meira en einu marki er Aft­ur­eld­ing komst í 11:9. Ann­ars var jafnt á nán­ast öll­um …

Stórsigur hjá Aftureldingu gegn HK-U

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding vann stórsigur í Grill66-deild kvenna í handbolta þegar HK-U kom í heimsókn að Varmá. Lokatölur leiksins urðu 38-20 í leik þar sem Afturelding hafði mikla yfirburði. Afturelding hefur farið vel af stað á leiktíðinni unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Vel gekk í vörn og sókn hjá Aftureldingu í leiknum. Markahæst var Kristín Arndís Ólafsdóttir en …

Cecilía Rán semur við Fylki

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur gengið til liðs við Fylki frá Aftureldingu. Cecilía er fædd árið 2003 og er einn efnilegasti markmaður landsins. Hún lék þrettán leiki með liði Aftureldingar í Inkasso-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Cecilía Rán er markmaður U-17 ára landsliðs Íslands og hefur spilað sex leiki með liðinu. Hún mun takast á við …

Daníela, Valdís Unnur og Sigvaldi valin í U-17ára landslið Íslands

Blakdeild AftureldingarBlak

Daníela Grétarsdóttir, Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar hafa verið valin í U-17 landslið Íslands í blaki. Liðin taka nú þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2018, sem haldið er í Ikast í Danmörku. Mótið hófst í dag mánudag og stendur til föstudags. Afturelding óskar þeim til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis …

EM í hópfimleikum, æfingar falla niður í vetrarfríi

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Óskum Alexander þjálfara góðs gengis á Evrópumótinu! Æfingar hjá fimleikadeildinni falla niður vegna EM í hópfimleikum og vetrarfrís. Allar æfingar frá 18.-20.okt, nema leikskóla eldri á fimmtudaginn 17:00 – 10:50 er á dagskrá eins og venjulega. EM í hópfimleikum er haldið í Portúgal þessa vikuna og þjálfarinn okkar Alexander Sigurðsson er að keppa með blönduðu liði fullorðinna, Halldóra Björg þjálfari …

Fyrsti sigur vetrarins hjá Aftureldingu U – Kristinn með 10 mörk

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding teflir fram U liði þetta árið í 2. deild karla í handbolta og tók liðið á móti Selfoss-U í gær að Varmá. Heimamenn í Aftureldingu unnu sinn fyrsta leik á leiktíðinni 27-23 í leik þar sem Afturelding hafði yfirhöndina nær allan leikinn. Kristinn Hrannar Bjarkason var frábær í liði Aftureldingar í gær og skoraði 10 mörk. Unnar Karl Jónsson …

Pétur Júníusson leggur skóna á hilluna vegna meiðsla

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Pétur Júníusson leikmaður Aftureldingar hefur lagt skóna á hilluna vegna langvarandi meiðsla. Pétur sem er fæddur 1992 hefur leikið með meistaraflokki Aftureldingar frá árínu 2008. Meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn hjá Pétri frá árinu 2016. Pétur hefur verið lykilmaður í Aftureldingu á síðustu árum og lykilmaður í uppgangi félagsins auk þess að vera stór karakter og einn af …

Fyrstu mót vetrarins hjá yngri flokkunum

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti, Óflokkað

Það var mikið um að vera helgina 5.-7. október 2018 hjá framtíðarstjörnum Aftureldingar í handbolta. Strákarnir á yngra ári í 6. flokki fóru til Akureyrar og tóku þátt í árlegu gistimóti KA. Tvö lið mættu til leiks undir styrkri stjórn Ingimundar Helgasonar þjálfara. Liðin héldu sér í sínum deildum og sýndu strákarnir flott tilþrif. Stelpurnar á yngri ári í 5. …

Starfsdagur Aftureldingar – Fimmtudaginn 11. október

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Starfsdagur Aftureldingar fer fram annað árið í röð þann 11. október næstkomandi í Hlégarði. Markmiðið með starfsdeginum er kalla saman alla þá einstaklinga sem koma að starfi Aftureldingar með einum eða öðrum hætti og hlýða á áhugaverða fyrirlestra geta eflt starf og gæði þjálfunar hjá félaginu. Skyldumæting er fyrir alla þjálfara félagsins á starfsdag félagsins sem er hluti af endurmenntun …