Afturelding hefur leik í Pepisdeildinni á þriðjudag kl 19:15 á gerfigrasinu að Varmá gegn FH.
Öruggur sigur í fyrsta leik
Afturelding hóf leik í 2.deild með látum á laugardag með öruggum 4-1 sigri á KF
Dregið hefur verið í happdrætti blakdeildar
Nálgast má vinninga með því að hafa samband við blakdeildaftureldingar@gmail.com eða hringja í 669-7164
Íslandsmótið að hefjast – fyrsti heimaleikurinn
Þá er loksins komið að því – sumarið er komið með blóm í haga og fótboltamótin byrjuð !
Hugi Jóhannesson gengur til liðs við Aftureldingu
Hinn 22 ára markvörður Hugi Jóhannesson hefur gengið til liðs við Aftureldingu.
Heilsa og hollusta fyrir alla.
Málþing í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í kvöld miðvikudagskvöld 7.maí kl. 19.30
Góð ferð á Öldungamót í blaki á Akureyri
Blakdeild Aftureldingar vill senda þakkir fyrir vel skipulagt og skemmtilegt Öldungamót á Akureyri síðustu daga.
Afturelding sendi 5 lið til leiks, 4 kvennalið og 1 karlalið. Árangurinn var frábær, karlarnir unnu 3.deildina og a lið kvenna vann 2.deild. B liðið var í 2.sæti í 4.deild, c liðið í 4.sæti í 7.deild hársbreidd frá verðlaunum og d lið í 6.sæti í 8.deild.
Þetta þýðir að á næsta Öldungamóti á Neskaupstað 2015 mun Afturelding eiga sæti í 1.deild kvenna, 2.deild karla, 3.deild kvenna, 7.deild kvenna og 9.deild kvenna.
Alls var keppt í 15 kvennadeildum og 7 karladeildum og þátttakendur voru um 1300 alls.
Afturelding áfram í Borgunarbikarnum
Afturelding vann Mídas í fyrstu umferð Borgunarbikarsins á laugardag og mætir Ægi í Þorlákshöfn í næstu umferð
Öðruvísi þrenna á Varmárvelli
Þau tíðindi gerðust í leik Aftureldingar og Fylkis í Lengjubikarnum á Varmárvelli að þrjár systur léku fyrir hönd Aftureldingar í leiknum